Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 20
Sveitarfélagið Hornafjöröur gerir nýjan styrktarsamning við Umf. Sindra Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gert nýjan þriggja ára styrktarsamning við Ungmennafélagið Sindra og voru samn- ingar þar að lútandi undirritaðir í janúar sl. Með því eykur sveitarfélagið umtals- vert við stuðning sinn við félagið. Mark- miðið er að fylgja sem best eftir mikilli uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu. Samningurinn byggir á fyrri samningum sem þessir aðilar hafa gert sín á milli en hinn nýi leggur áherslu á að Sindri geti eflt enn frekar æskulýðs- starf á sínum vegum, þróað íþróttavið- burði, eflt jaðaríþróttir, tekið upp mark- visst samstarf við önnur félög á svæðinu og að Sindri móti sér forvarna- og lýð- heilsustefhu og verði leiðandi í þeim mála- flokki í sveitarfélaginu. Fjögur erindi voru flutt af þessu tilefni. Matthildur Ásmundardóttir, formaður æskulýðs- og tómstundaráðs, sagði frá hlutverki og starfi ráðsins á yfirstand- andi kjörtímabili. Hún lagði áherslu á að markmiðið væri að tryggja sem mesta ijöl- breytni í íþrótta- og tómstundastarfi. Þá íjallaði hún um mikilvægi hreyfingar fyrir alla aldurshópa. I því sambandi ræddi hún um brýna þörf á að fólk á miðjum aldri, þó sérstaklega karlmenn, hreyfðu sig meira. Hún sagði að nýr frjálsíþrótta- völlur hefði sannað gildi sitt í því að margir íbúar noti hann til hreyfingar. I kjölfarið ræddi Ásgrímur Ingólfsson, formaður Sindra, um hlutverk Sindra í samfélaginu. Hann hóf mál sitt á að ræða um rekstur og starfsemi Sindra sem að nær öllu leyti er byggð á sjálfboðavinnu og að félagið geti aldrei orðið stærra en fólkið vill hverju sinni. Árangurinn byggist á þátttöku foreldra og annarra sem áhuga hafa á að efla líkamlegan og andlegan þroska barna og fullorðinna. Ásgrímur sagði jafnframt að eitt mikil- vægasta hlutverk ungmennafélaga væri að efla samkennd og vináttu meðal okk- ar allra og nefndi framkvæmd unglinga- landsmótanna sem gott dæmi. Arna Ósk Harðardóttir fjallaði um þátttöku fjölskyldunnar í íþróttastarfi og lagði áherslu á mikilvægi þess að for- eldrar styddu börnin sín alla leið. Mikil- vægt væri að hlúa jafn vel að unglingum og börnum. Stuðningur foreldra væri off mestur framan af, þegar krakkarnir væru að hefja þátttöku sína í skipulögðu íþróttastarfi, en dvínaði mikið þegar þau yxu úr grasi. Hún taldi að unglingarnir vildu gjarnan að foreldrarnir fylgdust með þeim í keppni og æfingum - þrátt fyrir að þau segðu oft annað. Þá væri að minnsta kosti hægt að ræða um frammistöðuna þegar heim væri komið. Að endingu flutti Jóhann Bergur Kiesel málin út frá sjónarhorni ung- Matthildur Ásmundardóttir, formaður æsku- lýðs- og tóm- stundaráðs, og Ásgrímur Ingólfs- son, formaður Sindra, undir- rita samninginn. (Mynd: HÞV) menna. Sagðist hann hafa rætt við all- marga félaga sína undanfarna daga sem öll lykju upp einu máli um að mikið væri að gerast á sviði íþrótta, bæði hvað varðaði sköpun aðstöðu og starfsemi. Hins vegar sagðist hann hafa áhyggjur af félagslífi ungmenna á staðnum sem ráða þyrfti bót á. Ræddi hann einnig um Þrykkjuna og að meta þyrfti hvort breytinga væri þörf, til að auka aðdrátt- arafl hennar. Hann greindi frá starfi Nemendafélags FAS sent væri með líf- legra móti þetta árið. ÖSSUR 20 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags [slands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.