Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 6
UMFI stendur fyrir mörgum og spennandi verkefnum Að loknu viðburðaríku afmælis- ári UMFÍ, Landsmóti í Kópa- vogi og Unglingalandsmóti á Hornafirði, blasir við nýtt starfs- ár með nýjum og spennandi verkefnum. Undirbúningur fýrir Unglingalandsmótið í Þorláks- höfn er í fullum gangi en það verður að vanda haldið um komandi verslunarmannahelgi. Þúsundir keppenda og gesta munu streyma þangað og eiga góða stund saman í heilbrigðu umhverfi. Mótið í Þorlákshöfn verður glæsilegt í alla staði enda er metnaður heimamanna mikill og ljóst að umgjörðin öll í kringum mótið verður frábær. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja en þar er undirbúningur hafinn fyrir Landsmótið 2009. Það mót verður merkilegt fyrir marga hluta sakir en þá verður öld liðin frá því að fyrsta lands- mótið var haldið. Önnur verkefni, sem UMFf stendur fýrir, eiga sinn fasta stað og má í því sambandi nefna verkefnin Göngum um ísland og Fjölskyldan á fjallið. Ung- menna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu eru reknar með miklum blóma en um tvö þúsund nemendur munu sækja búðirnar í vetur. Búðun- um vex fiskur um hrygg með hverju árinu og æ fleiri skólar senda nemendur sína þangað til dvalar. Verkefnið Flott án fíknar hefur í vetur verið með spenn- andi viðfangsefni í gangi. Hafa m.a. framhaldsskólanemendur komið að verkefninu og er ætlun- in að svo verði áfram. f rúmt ár hefur UMFf séð um framkvæmd verkefnisins Evrópa unga fólks- ins en það er á ábyrgð mennta- málaráðuneytisins. Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Youth in Action, ungmenna- áætlun Evrópusambandsins, sem tók gildi í byrjun árs 2007. Markmiðið með áætluninni er að styrkja fjölbreytt verkefni fyrir ungt fólk. EUF gefur ungu fólki og samtökum, sem vinna fyrir ungt fólk, möguleika á þátttöku í ýmsum samevrópsk- um verkefnum. Uppsveiflan í frjálsum íþrótt- um hjá ungu fólki hefur vakið mikfa athygli í vetur. Frá ára- mótum hefur hvert mótið rekið annað í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal og hefur árangurinn vakið mikla eftirtekt. Ljóst er að uppbygging íþróttamannvirkja víða um landið er að sanna gildi sitt á áþreifanlegan hátt. Uppbyggingin í tengslum við unglingalandsmótin á þar veru- legan hlut að máli. Fleiri ungl- ingar eru farnir að stunda frjáls- ar íþróttir en áður og með bættri aðstöðu lætur árangur- inn ekki á sér standa. Það er gleðilegt að sjá þetta gerast og ljóst að fjármunum, sem farið hafa í alla uppbyggingu, hefur verið vel varið. Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri. Auglýst er eftir umsóknum úr Umhverfísjóði UMFÍ - Minningarsjóði Pálma Gíslasonar Tilgangur sjóðsins erað styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum. Umsóknum skal skila á þar til gerðum umsóknareyðublöðum til skrifstofu UMFÍ, Laugavegi 170, 7 05 Reykjavík fyrir 15. maí2008. Veittir verða þrírstyrkir: 500.000 kr., 300.000 kr. og 200.000 kr. Fyrsta úthlutun úrsjóðnum fer fram í Fleydal 2.júlí2008, en þann dag hefði Pálmi orðið 70 ára. Skinfaxi 1. tbl. 2008 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjóhsdóttir, formaður UMFf. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Bender, Hafsteinn Óskarsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Björg Jakobsdóttir, formaður, Annar R. Möller og Sigurður Guðmundsson. Skrifstofa UMFf/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFf, Laugavegi 170-172,105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúiog verkefnisstjóri forvarna, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóriSkinfaxa og kynningarfulltrúi, Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Ásdís Helga Bjarnadóttir, varaformaður, Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri, Örn Guðnason, ritari, Hringur Hreinsson, meðstjórnandi, Einar Haraldsson, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, varastjórn, Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn, Jóhann Tryggvason, varastjórn, Einar Jón Geirsson, varastjórn. Forsíðumynd: Ungmennafélagið Fjölnir fagnaði 20 ára afmæli á dögunum. Mikill uppgangur er innan félagsins og félagsmönnum í ýmsum íþróttagreinum fjölgar jafnt og þétt. Fimleikdeildin starfar með miklum blóma og hér sjást ungur og upprennandi stúlkur á æfingu hjá félaginu. 6 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.