Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 27
~ g'í, f | -| | j ? —f f i \ - á i, i m ffc Ai Sveinn Elías bætti 36 ára met í 400 metra hlaupi Sveinn Elías Elíasson setti (slandsmet í 400 m hlaupi innanhúss. Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni helgina 9.-10. janúar sl. Hápunktur móts- ins var 400 metra hlaup karla en þar bætti Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, 36 ára gamalt Islandsmet Bjarna Stefánssonar, KR, í 400 m hlaupi. Sveinn sigraði á 48,33 sek. Met Bjarna var 48,5 sek., sett í Gautaborg árið 1972. Bjarni átti einnig skráð met með rafmagnstímatöku frá árinu 1973 í Rotterdam, 48,73 sek. Sveinn bætti sinn besta árangur í 400 m hlaupi innanhúss um 67/100 úr sek. en hann átti best 49,00 sek. Þetta var frábær árangur hjá Sveini sem verður 19 ára gamall á þessu ári. Sveinn Elías sópaði síðan að sér viður- kenningum fyrir árangur ársins 2007 sem Frjálsíþróttasamband Islands veitti. Sveinn Elías hlaut viðurkenningar fyrir: „Óvæntasta árangur ársins" - en það var fyrir sigur hans í 400 m grindahlaupi á Smáþjóðaleikunum í Mónakó sl. sumar. Einnig hlaut hann viðurkenningu fyrir besta árangur 20 ára og yngri á árinu 2007 og loks hlaut hann Jónsbikarinn fyrir besta árangur í spretthlaupum á árinu 2007. Helga Margrét með fjögur íslandsmet á MÍ 15-22 áxa Keppni á Meistaramóti Islands 15-22 ára fór fram í Laugardalshöllinni hel- gina 23.-24. febrúar sl. Lið ÍR sigraði í heildarstigakeppni mótsins og er íslandsmeistarar félagsliða 15-22 ára innanhúss 2008. ÍR hlaut samtals 315,5 stig, lið Breiðabliks varð í öðru sæti með 178 stig og lið FH varð í þriðja sæti með 144 stig, lið Fjölnis varð í fjórða sæti með 109 stig og lið HSÞ varð í fimmta sæti með 108,5 stig. ÍR-ingar sigruðu stigakeppnina í íjór- um aldursflokkum, í flokkum meyja, stúlkna, ungkvenna og drengja og lið Breiðabliks sigraði í aldurflokkum sveina og ungkarla. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, bætti metin í stúlkna- (17-18 ára) og unglingaflokki (19-20 ára) í kúluvarpi og 200 m, en hún varpaði kúlunni 13,45 m og bætti eigið met sem hún setti á Stórmóti IR hálfum mánuði áður um 38 cm en það var 13,07 m. Þá bætti hún eigið stúlknamet í 200 m hlaupi (24.95 sek.) og met Sunnu Gestsdóttur í unglingaflokki (24.92 sek.) þegar hún hljóp á 24.78 sek. Helga Margrét sigraði í öllum sex greinum sem hún tók þátt í á mótinu, 60 m hlaupi, 200 m hlaupi, 60 m grinda- hlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi. Einar Daði Lárusson, IR, sigraði í fjórum greinum í drengjaflokki, 60 m hlaupi, 200 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og langstökki. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, sigraði einnig í fjórum greinum í ungkarlaflokki, langstökki, hástökki, stangarstökki og kúluvarpi. Jón Kristófer Sturluson, Breiðabliki, sigraði í þremur greinum í sveinaflokki, lang- stökki, hástökki og 200 m hlaupi. Linda Björk Valbjörnsdóttir, UMSS, sigraði í þremur greinum í meyjaflokki, 60 m hlaupi, 200 m hlaupi og 60 m grindahlaupi. Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ, sigraði í þremur greinum í ung- kvennaflokki, langstökki, þrístökki og 200 m hlaupi. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.