Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 17
ENGILBERT OLGEIRSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIHSK „Auðvitað erum við ánægðir með þessa þróun og ég segi alltaf að með fleiri félögum verður starfið meira og öflugra. Samkvæmt iðkendatölum eru flestir í hestaíþróttum, síðan kemur knattspyrna og golfið er í þriðja sæti. Töluverð aukning hefur orðið í fimleikum,“ sagði Engilbert í samtali við Skinfaxa. Engilbert sagði að um þessar mundir væri verið að vinna að framgangi tillagna frá héraðsþinginu. Stærsta verkefni ársins, að sögn Engilberts, er framkvæmd Unglingalandsmótsins í Þorlákshöfn. Undirbúningur fyrir 100 ára afmælið er þegar hafinn með ritun sögu HSK en Jón M. Ivarsson hóf ritun hennar um síðustu áramót. - Hvað finnst þér hafa breyst í starf- seminni á þessum 17 árum sem þú hefur starfað sem framkvœmdastjóri HSK? „Fjölbreytni íþróttagreina hefur aukist til muna. Greinar, sem voru hér lengst af miklar burðargreinar í öllum árangri, frjálsar íþróttir og sund, eru í lægð en ná vonandi að rétta úr kútnum fyrr en síðar. Það sem hefur breyst mikið á þess- um tíma er íþróttaaðstaðan sem tekið hefur stakkaskiptum síðustu misseri. Mjög víða hafa risið íþróttamannvirki sem hefur gert það að verkum að öll aðstaða hefur batnað. Samt er margt óunnið í þessum efnum en það sem mér finnst vanta á Suðurlandið í dag er fjöl- notahús sem gæti keppt við sömu aðstæður og eru á höfuðborgarsvæðinu. Svona hús gæti hýst knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Það er ósk mín að svona hús muni rísa á næstu árum. Uppbygg- ingu á íþróttamannvirkjunum lýkur aldrei, það tekur eitt við af öðru. Við höfum ennfremur haldið uppi öflugum fréttaflutningi af starfseminni, en sl. 8 ár höfum við verið með eina síðu í hverri viku í Sunnlenska fréttablaðinu. Síðan er fréttum miðlað í gegnum heimasíðuna þannig að allt aðgengi að upplýsingum er mun betra en það var áður. Ég hef í mínu starfi beitt mér fyrir að félagsmenn hafl góðan og greiðan aðgang að upplýsingum um það hvað er að gerast á félagssvæði okkar á hverjum tíma,“ sagði Engilbert. Engilbert sagði að starfið hjá HSK hefði gefið sér mikið og hann hefði á þessum 17 árum unnið með góðu fólki. Hann hefði sér við hlið öfluga og sterka stjórn sem væri gaman að vinna með. - Eru þá ekki bara bjartir tímarfram undan hjá HSK? „Ég sé ekki annað. Verkefnin eru ærin og það verður í nógu að snúast á næst- unni. Auk unglingalandsmóts á þessu ári verður landsmót hestamanna á Hellu. Árið er viðburðaríkt afmælisár en tíu félög á sambandssvæðinu eiga 100 ára afmæli. Á héraðsþinginu var mikil umræða um að fjölga héraðsmótum en á síðasta ári var endurvakið héraðsmót í handknattleik sem hefur ekki farið fram í 30 ár. Síðan stendur til á þessu ári að halda handboltamót í yngri flokkum en á héraðsþinginu var samþykkt reglugerð þar að lútandi. Við ætlum að bæta við mótum í golfi og uppi eru hugmyndir um að halda héraðsmót í taekwondo sem er ný grein hér á svæðinu. Við vor- um til að mynda að kjósa í fyrsta sinn íþróttamann HSK í þeirri grein á dög- unum. Það er því óhætt að segja að starf- semi HSK standi með blóma,“ sagði Engilbert Olgeirsson, framkvæmda- stjóri HSK. „Mér finnst vanta á Suðurlandið í dag fjölnotahús sem gæti keppt við sömu aðstæður og eru á höfuðborgarsvæðinu." Sleðaferð með syninum á 15 ára afmæli fþrótta- félagsins Garps. Engilbert ásamt stjórn HSK. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.