Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 29
Grænlandsferð
Edward Fredriksen
með m.b. »Snorra goða« 1936
ínngangur.
Það hefir verið farið fram á það við mig,
að ég segði lesendum „Víkings“ frá för m.b.
,jSnorra goða“ til lúðuveiða við Grænland
sumarið 1936.
Var það hinn framtakssami útgerðarmað-
ur Óskar Halldórsson, er fyrstur manna hér
á landi réðist í að reyna þá útgerð. — Var
aðallega tilætlunin að veiða lúðu, en sú til-
i*aun mistókst að mjög miklu leyti að þessu
sinni, sökum þess hvorstveggja, að lúðuveiði
^ið Grænland brást og öll tilhögun við bæki-
stöðvar bátsins var, vægast sagt, mjög léleg\
Frásögn mín af þessari Grænlandsför verð-
hr, því miður, mjög slitrótt, þar eð ég var svo
óheppinn að glata minnisbók minni, er ég
hafði ritað í ýmislegt viðvíkjandi ferðalag-
inu, og verð ég því eingöngu að treysta á
Uiinnið.
Óskari hafði tekizt að fá ágætan formann
ú bátinn. Var það Finnbogi Kristjánsson skip-
stjóri, öruggur og góður sjómaður. Um aðra
af skipshöfninni má segja, að þar hafi verið
valinn maður í hverju rúmi, — auðvitað að
^nér sjálfum meðtöldum!
á Ránargötu hér í bænum. Viðbótarbygging
Var gerð við vesturgafl hússins og þar var
skólinn til húsa, þar til núverandi skóiahús
var reist 1898. í gamla skólahúsinu útskrif-
Uðust 37 nemendur fyrstu 6 ár skólans..
Fx-a.mh,
Ferðin vestur.
Þann 3. júní var lagt af stað vestur. Feng-
um við storm-„strekking“ beint á hnjfil fyrsta
sólarhringinn, enda komumst við ekkí nema
80 mílur, en næsta dag fór veður lygnandi’ og
fengum við upp frá því bezta veður, logn og
hægviðri, alla leið, og var góða veðrið óspart
notað til ýmsrar vinnu um borð, svo sem upp-
setningu haukalóða, viðgerð veiðarfæra o. s.
frv.
Eftir tveggja og hálfs sólarhrings siglingu
fengum við landsýn í glaða sólskini og stilli-
logni, og munu fæstir okkar nokkuru sinní
gleyma þeirri stórfenglegu jöklasýn, er þar
blasti við okkur.
Var nú haldið suður með landinu. Hér og
hvar sáust borgarísjakar „á siglingu“ og
töluvert var um íshröngl, eða það, sem Norð-
menn' kalla „stórísinn“. Var þannig haldið
áfram meðfram ísnum kippkorn suður fyrir
Hvarf, en þegar ekki sást neinsstaðar út fyrir
ísinn, datt okkur í hug að leita lags og reyna
að smjúga í gegnum ísinn, og gekk okkur það
furðu greiðlega. Þurftum við ekki að fara
nema fimm til sex mílna vegalengd suður fyr-
ir oddann, til þess að komast á hreinan sjó,
og héldum við úr því norður Davids-sund.
Þegar komið var nyi’st í Julianehaabs-fló-
ann hvessti hann á okkur, svo að við urðum að
leita vars uppi undir Thorvaldsens-höfða. —
Lágum við þar yfir nóttina og fram undir
moi'gun. Menn sáum við enga í landi né held-
ur nein merki þess, að þeir hefðu verið þar
VÍKINGUE
29