Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 24
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags íslands: Hafnarfjörður VBS-verkfræðistofa ehf, Bæjarhrauni 20 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Bessastaðahreppur Sveitarfélagið Álftanes, Bjarnastöðum Reykjanesbær Ásmundur Sigurðsson, vélsmiðja, Grænási 2 BrunavarnirSuðurnesja, Hringbraut 125 Golfklúbbur Suðurnesja, Hólmsvelli Leiru íslenska félagið ehf, Iðavöllum 7a Keflavíkurkirkja, Kirkjuvegi 25 Reykjanesbær.Tjarnargötu 12 Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Iðavöllum 12 Tannlæknastofa Einars Magnúss. ehf, Skólavegi 10 Toyota, Reykjanesbæ, Njarðarbraut 19 Varmamót ehf, Framnesvegi 19 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Hafnargötu 80 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi14 www.ork.is, Frístunda- og heilsárshús Mosfellsbær Byggingarfélagið Baula ehf, Arkarholti 19 Dalsgarður ehf, Dalsgarði 1 Garðyrkjustöðin Gróandi, Grásteinum Kjósarhreppur www.kjos.is Kvenfélag Kjósarhrepps Akranes GTTækni ehf, Grundartanga Híbýlamálun Garðars Jónssonar ehf, Einigrund 21 íþróttabandalag Akraness, Jaðarbökkum Runólfur Hallfreðsson ehf, Krókatúni 9 Sjónglerið ehf, Skólabraut 25 Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2 Straumnes ehf, rafverktakar, Krókatúni 22-24 Akranes Sýslumannsembættið á Akranesi, Stillholti 16-18 Verslun Einars Ólafssonar, Skagabraut 9-11 Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofstöðum Golfklúbbur Borgarness, Hamri Grunnskólinn í Borgarnesi, Gunnlaugsgötu 13 Hreðavatnsskáli PJ byggingarehf, Hvanneyrargötu 3 Samtök sveitarfélaga ÍVesturlands- kjördæmi, Bjarnarbraut 8 Skorradalshreppur, Grund Skógræktarfélag Borgfirðinga, Brúarlandi Sæmundur Sigmundsson ehf, Brákarey Verkalýðsfélag Vesturlands, Sæunnargötu 2a Stykkishólmur Dekk og smur ehf, Nesvegi 5 Grunnskólinn í Stykkishólmi, Skólastíg 11 Narfeyrarstofa, Aðalgötu 3 Sæfell ehf, Hafnargötu 9 Tindurehf, Hjallatanga 10 Þ. B. Borg ehf, Silfurgötu 36 Grundarfjörður Grundarfjarðarbær, Grundargötu 30 Hótel Framnes Hellissandur KG Fiskverkun ehf, Melnesi 1 Ragnar Sigurðsson, formaður unglingalandsmótsnefndar í Þorlákshöfn: í mörg horn að líta en allt gengur samkvæmt áætlun Undirbúningi fyrir 11. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn miðar vel áfram en mótið verður haldið dagana 1.-3. ágúst í sumar. Unglingalandsmótsnefndin fyrir mótið í Þorlákshöfn kemur reglulega saman til fundar. Ragnar Sigurðsson, formaður nefndarinnar, stýrir fundum að venju og er ljóst að mótshaldarar ætla að leggja sig fram í því að halda glæsi- legt mót. Uppbygging fyrir mótið gengur sam- kvæmt áætlun og verður öll aðstaða til fyrirmyndar. Nú liggur endanlega fyrir í hvaða greinum verður keppt á mótinu en þær verða: Frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfu- knattleikur, skák, sund, og fimleikar verða sýningargrein að þessu sinni. „Ég er mjög ánægður með hvernig hlutirnir ganga fyrir sig sem og allur undirbúningurinn. Það er í mörg horn að líta og fram að þessu hefur allt gengið samkvæmt áætlun. Ég er með gott starfs- fólk í kringum mig sem skiptir miklu máli,“ sagði Ragnar, formaður unglinga- landsmótsnefndar í Þorlákshöfn. 11 .UNGLINGA LANOBMÓT UMFl Trausti endurkjörinn formaður Umf. Baldurs Góð mæting var á aðalfundi Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi (HSK) sem var hald- inn í byrjun nýs árs. Málefni hins gamla félags voru rædd af kappi en það fagnar 100 ára afmæli á vordögum. í tilefni af því var snædd dýrindis ísterta, skreytt með merki félagsins. Tveir nýir félagar gengu í félagið. Að sjálfsögðu var rætt um aldarafmæl- ið, hátíðahöld og verkefni af því tilefni, einnig um útgáfumál, framkvæmdir í Einbúa, íþróttastarfið og margt fleira. Kom fram að íþróttaæfingar hafa verið vel sóttar og verkefnin íjölbreytt á nýliðnu ári. Fjárhagur félagsins er traustur. Tii gamans má geta þess að þeir sem fóru í pontu og tóku til máls voru á aldrinum 8 til 75 ára. Sunna Skeggjadóttir og Gunnhildur Gísladóttir fengu viðurkenningu fyrir góða ástundun, Gísli Gautason fyrir mestu framfarir og Kristrún Steinþórs- dóttir var útnefnd íþróttamaður ársins 2007. 1 stjórn voru kjörin: Trausti Hjálmars- son, formaður, Haukur Gíslason, vara- formaður, Dóra Haraldsdóttir, ritari, Trausti formaður hrærir í potti á þorrablóti féiagsins. Ágúst Hjálmarsson, gjaldkeri, Einar Magnússon, meðstjórnandi, Geir Gísla- son, varamaður, og Dagbjartur Ketils- son, varamaður. Um 30 manns sitja í stjórn og nefnd- um félagsins. Félagið er því hið spræk- asta þrátt fyrir háan aldur. 24 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.