Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Side 21
inn — mjög óþægilegar hreyfingar, sérstak- lega þegar vindur og straumur mætast. Þetta tekur samt allt enda. Að lokum er lcomið til Vestmannaeyja .Vindurinn var SA 10 vindstig, á móti, og gekk því ferðin þangað mjög seint. — Mikil sjóveiki og allskonar van- líðan meðal farþeganna. Nú á náttúran ekkert hjá okkur, bæði skip og menn hafa greitt skatt sinn fyrir dásemd- ir kvöldsins áður, er látið var úr höfn í Reykja- vík. Enn hefir það sýnt sig ótvírætt, að valt er að treysta á lukkuna einvörðungu. Fyrir vestan og sunnan Vestmannaeyjar eru margir drangar, sker og boðar, sem varast þarf. Einna þekktastir og mest um ræddir þessara dranga eru Þrídrangar, mjög hættu- legir fyrir siglingar til eyjanna, vegna þess, hve þeir eru í skipaleið og vegna skerjanna, sem vestur af þeim eru. Að þessu sinni, sem oftar, sáust þeir ekki, vegna dimmviðris. Við þá hafa orðið mörg slys. Þar hefir nú verið reistur vitaturn, ómerkilegur fyrir það, að ekki hefir verið sett í hann ljósker enn þá. Mun hann vafalaust í framtíðinni verða vinur margra sjófarenda, þegar góður vilji og gjaldeyrismöguleikar hafa myndað með sér samtök, til að leysa þetta smámál, sem orðið getur Hfsspursmá] margra sjófarenda. Vestmannaeyjar, hirðmeyjar Fjalladrottn- ingarinnar, svo fagrar að vart sézt líki þeirra, þegar veðurblíðan vefur þær fegursta skarti sínu, eru fullkomlega í samræmi við drottningu 21 hinna stóru úthafa. Að þessu sinni eru eyjarnar háar, gráar og hrikalegar — skapið er í æsingi. Himingnæfandi öldur kastast með feikna afli upp að brimsorfnum, þverhnýptum björgun- um. Þannig hafa hinar sterku andstæður, út- hafið og grjótið, barist um völdin frá ómuna tíð; bæði vinna nokkuð á. Sjórokið rýkur að þessu sinni upp um miðjar eyjar og skipin, sem vegna stormsins verða að liggja við Eiðið, kastast til í rokhviðunum, eins og smáfuglar fyrir veðurofsanum. Sum skipin missa akk- erin og verða því að taka þann kost að halda upp í sjó og veður og láta reka öðru hvoru. Hjá öðrum losna akkerin í hviðunum og skipin fara að reka, þá verður að létta akkerum, færa sig og reyna að finna betri haldbotn. Þannig gengur baráttan sinn gang — aldrei fullkomin hvíld, unz veðrinu slotar. Þeir, sem fyrstir verða og kunnugir eru, fá bezta staðinn — það er hið órjúfanlega lögmál allra tíma. Veðurspáin sagði vaxandi SA með öllu Suð- urlandinu og voru því margir daufir í dálkinn, gengu út frá, að lengi þyrfti að liggja þarna, vegna veðurs. En er á daginn leið, fór að birta í vestrinu, rigningin hætti og veður lægði. Skyndilega fóru að koma V og NV hviður og var þá séð um örlög veðurspárinnar að þessu sinni. Hugir þeirra, er þráðu heim, eða áleið- is að settu marki, tóku að lyftast, menn hættu að tala um vitlaust veður, en tóku í stað þess að ræða um ótryggar veðurspár, ýmist í afsök- unar- eða áfellingar-tón. Skipið var fært aust- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.