Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 9
FLOTTÁN FÍKNAR Fjölbrautaskólanum í Garðabæ veitt viðurkenning Ungmennafélag íslands veitti Bind- indisfélagi Fjölbrautaskólans í Garða- bæ viðurkenningu Flott án fíknar fyrir frumkvæði í forvarnamálum. Það var Guðrún Snorradóttir, verk- efnisstjóri forvarnaverkefnisins Fiott án fíknar, sem veitti viðurkenninguna. Ásamt viðurkenningunni var öllum hópnum boðið í helgarferð að Laugum í Dalasýslu. Nemendur FG eru þeir íyrstu til að stofna bindindisfélag og UMFl hvetur önnur nemendafélög til að feta í fótspor þeirra. Með viðurkenningunni hvetur UMFÍ alla til að virða lög um kaup og notkun á áfengi og tóbaki. UMFÍ hyggst veita fleiri viðurkenn- ingar í framtíðinni til þeirra framhalds- skóla sem eru til fyrirmyndar varðandi samkomur og skemmtanahald þar sem áfengi er sniðgengið með öllu. Jóhanna Margrét Hjartardóttir, verkefnisstjóri Unglingalandsmótsins í Þorlákshöfn: Vel verður staðið að málum og umgjörðin glæsileg Jóhanna Margrét Hjartardóttir hef- ur verið ráðin verkefnisstjóri fyrir komandi 11. Unglingalandsmót Ungmennafélags íslands sem fram fer í Þorlákshöfn um verslunarmanna- helgina. Alls sóttu sex einstaklingar um stöðuna og var íþróttakennar- inn Jóhanna Margrét Hjartardóttir valin úr hópi umsækjenda. Hún er búsett í Þorlákshöfn og hefur starf- að við kennslu við grunnskólann á staðnumfrá 1989. Jóhanna Margrét hefur unnið mikið með börnum og unglingum í tengslum við vinnu sína sem kennari, þjálfari og sem þátttakandi í stjórnunarstarfi íþrótta- deilda. Fiún hefur því mikla reynslu af alls konar stjórnunarstör- fum og þekkir vel til umhverfisins í Þor- lákshöfn og nágrennis. einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Hún var m.a. formaður menningarmálanefndar sveit- arfélagsins á síðasta kjörtímabili. Þess má einnig geta að hún er í stjórnunar- námi við HR í vetur. Jóhanna hóf störf 1. febrúar í hluta- starfi en í sumar mun hún verða í fullu starfi við að undirbúa Unglingalandsmót- ið með unglingalandsmótsnefnd, fram- kvæmdastjóra og heimafólki á sam- bandssvæði HSK. Jóhanna sagði í samtali við Skinfaxa að sér litist mjög vel á starfið sem væri um fram allt mjög spennandi. Hún sagði að þessar vikurnar færi mesti tíminn í skipulagningu, drög að dagskránni og að fá styrktaraðila. „Við getum sagt að við séum á áætlun og kannski gott betur í öllum undirbún- ingifyrir mótið. Við œtlum að vera tíman- lega með alla hluti sem lúta að mótinu. Ég er viss um að það verður vel að þessu móti staðið og umgjörðin glœsileg, “ sagði Jóhanna Margrét. 11.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ Jóhanna hefur SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.