Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 8
Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu: ÁVALLT UNNIÐ Á JÁKVÆÐUM NÓTUM PRÓFÍLLINN Nafn: Anna Margrét Tómasdóttir. Aldur: 36 ára. Starf: Forstöðumaður Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum. Menntun: Pædagog heitir það á dönsku, eða uppeldis- og tómstundafræðingur. Maki: Jorgen Nielsen. Börn: 3 börn. Bifreið: Nissan Terrano. Uppáhaldsmatur: Grænmetisréttir. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og appelsínu- djús. Uppáhaldsbíómyndin: Allar danskar bíómyndir, engin meira í uppáhaldi en önnur. Best í heimi: Að öllum líði vel, að allir fái jöfn tækifæri í lífinu og svo að sjálf- sögðu fjölskyldan. Verst í heimi: Misrétti á milli heimsálf- anna. Nafn: Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Aldur: 23 ára. Starf: Leiðbeinandi við Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum. Menntun: Grunnskólapróf og langt komin með stúdentspróf ásamt því að vera búin að fara í húsmæðraskóla og lýðháskóla í Danmörku. Maki: Jább. Börn: Nei. Bifreið: Nissan Terrano. Uppáhaldsmatur: Kjötbollur. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi. Uppáhaldsbíómynd: Stella í orlofi. Best í heimi: UMFÍ og íslenskt veðurfar. Verst í heimi: Frekja og leti. UNGMENNA- OG TÓMSTUNDABÚÐIR AÐLAUGUM Um jólin árið 2005 hófst starfsemi Ung- menna- og tómstundabúðanna að Laug- um í Dalasýslu. Starfsemin er nú á sjö- undu önn og allt hefur gengið að óskum. Starfsmenn búðanna eru 8 talsins, 3 leið- beinendur, forstöðumaður og aðstoðar- fólk. Ungmennabúðirnar geta tekið á móti allt að 90 unglingum í einu og boðið er upp á þriggja manna herbergi að mestu en þó eru nokkur 8 manna og 6 manna herbergi. Markmiðið með Ungmenna- og tóm- stundabúðunum er að kynna unglingun- um heimavistarlífið eins og það var hér- , . ,,, tt 1- t unqmenna- oq tómstundabúöír na a arum aður. Unghngarmr iæra að vinna saman en ekki hver á móti öðrum og að finna það jákvæða í fari annarra. Unnið er eftir helstu markmiðum Ungmennafélags íslands, að velja rétta lífsstílinn og njóta samverunnar. Ávallt er unnið á jákvæðu nótunum, leikir, glens og gaman eru orðin sem lýsa þess- um búðum best. Ekki er farsímasam- band, sjónvarp né internettenging svo að unglingarnir verða að finna sér eitt- hvað annað að gera en þeir eru kannski vanir í daglegu lífi. Ekki er lagt neitt sér- staklega upp úr hefðbundum íþróttum heldur er reynt að fara óhefðbundnar leiðir. Gögl var tekið inn nýtt í haust en það er sirkusfimi. Krakkarnir gera þá ýmsar kúnstir með áhöldum sem tekst misjafnlega vel því að mikill vandi og kúnst er að læra þessa tækni. Að hjóla á hjóli sem hefur aðeins eitt hjól er heldur ekki svo auðvelt. Eins hafa gönguferðir, Kjarkur og Þor, leikir og sprell, skyndi- hjálp, að vera í félagi, byggðasafn, galdr- ar, lífsstíll og landnámsleikar verið á stundaskránni. Eftir vikuna gefa krakk- arnir búðunum einkunn á ákveðnu matsblaði og undantekningarlaust er það jákvætt sem kemur út úr þeirn matsblöðum. Á því er hægt að sjá að krakkarnir eru tvímælalaust mjög ánægðir með dvölina á Laugum. Tekið er á móti öllum nemendum, unglingar með sérþarfir eru einnig vel- komnir. Þó er ekki hjólastólaaðgengi og mikið um tröppur. Einstaklingar í hjólastól hafa þó komið í búðirnar en þá hefur bara þurft að bera þá upp og niður tröppurnar svo að það hefur ekki verið nein fyrirstaða. Byggingarnar, sem eru að Laugum, eru þessar týpísku heimarvistarbygg- ingar. Innangengt er í öll hús, íþrótta- hús, matsal, heimavist og sundlaugina. Húsakostur er stór og mikill og býður upp á marga möguleika. Umhverfið í kringum skólann er svo sannkölluð náttúruparadís, að sögn Önnu Margrétar Tómasdóttur, forstöðumanns Ungmenna- og tómstundabúðanna. Eftirspurnin hefur verið mikil og eins og áður kom fram eru krakkarnir mjög ánægðir í vikulok. 8 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.