Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 21
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI
lOOárasagaHSKrituð
í tilefni af því að HSK fagnar 100 ára
afmæli árið 2010 ákvað stjórn HSK að
láta rita sögu héraðssambandsins. Tillaga
þess efnis var samþykkt á héraðsþingi
sem haldið var á Selfossi 26. febrúar
2005 og hljóðar hún svo: „83. héraðsþing
Héraðssambandsins Skarphéðins, haldið
á Selfossi 26. febrúar 2005,felur stjórn
HSK að setja ígang söguritun HSK í
tilefni af 100 ára afmœli héraðs-
sambandsins 2010. “
Stjórnin ákvað í fyrra að semja við Jón
M. ívarsson, sagnfræðing, um að rita sögu
héraðssambandsins. Jón hefur nýlokið
við ritun sögu UMFÍ sem nefnist Vor-
menn Islands. Bókin er yfir 700 blað-
síður, skemmtilega skrifuð og ríkulega
myndskreytt.
í ritnefnd HSK sitja Bolli Gunnars-
son, Engilbert Olgeirsson, Gísli Páll
Pálsson, Hafsteinn Þorvaldsson og
Jóhannes Sigmundsson. Einnig mun
sögu- og minjanefnd HSK koma að
undirbúningi og aðstoða við ritun jón M. (varsson, sagnfræðingur, og Gísli Páll Pálsson, for-
sögunnar. maður HSK, við undirritun samnings um ritun sögu HSK.
Uppbygging skilar sér í bættum árangri
Þrjú ungmenni í frjálsiþróttadeildum
Sindra og Mána eru komin í svokall-
aðan úrvalshóp ungmenna hjá Frjáls-
íþróttasambandi íslands (FRÍ). Þetta
eru Jón Snorri Þorsteinsson, Fannar
Blær Austar Egilsson og Sveinbjörg
Zophoníasdóttir.
Viðmið inn í úrvalshópinn eru sett
af íþrótta- og afreksnefnd FRI (IÞA).
Fríða Rún Þórðardóttir, unglinga-
landsliðsþjálfari, stýrir þessum hópi.
Hún kom til Hafnar og hélt fyrirlestra
fyrir foreldra og nemendur í grunn-
skólanum fyrir skömmu en hún er
næringarfræðingur að mennt. Fríða
Rún situr einnig í ÍÞA en nefndin
ákvarðar m.a. hverjir fara í landsliðs-
ferðir á vegum FRÍ, hvort heldur er í
fullorðins- eða unglingakeppnir.
Úrvalshópur ungmenna miðast
við aldurinn 15-22 ára og í hann
veljast ungmenni sem hafa ná vissum
viðmiðum sem ÍÞA hefur sett. Þessi
viðmið má finna á heimasíðu FRÍ
undir www.fri.is/lágmörk. I hópnum
eru nú yfir 100 ungmenni í öllum
greinum frjálsra íþrótta, alls staðar að
af landinu. Stefnt er að því setja upp
æfingabúðir fyrir úrvalshópinn tvisv-
ar til þrisvar sinnum á ári og er leitast
við að halda þessar æfingabúðir víðs
vegar um landið, þó oftast á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Annar hópur, svokallaður afreks-
hópur, er einnig starfræktur á vegum
FRl. Um þann hóp gilda mun strang-
ari viðmið sem einnig eru sett af iÞA.
I hópnum eru nú um 27 ungmenni á
aldrinum 15-22 ára. Flestir í afreks-
hópnum eru í landsliðum þeim sem
FRÍ sendir í hinar ýmsu landsliðs-
keppnir.
HSVtókí
notkun nýja
heimasíðu
Héraðssamband Vestfirðinga, HSV,
tók nýlega í notkun nýja heimasíðu.
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV,
segir að hér sé stigið stórt skref í að
bæta miðlun upplýsinga um starf-
semi sambandsins til aðildarfélag-
anna. Þá segir hann að markmiðið
með heimasíðunni sé einnig að auka
aðgengi fyrir iðkendur og almenn-
ing í Isafjarðarbæ að upplýsingum
um sambandið og aðildarfélög þess.
Á forsíðunni er að finna tengingar
yfir á öll aðildarfélög og á næstu
misserum munu allmörg aðildar-
félaganna taka upp sama heimasíðu-
kerfl og þessi síða er gerð eftir sem
mun gera yfirbragðið einfaldara og
auðveldara aðgöngu. Sameiginlegt
heimasíðukerfi gerir öllum aðildar-
félögum kleift að koma sér upp vand-
aðri heimasíðu með lágmarkstil-
kostnaði og var það markmið stjórn-
ar HSV að gera félögunum kleift að
bæta eigin upplýsingagjöf til iðkenda,
aðstandenda og almennra félaga.
„Það er mikilvœgt fyrir okkur öll,
bœði forsvarsmenn aðildarfélaga,
iðkendur og aðstandendur, að allir
standi saman um að nýta sér mögu-
leikana sem þetta tœkifœrir okkur
og miðla markvisst upplýsingum um
starfsemi félaganna. Þannig bcetum
við þjónustuna sem við veitum og
náum betri árangri í að byggja upp
betri einstaklinga og betra samfélag,
en það er hið endanlega markmið,"
sagði Jón Páll að lokum.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 21