Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 26
) UR ARANGUR á fjölmennasta frjálsíþróttamóti innanhúss frá upphafi Helga Baigrét Þorsteii í keppni í grindahlaupj Helgina 19.-20. janúar sl. fóru fram tvö stórmót í frjálsíþróttum. Annars vegar var um að ræða Stórmót ÍR og hins vegar Reykjavík International sem FRI og Frjálsíþróttaráð Reykja- víkur stóðu sameiginlega að eins og undanfarin tvö ár. Á laugardag og sunnudag fór Stórmót ÍR fram í Laugardalshöllinni og var met- þátttaka í mótinu en alls tóku 673 kepp- endur frá 25 félögum og samböndum þátt í mótinu, auk fimm keppenda frá Færeyjum. Þetta er fjölmennasta innan- hússmót í frjálsíþróttum sem fram hefur farið á íslandi frá upphafi. Mótið tókst vel en það var frjálsíþróttadeild ÍR sem stóð fyrir því. Á mótinu bætti Helga Margrét Þor- steinsdóttir, Ármanni, met í tveimur aldursflokkum í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 13,07 m. Hún bætti eigið stúlknamet (17-18 ára) um 14 cm og í ungkvennaflokki 19-20 ára um 2 cm. Þá bætti Bjarki Gíslason drengjamet (17-18 ára) í stangarstökki um 9 cm þegar hann stökk yfir 4,40 m og jafnaði um leið unglingametið (19-20 ára). Heildarúrslit frá Stórmóti ÍR má finna í mótaforriti FRÍ á www.fri.is. Á sunnudaginn fór svo fram alþjóð- legt boðsmót, Reykjavík International. Tókst mótið vel í alla staði og náðist góður árangur í mörgum greinum. Tíu erlendir keppendur tóku þátt í mótinu ásamt öllu besta frjálsíþróttafólki lands- ins. Tvö aldursflokkamet féllu á mótinu. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, bætti stúlknametið í 60 m grindahlaupi um 2/100 úr sek., en hún sigraði í hlaup- inu á 8,90 sek. Þá bætti Aníta Hinriks- dóttir eigið stelpnamet í 800 m hlaupi um tæplega 5 sek. Hún sigraði í 800 m hlaupi 14 ára og yngri á 2:27,75 mín. en Aníta verður 12 ára á þessu ári. Sigurvegarar og helstu árangar á Reykjavík International 2008: 60 m hlanp karla: Henrik Johnsen, Noregi, sigraði á 6,93 sek. Óli Tómas Freysson, FH, varð í 4. sæti og fyrstur íslensku keppendanna, á persónulegu meti, 7,03 sek. 60 m hlaup kvenna: Folake Sekinat Akinyemi, Noregi, sigraði á 7,57 sek. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, varð í 4. sæti og fyrst íslensku keppendanna, á 7,89 sek. 200 m hlaup karla: Sveinn Elías Elíasson, Fjölni, sigraði á 22,02 sek. Sveinn var 22/100 úr sek. frá íslandsmeti sínu en það er 21,80 sek. frá sl. ári. 200 m hlaup kventia: Folake Sekinat Akinyemi, Noregi, sigraði á 24,66 sek. Silja Úlfarsdóttir, FH, varð í 2. sæti á 24,95 sek. 400 m hlaup kvenna: Herdís Helga Arnalds sigraði á persónulegu meti, 58,32 sek. 400 m hlaup karla: Tormod Hjortnæs Larsen, Noregi, sigraði á 48,74 sek. Brynjar Gunnarsson, ÍR, varð í 2. sæti á 51,42 sek. 800 m hlaup karla: Bjartmar Örnuson, UFA, sigraði á 1:59,40 mín. 800 m hlaup pilta: Rúni Seloy, Færeyjum, sigraði á 2:10,56 mín. Kristján Flóki Finnbogason, FH, varð í 2. sæti á 2:19,21 mín. Miluhlaup kvenna: Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, sigraði á 5:03,41 mín. Míluhlaup karla: Björn Margeirsson sigraði á 4:13,28 mín. sem er aðeins 41/100 úr sek. frá íslandsmetinu í þeirri grein. Langstökk karla: Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, sigraði, stökk 7,17 m. Langstökk kventta: Oda Utsi Onstad, Noregi, sigraði, stökk 5,97 m. Hafdís Sigurðardóttir, HSÞ, varð í 2. sæti, stökk 5,91 m, og Jóhanna Ingadóttir, ÍR, varð í 3. sæti, stökk 5,84 m. Bæði Hafdís og Jóhanna bættu sinn besta árangur í langstökki. Hástökk kvenna: Guðrún María Pétursdóttir, Breiðabliki, sigraði, stökk 1,70 m. Kúluvarp karla: Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, sigraði, varpaði 18,35 m. Þau Folake Akinyemi, Noregi, og Óðinn Björn Þorsteins- son, FH, fengu viðurkenningu fyrir besta afrek mótsins í kvenna- og karlaflokki á mótinu, Folake fyrir 7,57 sek. í 60 m hlaupi og Óðinn Björn fyrir 18,35 m i kúluvarpi. 26 SKINFAXI - tímaril Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.