Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 36
70. héraðsþing HSH:
Litlar breytingar á stjórn HSH
70. héraðsþing HSH var haldið 27. febrúar
sl. að Breiðabliki. Alls mættu 30 af 57
fulltrúum á þingið og er það betri mæt-
ing en á sl. ári. Ljóst er því að mikil
starfsemi er hjá aðildarfélögum HSH.
Þingforsetar voru Eggert Kjartansson og
Kristján Þórðarson og ritarar Harpa Jóns-
dóttir og Kristín Halla Haraldsdóttir.
Einar Jón Geirsson, stjórnarmaður
UMFÍ, Ómar Bragi Stefánsson, lands-
fulltrúi UMFÍ, og Líney Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri ÍSÍ, sátu þingið.
Litlar breytingar urðu á stjórn. Her-
mundur Pálsson kom nýr inn í stjórn
fyrir Sigurbjörgu Kristinsdóttur. I vara-
stjórn urðu nokkrar breytingar en Alex-
ander Kristinsson, Ásgeir Ragnarsson og
Halldóra Hjörleifsdóttir komu öll inn í
varastjórnina. Eitthvað vantar enn upp á
að manna ráð.
Þingið var starfsamt. Tíu tillögur lágu
fyrir þinginu og fóru þær nánast óbreytt-
ar í gegn. Tvö ný félög sóttu um inn-
göngu sem var veitt og eru því aðildar-
félögin orðin 15.
Á þinginu var Kristínu Höllu Haralds-
dóttur, UMFG, veitt silfurmerki ÍSl.
Starfsmerki UMFÍ fengu þeir Gunnar
Kristjánsson, Hestamannafélaginu Snæ-
fellingi, og Kristján Á. Magnússon, Umf.
Eldborg. Garðar Svansson, formaður,
veitti vinnuþjarksbikarinn í 3. sinn. Bik-
ar þessi er farandbikar sem flytur
hvatningu og þakklæti sambandsins
einstaklingum sem hafa skarað fram úr
í uppbyggingu íþróttagreinar og/eða
félagsstörfum hvers konar á sambands-
svæðinu. Hann er veittur til eins árs í
senn. Að þessu sinni hlaut knatsspyrnu-
ráð HSH bikarinn, en það skipa þau
Jónas Gestur Jónasson, Baldvin Leifur
Ivarsson, Monika Axelsdóttir, Pétur
Kristinsson, Gísli Ólafsson og Árni
Friðjónsson og fulltrúi HSH úr stjórn,
Eygló Jónsdóttir.
Undir liðnum önnur mál Iagði Kristín
Halla fram héraðsmetaskrá í frjálsum
íþróttum innanhúss. Þessi skrá verður
sett inn á heimasíðuna hsh.is. Eygló
varaformaður kynnti að 1-2 einstakl-
inga vantaði í unglingalandsmóts-
nefnd. Héraðssambandið fékk síðan
boð frá Kristjáni Þórðarsyni um að
halda næsta héraðsþing að Lýsuhóli.
Stjórn HSH vill koma á framfæri þakk-
læti til starfsmanna þingsins, fyrir góð-
ar veitingar, og býður ný aðildarfélög
velkomin í HSH.
Einar Jón Geirsson, stjórnarmaður
UMFÍ, (í miðið) veitti þeim Gunnari
Kristjánssyni, Hestamannafélaginu
Snæfellingi, og Kristjáni Á. Magnús-
syni, Umf. Eldborg, starfsmerki UMFI'.
Aðalfundur UFA:
Starfið byggist að mestu í kringum frjálsar íþróttir
Aðalfundur UFA var haldinn í Iþrótta-
höllinni á Akureyri 27. febrúar sl. Þing-
fulltrúar og gestir voru 40. Katrín G.
Pálsdóttir, sem gegnt hefur formennsku
í tæpt ár í fjarveru Guðmundar Víðis
Guðmundssonar, sagði að starfsemin
innan UFA gengi að mörgu leyti vel. Hún
sagði þó að staða fjármála mætti samt
vera betri.
„Starf okkar byggist svo til eingöngu í
kringum frjálsar íþróttir og þar er góður
efniviður. Brotthvarf unglingsstúlkna,
þegar þær heíja nám í framhaldsskóla,
er samt áhyggjuefni. Það eru spennandi
tímar fram undan, en undirbúninginn
fyrir Landsmótið á Akureyri ber þar
hæst,” sagði Katrín G. Pálsdóttir.
Birna Ingólfsdóttir og Stefán Gíslason
gengu úr stjórn og í þeirra stað komu
Sigurður Magnússon og Hólmfríður
Erlingsdóttir.
Bjarki Gíslason fékk stigabikarinn
fyrir stökk sitt yflr 4,30 metra í stangar-
stökki sem gaf 1.136 stig. Bjartmar
Örnuson varð annar fýrir 800 metra
hlaup, 1:55,39 mín., sem gaf 1.075 stig.
Örn Dúi Kristjánsson varð þriðji fyrir
60 metra grindahlaup, 9,51 sek., sem gaf
972 stig. Bjarki fékk viðurkenningu fyrir
mestu framfarir á liðnu ári og Bjartmar
fyrir ástundun. Bjarka var síðan veitt
viðurkenningin Iþróttamaður UFA
2007.
FL0TT ÁN FÍKNAR - Félagsskapur fyrir unglinga með heilbrigðan lífsstíl
Besta Flott án fíknar - auglýsingin
Öllum unglingum stendur til boða að
taka þátt í að gera auglýsingu um
heilbrigðan lífsstíl unglinga undir
heitinu Flott án fíknar.
Auglýsingin má að hámarki vera
30 sekúndur að lengd og á að gefa
sýn á heilbrigt líferni unglinga
- heilbrigð sál í hraustum líkama.
Auglýsingunni á að skila á diski til
UMFÍ, Laugavegi 170,105 Reykjavík,
í síðasta lagi föstudaginn 2. maí 2008,
merkt Flott án fíknar.
Verðlaunaafhending verður í beinni
útsendingu í þættinum fsland í dag í
lok maí á Stöð 2. Veitt verða verðlaun
fyrir tvær bestu auglýsingarnar. Plast-
prent gefur stafræna myndavél, Kodak
Easy Share V1253, og Penninn gefur
Brother DCP-115C sem er prentari,
skanni og ljósritunarvél í einu tæki.
Upplýsingar eru á
www.flottanfiknar.is
og hjá Ungmennafélagi fslands
í síma 568-2929 eða
flottanfiknar@flottanfiknar.is
36 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands