Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 13
KOMArtH Líf og fjör á íþróttahátíð eldri borgara í Austurbergi Árleg íþróttahátíð eldri borgara var haldin í íþróttahúsinu Austurbergi í Breiðholti 7. janúar sl. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, hefur haft veg og vanda af þessari hátíð en þetta var í 17. sinn sem hún fer fram. Hátíð- inni vex fiskur um hrygg með hverju ár- inu enda fer skilningur vaxandi á meðal eldra fólks á gildi þess að hreyfa sig. Á hátíðinni komu fram fjölmargir hópar og sýndu atriði við góðar undir- tektir. Áhorfendapallar í Austurbergi voru þéttskipaðir og skemmti fólk sér almennt mjög vel. „Þessi íþróttahátíð hefur verið árviss viðburður síðan 1987. Fyrsta hátíðin var haldin á gervigrasvellinum í Laugardal og var það ífyrsta og eina skiptið sem hátíðin hefur verið haldin utandyra. Hátíðin hefur síðan oftast verið haldin í Austurbergi í Breiðholti. Til þessa hafa þátttakendur komið af Stór-Reykjavík- ursvœðinu og úr Reykjanesbœ. Viðfinn- umfyrir vaxandi áhuga eldrafólks á að hreyfa sig," sagði Guðrún Nielsen, formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, í spjalli við Skinfaxa. Guðrún hefur verið formaður félags- ins frá upphafi eða i alls 23 ár núna í vor. Guðrún segir að stjórn félagsins hafi verið með námskeið úti á lands- byggðinni og hafi þau gefið góða raun. „Núfer að koma að því að endurnýjun verði í stjórninni en við sem þar erum í dag eru öll urn áttrcett ogþaryfir, sá elsti er 87 ára. Við þurfum aðfá nýttfólk til starfa og vonandi á það eftir að ganga vel, “ sagði Guðrún. Fjölmennt á æskulýðsráðstefnu í Grunnskólanum í Búðardal UDN ásamt Dalabyggð og grunn- skólum sveitarfélagsins stóð fyrir æskulýðsráðstefnu í Grunnskólan- um í Búðardal 20. febrúar sl. Sigurður Guðmundsson, íþróttafull- trúi og tómstundafræðingur í Mos- fellsbæ, hélt fyrirlestur um samþætt- ingu æskulýðs- og íþróttastarfs við skólastarfið, með aðstoð Valdimars Gunnarssonar, æskulýðsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. Mæting var frábær, um 30 manns, og tókst fyrirlesturinn með ágætum. Menn telja þessa hugmyndafræði henta vel í Dalabyggð og vilja að stefnt verði að því að byrja með einn dag í viku strax næsta haust, þar sem heimakstri skólabíla verði seinkað og boðið upp á íþróttir og tómstundir án endurgjalds, þannig að öll börn eigi jafna möguleika á þátttöku, óháð efnahag eða búsetu. Ef vel gengur væri hægt að auka starfsemina að ári. Sveitarstjóri Dalabyggðar stakk upp á því að hefja undirbúningsvinnu strax. Benti hann á að undirbúnings- nefnd staðardagskrár 21 ynni að æskulýðsmálum og gæti tekið verk- efnið fyrir og voru ráðstefnugestir almennt sammála því. Þess ber að geta að allflestir sveitar- stjórnarmenn Dalabyggðar voru á ráðstefnunni og reikna verður með því að þetta verkefni verði á dagskrá næsta sveitarstjórnarfundar. UDN vill þakka öllum þeim sem komu að ráðstefnunni með einum eða öðrum hætti. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.