Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 37
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI 88. ársþing UMSS: Sigurjón Þórðarson einróma kjörinn formaður UMSS 88. ársþing UMSS var haldið á Sauðár- króki föstudaginn 29. febrúar síðastlið- inn. Þingið var f)ölmennt og gekk vel fyrir sig í alla staði. Hringur Hreinsson, stjórnarmaður UMFÍ, flutti ávarp ásamt öðrum gestum. Guðmundur Þór Guð- mundsson lét af störfum sem formaður og voru honum þökkuð góð störf ásamt öðrum stjórnarmönnum sem gengu úr stjórn. Sigurjón Þórðarson var einróma kjör- inn formaður UMSS. Aðrir í stjórn eru Jakob Frímann Þorsteinsson, Líney Hjálmarsdóttir, Páll Friðriksson og Sig- mundur Jóhannesson. Sigurjón Þórðar- son, nýkjörinn formaður UMSS. Sveinbjörg íþróttamaður Bolungarvíkur Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir var útnefnd íþróttamaður Bolungarvíkur fyrir árið 2007 í hófi í Einarshúsi. Sveinbjörg, sem æfir með íþróttafélaginu ívari, hreppti tvenn verðlaun á sumarleikum Special Olympics sem fóru fram í Shanghai í Kína sl. haust. Sveinbjörg keppti í boccia með stórgóðum árangri. Fyrst keppti hún í einstaklingskeppni þar sem hún varð í 3. sæti og þá keppti hún í tví- menningi (tveir í liði) og þar varð hún ásamt meðspilara sínum í 5. sæti. Að lokum keppti hún í liðakeppni og þar hlaut Sveinbjörg gullpening ásamt liðs- félögum sínum. Sveinbjörg stundar nám á afreksbraut Menntaskólans á ísafirði en er búsett í Bolungarvík. Hún hefur iðkað boccia í yfir áratug. Fjórir voru tilnefndir í ár auk Svein- bjargar. Voru það Bragi Björgmunds- son, Hestamannafélaginu Gný, Gunnar Már Elíasson, knattspyrnudeild UMFB, og Rögnvaldur Magnússon, Golfklúbbi Bolungarvíkur. Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mos- fellsbæjar árið 2007 fór fram í Hlégarði sunnudaginn 20. janúar. Fyrir valinu urðu þau Nína Björk Geirsdóttir, golf- íþróttakona úr Golfklúbbnum Kili, og Halldór Guðjónsson, hestaíþróttamaður úr Hestamannafélaginu Herði. Nína sýndi frábæran árangur á sl. ári og varð meðal annars Islandsmeistari kvenna í golfi ásamt því að verða íslands- meistari í sveitakeppni með Golfldúbbn- um Kili. Einnig var Nína kosin kvenkylf- ingur ársins af Golfsambandi Islands. Halldór sýndi góðan árangur í sinni grein og varð meðal annars íslands- meistari í 250 m skeiði á Islandsmótinu á Dalvík. Einnig fékk Halldór efstu reið- kennaraverðlaun á reiðkennarabraut við Háskólann á Hólum. Fjórir fulltrúar voru í kjöri til íþróttakonu Mosfellsbæjar og sex fulltrúar í kjöri til íþróttamanns Mosfellsbæjar, í báðum tilvikum frá þremur félögum. Heiðursgestur samkomunnar í Hlé- garði var Helga Guðjónsdóttir, nýr for- maður Ungmennafélags Islands. Ásamt því að heiðra íþróttamann og -konu Mosfellsbæjar voru veitar viðurkenn- ingar fyrir íslandsmeistara-, bikar- meistara- og landsmótsmeistaratitla. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir þátttöku í æfingum eða keppni með lands- liði og fyrir efnilegasta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein. Rakel Dögg handboltakona skaraði fram úr í Garðabæ Rakel Dögg Bragadóttir, handknattleiks- kona, var kosin íþróttamaður Garðabæjar 2007 við hátíðlega athöfn í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar. Rakel Dögg 21 árs gömul og varð Islands- og deildarmeistari með meist- araflokki Stjörnunnar vorið 2007. Rakel Dögg var valin handboltakona ársins 2007 af HSl. Hún hefur frá unga aldri spilað handbolta með Stjörnunni og hef- ur auk þess þjálfað yngri flokka félags- ins árum saman með góðum árangri. I umsögn íþrótta- og tómstundaráðs segir: „Rakel Dögg er ein besta hand- boltakona á landinu, hún er fyrirliði og lykilmanneskja í landsliðinu og hjá sínu félagsliði. Rakel Dögg átti stóran þátt í því að kvennalandsliðið náði þeim áfanga að fara í umspil til að spila á stór- móti, þ.e. Evrópumóti kvenna, á árinu 2007. Rakel Dögg er reglusöm og mjög góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn." Um 300 íþróttamenn og fjölskyldur þeirra voru við athöfnina þar sem veitt- ar voru um 250 viður- kenningar til íþrótta- manna á öllum aldri fyrir glæsileg afrek á síðasta ári. Einnig voru veitt fern verðlaun fyrir almenningsíþróttir. Stefán Skaftason og Katla Ólafsdótt- ir voru verðlaunahafar í röðum eldri borgara og þau Guðrún Mikaelsdóttir og Sigurkarl Stefánsson voru verðlauna- hafar í röðum almenningsíþróttadeildar Stjörnunnar. Fyrir framlag til æskulýðsstarfa voru verðlaunuð þau Sigrún Dan Róberts- dóttir fyrir störf fyrir fimleikadeild Stjörnunnar, Áslaug Ólafsdóttir fyrir framlag sitt til söngmála í Garðabæ og Hörður Már Harðarson fyrir framlag sitt til Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Sérstök heiðursverðlaun fékk Sveinn Áki Lúðvíksson fýrir framlag sitt til íþrótta fatlaðra. UMSE endurnýjar styrktarsamning við Bústólpa Nýlega var undirritaður samningur milli UMSE og Bústólpa ehf. Þar kemur fram að á árunum 2008, 2009 og 2010 verður Bústólpi aðalstyrktar- aðili UMSE. Bústólpi hefur verið aðalstyrktaraðili UMSE síðustu 6 ár. Bústólpi framleiðir fóður fýrir naut- gripi, sauðfé, svín, hross og varp-, og alifugla. Auk þess hefur fyrirtækið á boð- stólum úrvai af sáð- vöru og áburði í litl- um sem stórum pakkningum á hag- stæðu verði. Bústólpi selur einnig fóður- síló og aðrar vörur tengdar fóðrun og jarðrækt og er umboðsaðili Áburðarverksmiðjunnar á Norðausturlandi. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.