Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 3
við vorum aÖ enda við að draga lóðina hvesstí
skyndilega á vestan með blindbyl. Við sigld-
um með rifaðri þríhyrnu af framseglinu í átt-
ina til lands. Það voru mörg skip á sjó þenn-
an dag, t. d. Einar Ingjaldsson á „Haf-
renning“, Hákon Halldórsson á ,,Svan“ o. fl.
o. fl. Þessir tveir, ásamt fleirum urðu fyrst
landvarir fyrir sunnan Skagann og lentu í
Skarfavör og Steinsvör, en við urðum fyrst
landvarir við Melabakka í Borgarfirði, og þá
strax breytt stefnu og haldið í áttina til Akra-
ness. Við fórum gegnum Krókasund og lent-
um í Krókunum, niður undan Söndum. Magn-
ús gamli á Söndum kom niður í fjöruna þegar
við vorum lentir og sagði: „Það mátti ekki
tæpara standa. Hefðuð þið komið fimm mín-
útum síðar, væruð þið allir dauðir“, — og eftir
það kom varla lag á sundið.
Mér er líka minnisstæð ein sjóferð, sem ég
fór seint í ágústmánuði 1903, með Einari
Ingjaldssyni á sexmannafari hans „Hafrenn-
ingur“, vestur á Búðagrunn, í legu fyrir lúðu
og skötu, með handfærum. Við vorum 21/^
sólarhring 1 túrnum; fengum 20 vænar lúður
og mikið af skötu. Við vorum orðnir drykkj-
arvatnslausir áður en haldið var til lands, en
það tók okkur 6 tíma róður í logni og hita og
voru sumir orðnir nokkuð þurrbrjósta þegar
lent var. Eina lúðuna fengum við með þeim
hætti, að hún kom buslandi og stefndi beint
á skipið og þegar hún var rétt komin að því,
var borið í hana með ífæru og kippt ínn fyrir.
I þessari sjóferð voru: Einar formaður,
Sveinn bróðir hans, Þorsteinn á Grund, Brand-
ur í Hjallinum, Sveinn Magnússon, Einar
Ásgeirsson og ég. Við lentum að kvöldi dags,
losuðum aflann á land og gerðum að lúðunni
(hausuðum og tókum innan úr henni).
Næsta morgun fórum við Sveinn Magnús-
son á „Léttfetanum“ (tveggjamannafari), er
Einar átti líka, til Reykjavíkur með lúðuna
og seldum Nordals-íshúsi hana, hausaða og
slægða á 6 aura pundið. Við vorum 6 tíma
til Reykjavíkur á bátnum, en fengum leiðis-
kalda heim og vorum þá leið aðeins tvo
tíma.
Sjóferðir og aflabrögð voru þessu lík á opnu
bátunum, fyrir og eftir aldamótin, en það
breyttist nokkuð til batnaðar þegar farið var
að nota þorskanetin, en sú útgerð var mörgum
sinnum dýrari, heldur en færin og ýsulóðin.
Ég keypti sexmannafarið „Helga María“
af Jóhanni Björnssyni hreppstjóra, um ára-
mótin 1906—07 fyrir 200 krónur, með árum
og seglum og var það sannvirði þá. Ég til-
færi þetta hér, til samanburðar núverandi út-
gerðarkostnaði. Ég gerði þetta skip út með
Hallgrími Tómassyni nokkur ár og var hann
formaður á skipinu. Við komum okkur upp
tveimur netatrossum, 8 net í hverri. Þetta
var í ársbyrjun 1907. Við fórum á sjó í marz-
mánuði, fyrstu sjóferðina sem útgerðai'menn,
Á miðrí myndinni að neðan, sézt aðgcrð-
arhús ni.b. Ármanns, sem A nœstu mynd
er alveg hulið af bríminu. Myndin er af
Steinsvör og Heimaskagasandi.
Myndin tit hœgrí: Brím við Akranes.
Húsið, sem b/asir við á myndinni, er Heima-
skagi, elzta'býli á Skaganum.
H
VÍKINGUR