Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 15
Félagsmönnum á HSK-svæðinu fjölgar um709ámilli ára Öll félög innan hreyfíngarinnar verða að skila starfsskýrslu árlega, með upplýs- ingum um félagsmenn, iðkendur, stjórn og lykiltölur úr reikningum. Skýrslunni þarf að skila fyrir 15. apríl ár hvert. Niðurstöður síðasta árs liggja nú fyrir hjá HSK og kemur í ljós að félagsmönn- um hefur fjölgað um 709 talsins á milli ára eða um 5,55% og eru nú 13.481. Árið áður voru þeir 12.772, árið 2004 var fjöldinn 11.644, árið 2003 voru þeir samtals 10.614 og árið 2002 var heildar- fjöldinn 9.288. Þessar upplýsingar koma fram á heimasíðu HSK. Iðkendum hefur einnig fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum hjá HSK en nú fækkaði þeim lítillega á milli ára, voru samtals 9.284 en árið áður voru þeir 9.477 talsins og hafði þá fjölgað umtalsvert en fjöldinn fyrir þremur ár- um var 8.484. Til gamans má geta þess að íbúum á sambandssvæðinu fjölgaði um 623 á síð- asta ári eða 3,49% og eru þeir nú 18.484 talsins í sveitarfélögunum 11 í Árnes- og Rangárvallasýslum. Það skemmtilega er að íbúum fjölgaði í öllum sveitarfélög- unum á sambandssvæðinu á sfðasta ári og það hefur ekki gerst í áraraðir. Hins vegar fækkar í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi, þ.e. á svæði USVS og ÍBV. 10 stærstu aðildarfélög HSK voru á síðasta ári eftirtalin: 1. Umf. Selfoss 2.412 félagsmenn 2. íþróttafél. Hamar 994 félagsmenn 3. Iþróttafél. Dímon 562 félagsmenn 4. Hestamannaf. Geysir 487 félagsmenn 5. Umf. Þór 475 félagsmenn 6. Knattspyrnuf. Ægir 436 félagsmenn 7. Hestam.fél. Sleipnir 387 félagsmenn 8. Umf. Hekla 333 félagsmenn 8. Umf. Hrunamanna 333 félagsmenn 10. Umf. Laugdæla 306 félagsmenn Flestir iðkendur samkvæmt innsendum starfsskýrslum: 1. Umf. Selfoss 1.601 iðkendur 2. Iþróttafélagið Hamar 747 iðkendur 3. íþróttafélagið Dímon 685 iðkendur 4. Hestamannafél. Geysir 451 iðkendur 5. Umf. Hrunamanna 390 iðkendur 6. Hestamannafél. Sleipnir 387 iðkendur 7. Golfkl. Þorlákshafnar 300 iðkendur 8. íþróttafélagið Gnýr 279 iðkendur 9. Hestamannafél. Smári 265 iðkendur 10. Umf. Þór 251 iðkendur Eins og sést á þessari upptalningu geta iðkendur verið fleiri en félagsmenn. I þeim tilvikum stunda margir félagsmenn fleiri en eina grein innan félagsins og telja því tvöfalt og jafnvel oftar ef viðko- mandi stundar margar greinar. GLITNIR glitnir Haraldur endurkjörinn formaður Vöku Aðalfundur Umf. Vöku var haldinn í Þjórsárveri 2. janúar sl. og mættu um 20 félagar á fundinn. Haraldur Einarsson, formaður, og formenn allra nefnda lásu upp skýrslur sínar. Hallfríður Ósk Aðal- steinsdóttir, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum. Veittar voru ýmsar viðurkenningar. Bikar fyrir besta afrek skv. unglingastiga- töflu hlaut Arnar Einarsson og bikar fyrir besta afrek skv. alþjóðastigatöflu hlaut Fanney Ólafsdóttir á Hurðarbaki. íþróttamaður ársins var valinn Haraldur Einarsson á Urriðafossi fyrir góða ástundun og árangur í frjálsum íþrótt- um á árinu. Félagsmálabikarinn hlaut Eiríkur K. Eiríksson frá Gafli fyrir áratuga störf í þágu félagsins. Stjórn félagsins var endurkjörin en hana skipa Haraldur Einarsson á Urriðafossi, formaður, Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir, Lyngholti, gjaldkeri, og Helga Björg Helgadóttir, Súluholti I, ritari. Varastjórn skipa þau Laufey Einarsdóttir, Egilsstaðakoti, Oddný Ása Ingjaldsdóttir, Ferjunesi, og Sig- mar Örn Aðalsteinsson, Jaðarkoti. Talsverðar umræður urðu undir liðnum önnur mál. Fram kom að sveit- arstjórn ætti að leggja meiri áherslu á íþrótta- og æskulýðsmál og styrkja ungmennafélögin í Flóahreppi í þeirra góða starfi. Rætt var um fram- tíð félagsins frá ýmsum sjónarhornum, t.d. samstarf við önnur félög og bygg- ingu íþróttahúss. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.