Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 31
semi þess svo umfangsmikil að það skortir aðstöðu sem við vorum vongóð- ir um að fá eftir samning sem gerður var í fyrra. í dag eru menn hjá borginni eitthvað tvístígandi en við vonum að unnið verði skynsamlega í þeim málum,“ sagði Ragnar Þórir. Hann sagði ennfremur að félagið ætl- aði að setja sér markmið sem stefna markvisst að því að draga úr tóbaks- og áfengisneyslu unglinga og bjóða upp á íþrótta- og félagsstarf sem eykur þátt- töku þeirra og þá alveg sérstaklega á unglingsárunum. „Þetta er þáttur í stefnu okkar og ein af frumforsendunum fyrir honum er að hafa aðstöðuna til að taka á móti þessum krökkum. Annar stór partur í þessu öllu saman er að hafa ráð á góðu starfsfólki sem laðar til sín krakkana. Við i Fjölni sjáum ekki annað en bjarta tíma í starf- seminni. Næstu tuttugu ár færa okkur vonandi enn framar í því að sinna okkar félagslega hlutverki og ekki síður í að ná titlum í hús til að vekja enn frekar áhuga krakkanna," sagði Ragnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis. Helga Margrét bætti metið í fimmtarþraut í fjórum flokkum Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, bætti íslandsmet Kristínar Birnu Ólafsdóttur, ÍR, í fimmtarþraut kvenna um 175 stig á Meistaramótinu í sjöþraut helgina 16.-17. febrúar sl. Árangur Helgu í þrautinni var jafn og góður og bætti hún m.a. sinn besta árangur í hástökki, stökk 1,67 metra. Helga byrjaði á að hlaupa 60 m grindahlaup á 8,90 sek., stökk 1,67 m í hástökki, varpaði kúlunni 13,24 m, stökk 5,54 m í langstökki og hljóp að lokum 800 m á 2:20,67 mín. Helga fékk samtals 4.018 stig, en gamla metið var 3.843 stig, sett í San Diego 23. febrúar 2006. Er þetta frábær árangur hjá Helgu Margréti sem verður 17 ára á þessu ári. Þessi árangur er því met í íjórum aldursflokkum, 17-18 ára, 19-20 ára, 21-22 ára og í kvennaflokki. í öðru sæti varð Jóhanna Ingadóttir, ÍR, með 2.884 stig, en hún keppti ekki í loka- greininni í fimmtarþrautinni, 800 m hlaupi. I þriðja sæti varð svo Helga Þráinsdóttir, ÍR, með 2.413 stig. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, varð íslandsmeistari í sjöþraut karla, hlaut samtals 5.129 stig og var hann 166 stigum frá unglingameti sínu í sjö- þraut frá sl. ári en það er 5.295 stig. 1 öðru sæti varð Ólafur Guðmundsson, HSÞ, með 4.792 stig og Börkur Smári Kristinsson, ÍR, varð í þriðja sæti með 4.291 stig. Gísli Brynjarsson, Breiðabliki, varð íslandsmeistari í sjöþraut sveina með 4.175 stig, Jón Kristófer Sturluson, Breiðabliki, varð í öðru sæti með 3.926 stig og Ari Jóhann Júlíusson, UFA, þriðji með 3.883 stig. islandsmeistari í fimmtarþraut meyja varð Guðrún María Péturs- dóttir, Breiðabliki, hlaut samtals 3.191 stig, María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni, varð í öðru sæti með 3.091 stig og Linda Björk Valbjörnsdóttir, UMSS, varð í þriðja sæti með 3.067 stig. Helga Margrét setti met í fjórum aldurs- flokkum, 17-18 ára, 19-20 ára, 21-22 ára og í kvennaflokki. Nemendur úr Háteigsskóla fræddust um hreyfinguna Töluvert er um það að ýmsir hópar líti inn í þjónustumiðstöð UMFÍ að Lauga- vegi 170-172 og kynni sér starfsemi hreyfingarinnar. Þemadagar stóðu yfir í Háteigsskóla í febrúar og óskuðu nok- krir nemendur eftir því að fá að fræðast um UMFÍ. Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi, tók vel á móti nemendunum og fræddi þau um hreyfinguna sem í dag telur yfir 80 þúsund meðlimi. Á myndinni hér til hliðar eru Snorri Arnórsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Ragnar Leví Guðmundarson sem létu vel af heimsókninni til UMFÍ. Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags íslands: Akureyri Kjamafæði hf, Fjölnisgötu 1 b Raftákn ehf, Glerárgötu 34 Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97 SJBald ehf, Grýtubakka 1 Skóhúsið - Bónusskór, Brekkugötu 1a Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu Trétak ehf, Klettaborg 13 Grenivík Stuðlaberg útgerð ehf, Ægissíðu 11 Dalvík Sportferðir ehf, Ytri-Vík Tréverkehf, Dalvík, Grundargötu 8-10 Ólafsfjörður Ámi Helgason ehf, Hlíðarvegi 54 Sparisjóður Ólafsfjarðar, Aðalgötu 14 Hrísey Eyjabúðin, Norðurvegi 9 Húsavík Alli og Helga ehf, Baughóli 56 Bílaþjónustan ehf, Garðarsbraut 52 Hóll ehf, Höfða 11 Húsavíkurbær, Ketilsbraut 9 Jarðverk ehf, Birkimel Prentstofan Örk ehf, Garðarsbraut 56 Laugar Framhaldsskólinn á Laugum, Laugum Reykjadal Litlulaugaskóli, Laugum Norðurpóll ehf, Laugabrekku Reykjadal Mývatn Skútustaðahreppur, Hlíðavegi 6 Vogar, ferðaþjónusta, Vogum Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs ehf, Bakkagötu 6 Þórshöfn Geirehf, Sunnuvegi 3 Svalbarðshreppur, Ytra-Álandi Bakkafjörður Skeggjastaðakirkja Vopnafjörður Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Vopnafjarðarskóli, Lónabraut 12 Egilsstaðir Birta ehf gleraugnav. Úr og Skart, Lagarási 8 Egilsstaðakirkja, Laugavöllum 19 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1 Hraðbúð ESSÖ www.khb.is, Kaupvangi 6 Hússtjórnarskólinn Hallormsstað Sentrum ehf, Kaupvangi 3a Verkfræðistofa Austurlands ehf, Kaupvangi 5 Þ.S. Verktakar ehf, Miðási 8-10 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Reyðarfjörður Umbi-austmann ehf, Eyrarstígur 1 Eskifjörður Eskja hf, Strandgötu 39 Neskaupstaður Haki ehf, Þiljuvöllum 10 Rafgeisli Tómas R. Zoéga ehf, Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf, útgerð, Hafnarbraut 6 Höfn í Hornafirði Bókhaldsstofan ehf, Krosseyjarvegi 17 Kaffi Hornið ehf, Hafnarbraut 42 Þrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.