Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 10
HJÖRTUR ÞÓRARINSSON, VARAFORMAÐUR FAÍA: VAKNING MEÐAL ELDRA FÓLKS Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, hefur í haust og vetur farið víða um landið og kynnt starfsemi sína. Að sögn Hjartar Þórarinssonar, varaformanns FÁÍA, hefur stjórn félagsins heimsótt yfir 40 staði á landinu síðan árið 1999. „Starfsemin gengur mjög vel og er unn- ið eftir óskum þeim sem berastfrá hverj- um stað. Vakning er meðal eldrafólks um mikilvœgi þess að hreyfa sig og ég séfram á blómlega starfsemi á þessu ári, “ sagði Hjörtur. Hjörtur hefur tekið saman ferðirnar í vetur og hér má sjá hvernig þær hafa gengið til. Föstudaginn 21. september var farið til Blönduóss. Þátttakendur voru Guðrún Nielsen, formaður FÁÍA, og stjórnarmennirnir Soffía Stefáns- dóttir, Ernst Backman og Hjörtur Þórar- insson sem annaðist akstur. Brottför var frá Reykjavík kl. 11.30. Hádegishressing var í Borgarnesi og kom- ið á Blönduós kl. 15.00 og sest að veiting- um á heimili Sigursteins Guðmundsson- ar. Ingunn María Björnsdóttir, Hanna Kristín Jörgensen og Sigursteinn höfðu undirbúið komu okkar. Æfingar stóðu yfir frá kl. 16.00 til kl. 18.15. Síðan var ekið til Reykjavíkur með viðkomu í Staðarskála þar sem var snæddur kvöld- verður. Komið var til Reykjavíkur kl. 22.15. Heildarakstur var 510 km. Á æfingu mættu 14 manns frá Blöndu- ósi og var jafnt af hvoru kyni. Æfðir voru þrír hópdansar, m.a. Litla flugan. Því næst var farið í spilaleik sem er boð- ganga í fjórum liðum, hjarta, spaði, tígull var í Grundarfjörð Id. 9.40. Æfingar stóðu yfir frá kl. 10.30 til kl 12.30. Tekin var góð hádegishressing. Siðan var ekið til Ólafsvíkur. Þar fóru fram æfingar frá kl. 14.00 til kl. 16.30. Þar var einnig tekin góð miðdegishressing. Komið var til Reykjavíkur kl 20.15. Heildarakstur var 425 km. Á æfingar mættu 18 manns í Grundar- firði en 20 í Ólafsvík. Tengiliðir voru Elísabet Árnadóttir í Grundarfirði og Guðrún Tryggvadóttir og Júlíana Magnúsdóttir í Ólafsvík. Æfðir voru 5 hópdansar, þriggja manna mars, Litla flugan, hægri og vinstri hönd, Den lystige kreds og Djakokola. Þvi næst var farið í spilaleik, sem er boðganga í fjórum liðum, hjarta, spaði, tígull og Iauf. Þá var boltakast með handklæðum milli tveggja keppenda og síðan milli fjögurra keppenda. Því næst voru léttar æfingar með teygjum og teningakast. Útbýtt var leiðbeiningum um þá leiki sem voru á dagskrá ásamt dansmúsík og lýsingum á dönsunum. Verkefnum með léttum æfingum í sundi var einnig útbýtt. Heimamenn þökkuðu okkur vel fyrir komuna og væntu þess að við kæmum sem fyrst aftur. og lauf. Þá var boltakast með handklæð- um milli tveggja og síðan milli fjögurra. Því næst voru léttar æfingar, sitjandi á stólum með píanóundirleik: Vertu glaður..., Lóan er komin..., Út um mela og móa... o.fl. Síðan var baunapokakast í þrjá merkta hringi á gólfi og teninga- kast. Að lokum var farið í tvo dansa og sunginn kveðjusöngur. Útbýtt var leiðbeiningum um Ieikina sem voru á dagskrá ásamt dansmúsík og lýsingum á dönsunum. Leiðbeiningar um léttar æfíngar í sundi voru einnig látnar í té. Heimamenn þökkuðu okkur vel fyrir komuna og væntu góðs af því sem kynnt var á æfingunni. Laugardaginn 29. september var haldið til Grundarfjarðar og Ólafs- víkur. Þátttakendur voru Guðrún Niel- sen, Ólöf Þórarinsdóttir og Hjörtur Þórarinsson sem annaðist akstur. Brott- för var frá Reykjavík kl. 07.00 og komið Föstudaginn 11. janúar var farin kynnisferð til Egilsstaða. Þátt- takendur voru Guðrún Nielsen, Soffía Stefánsdóttir, og Hjörtur Þórarinsson. Flogið var frá Reykjavík til Egilsstaða. Lagt var af stað ld. 8.00 og lent kl. 9.00. Frá Egilsstöðum fór hópurinn í flug kl. 15.35 og lending var í Reykjavík kl. 16.35. Katrín Gísladóttir annaðist alla mót- töku, auglýsingar og undirbúning ásamt formanni félagsins, Ágústu Ósk Jóns- dóttur. Frá Seyðisfirði komu þrír félagar, þar á meðal formaður félagsins þar, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir. Á æfingu í íþróttahúsinu frá kl. 10.00 til kl. 11.45 komu 26 manns en í Félags- miðstöð eldri borgara að Miðvangi 22 komu yfir 30 manns. Eftirfarandi æftngar voru á dagskrá í íþróttahúsinu: Almennar teygjuæfingar, boltaleikir með bolta á handklæðum, kast úr hringstöðu, blöðrublak, hópdans- ar, Litla flugan, þriggja manna mars o.fl. Að loknum hádegisverði í Félagsmið- stöðinni voru endurteknir dansar og boccialeikurinn kynntur. Að lokum voru skýringar á verkefnum afhentar. Meðal verkefnanna voru dansar, boccia- leikreglur, vatnsleikfími og fleiri leikir. Þá fengu þátttakendur útibocciakúlur og bocciaplatta til eignar. Mikil ánægja var meðal þátttakenda með þessa stuttu heimsókn. 10 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.