Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 8
Sigling í flota (Convoy) Péfur Björnsson skipstjóri segir frá Nú er kafbátahernaðurinn kominn í al- g-leyming- og daglega berast fréttir um að skipum sé sökkt fyrirvaralaust og tugir mannslífa farizt, og því er það nú orðið eitt af mestu áhyggjuefnum þeirra hlutlausu þjóða, sem skip eiga í förum, hvað gjöra skuli í því efni. En allt virðist benda til þess, að annað hvort verði hlutlausu þjóðirnar að hætta að sigla á England eða að sigla í flota (convoy) undir herskipafylgd, en hvort þau gjöra, skal ég ekki spá um. Englendingar höfðu lært það af síðasta stríði, hve miklu öruggara var fyrir kaup- skip þeirra að sigla í flota á stríðstímum, en að sigla einsömul, og því byrjuðu þeir líka strax á því, þegar núverandi styrjöld skall yfir. Fyrir 1914 var sigling í flota hagað þannig að hvert skipið sigldi á eftir öðru í langri halarófu, og mér hefir verið sagt, að Eng- lendingar hafi í síðastliðnu stríði byrjað á að láta kaupskip sín sigla í. þess háttar hala-i rófu, en hún reyndist svo gott skotmark fyr- ir kafbátana, að hætta varð við það fyrir- komulag. Kaupskipunum var þá þrengt meira og meira saman í hóp í milliferðunum, svo hægra væri að verja þau fyrir árásum kaf- bátanna. Þegar menn nú hugleiða, hve miklu kaf- bátarnir söktu af skipurn fyrir Englendingum eftir að hinn ótakmarkaði kafbátahernaður byrjaði 1917, þá skilur enginn hvernig Eng- lendingar gátu staðist það. Eftir skýrslum Þjóðverja söktu þeir 1 febrúar 1917, 781 þús. smáh, í marz 885 þús. smál., í apríl 1707 VÍKINGUR þús. smál., í maí 870 þús. smál., í júní 1016 þús. smál. og í júlí 810 þús. smál., eða á sex mánuðum um 6 milj. og 70 þús. smál., svo án efa hefir Englendingum þá ekki verið far- ið að verða um sel. En um það bil tókst Eng- lendingum að endurbæta sæsprengjurnar, svo þær urðu miklu hættulegri kafbátunum en áður. Það var almennt talið á þeim tímum, að þessar endurbættu sæsprengjur og „con- voy“-siglingin hefði bjargað siglingum Eng- lendinga 1917, þegar þeim reið mest á. Eftir að ég kom á „Borg“ í júlí 1918, og þar til stríðinu lauk 11. nóv. s. á„ fórum við á „Borg“ þrjár ferðir til Englands, og sigld- um allar þær ferðir í flota milli Leith og Bergen. Við fórum frá íslandi fyrir norðan „hættusvæðið“ til Bergen, og eins og áður er sagt, í flota þaðan til Leith, og svo sömu leið til baka til íslands. Nú þegar svo mikið er talað um siglingu í kaupskipaflota, en tiltölulega fáir Islend- ingar þekkja nokkuð til þess háttar siglinga, þá myndi ef til vill einhverjum þykja gaman að geta gjört sér dálitla hugmynd um hvern- ig þess háttar sigling fer fram, og vil ég því reyna að lýsa því stuttlega, eftir þeirri reynslu sem ég fékk í fyrrnefndum ferðum. I Bergen var skipunum safnað saman. Þau komu frá öllum Norðurlöndunum, og einnig voru mörg ensk skip á meðal þeirra, því Eng- lendingar verzluðu þá mikið við Rússa, og sú verzlun gekk öll yfir Norður-Rússland, sér- staklega Múrmansk. Skipin urðu oft að bíða fleiri daga eftir að komast í flota. Mig minnir að vanalega færu tveir flotar fram og 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.