Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 5
Vinningshafar í net-ratieik forvarnadagsins ásamt Forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og aðstandendum verkefnisins. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaun í net-ratleik Forseti islands, Ólafur Ragnar Gríms- son, afhenti þremur ungmennum verðlaun í net-ratleik sem efnt var til í grunnskólum landsins á forvarna- daginn 2007. Athöfnin var haldin á Bessastöðum. Verðlaunahafar voru þeir Eiður Rafn Hjaltason, Heiðarskóla í Leirársveit, Magnús Ellert Steinþórsson, Grunnskól- anum á Þingeyri, og Vilhjálmur Patreks- son, Landakotsskóla. Þeir leystu verk- efni sem samið var af fulltrúum Iþrótta- og Ólympíusambands Islands, Ung- mennafélags Islands og Bandalags íslenskra skáta. Verkefnið snerist um þekkingu á starfsemi þessara hreyfínga og úrlausn þess studdist við að kynna sér hana á heimasíðum þeirra. Hundruð grunnskólanemenda sendu inn réttar lausnir og voru vinningshafarnir dregn- ir úr þeim hópi. Forvarnadagurinn var haldinn um allt land þann 21. nóvember síðastliðinn. Sérstök dagskrá var í öllum 9. bekkjum grunnskólanna þar sem ungmenni tók- m ' immm ust á við spurningar um aukna samveru foreldra og ungmenna, þátttöku í skipu- lögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og mikilvægi þess að fresta að hefja neyslu áfengis. Fylgi ungmenni nokkrum einföldum heillaráðum eru hverfandi líkur á því að þau leiðist inn á braut fíkniefna. Forseti Islands hafði frumkvæði að forvarnadeginum en ásamt forseta- embættinu stóðu að deginum Iþrótta- og Ólympíusamband Islands, Ung- mennafélag íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og lyfjafyrirtækið Actavis sem var styrktaraðili forvarna- dagsins. Háskólinn í Reykjavík fór með verkefnisstjórn. Vinningshafar taka við verðlaunum frá Forseta (slands, Ólafi Ragnari Grímssyni. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.