Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 25
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Dagný Linda íþróttamaður Akureyrar Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdótt- ir var kjörin íþróttamaður Akureyrar, annað árið í röð. 1 öðru sæti var Davíð Búi Halldórsson, blakmaður úr KA og í þriðja sæti var Audrey Freyja Clark úr Skautafélagi Akureyrar. Dagný Linda hefur verið fremsta skíða- kona Islendinga undanfarin ár. Stærsta verkefni hennar á árinu 2007 var heims- meistaramótið í Áre í Svíþjóð þar sem hún stóð sig með miklum ágæturn í harðri keppni. Dagný Linda varð tvisvar í hópi 20 bestu á Evrópubikarsmótaröð- inni og tók alls þátt í 18 heimsbikarsmót- um á árinu. Hún náði frábærum árangri á sænska meistaramótinu þar sem hún varð í þriðja sæti í bruni og fimmta sæti í tvíkeppni. Þá varð hún þrefaldur íslands- meistari. Davíð Búi hefur um árabil verið einn albesti leikmaður KA í blaki. Síðastliðið ár var þó óvenju glæsilegt hjá honum og er það samdóma álit flestra að hann hafi verið besti leikmaður íslandsmótsins 2006-2007. Listskautaíþróttin er ung á Akureyri. Þegar Audrey Freyja Clarke hóf ferilinn á útisvelli árið 1997 voru 6 iðkendur en eru nú yfir 130 og það er ekki síst fyrir góða fyrirmynd hennar sem iðkanda, keppanda og þjálfara. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á undanförnum árum og síðastliðið vor var hún valin í fyrsta landslið Islands í þessari íþrótt. Þá var skrifað undir styrktarsamninga við Sklðafélag Akureyrar og Ungmenna- félag Akureyrar vegna þeirra Stefáns Jóns Sigurgeirssonar og Bjartmars Örnu- sonar. Samningarnir eru til eins árs og fela í sér mánaðarlegar greiðslur að upp- hæð kr. 25.000. Sólveig íþrótta- maður ísafjarðar Fríða Rún og Viktor íþróttafólk Kópavogs Gönguskíðakonan Sólveig Guðmunda Guðmundsdóttir var kjörin íþróttamað- ur Isafjarðarbæjar árið 2007. Sólveig hef- ur æft skíðagöngu hjá Skíðafélagi Isfirð- inga í átta ár. Hún er ein efnilegasta skíðagöngukona landsins og er í unglinga- landsliðshópi Islands í skíðagöngu. Sólveig náði frábærum árangri á árinu 2007, hún landaði sex íslandsmeistara- titlum og er auk þess tvöfaldur bikar- meistari. Viktor Kristmannsson, fimleikamaður úr Gerplu, og Fríða Rún Einarsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2007 á íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Salnum í Kópavogi. Viktor varð sexfaldur íslandsmeistari í áhaldaleikfimi, auk þess að verða bik- armeistari með félagi sínu. Fríða Rún Einarsdóttir sigraði í öllum greinum á Norðurlandamóti unglinga, sem fram fór í Dan- mörku á liðnu ári, auk þess að verða Norður- landameistari í liða- keppni. Jafnframt sigr- aði Fríða Rún í fjölþraut á Smáþjóðaleikunum, komst í fjölþrautarúrslit á Ólympíuleik- um æskunnar og náði góðum árangri á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi þar sem hún varð í 90. sæti. Vinnum saman 1907 - 2007 landgræðsla i 100 ár Græðum ísland Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.