Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Qupperneq 31
Fiskur á hverju járni.
Nú leið tíminn og veiddist íítið af lúðu. En
hinn 21. júní beittum við 20 venjulegar fiski-
lóðir auk haukalóðarinnar og héldum í róð-
ur. Lögðum við fyrst 4000 öngla af haukalóð
á sömu slóðum og venja var til og héldum
síðan lengra út á grunnin. Var hinum 20 fiski-
lóðum dembt þar í sjóinn og legið yfir í eina
klukkustund, og síðan farið að draga.
Ég hefi nú, hérumbil að staðaldri, verið á
sjó eða við sjó frá 1904, og aldrei hefi ég séð
aðra eins ,,ástæðu“ og var á lóðinni okkar
þessa jónsmessunótt. Ég gjörði mér það til
gamans að telja það, sem upp kom á þrem
lóðum og reyndust fiskarnir vera 87—93—
75. Má heita að fiskur hafi staðið þar á hverju
járni, — og svona var lóðin enda á milli. —
Áætluðum við að komið hefði um 15 tonn af
þorski úr þessari lögn, og vorum við hreyknir
af aflanum. En laun heimsins eru vanþakk-
læti, því þegar við komum inn með aflann
vár sent símskeyti til Danmerkur og við kærð-
ir fyrir það, að hugsa einungis um þorsk, en
ekki um lúðu eins og til stóð. Var brýnt fyrir
okkur, að við mættum ekki veiða þorsk nema í
vissu hlutfalli við lúðumagnið, því annars
gætum við átt á hættu að fá ekki olíu og
aðrar nauðsynjar til útgerðarinnar. Við héld-
um því fram á móti, að ekki hefði verið staðið
við það, sem um hefði verið talað við okkur
áður en við fórum, að ,,Arctic“ ætti að fylgj-
ast með okkur á miðunum 'eftir því, sem bezt
reyndist að ná í lúðuna, og sögðum að ,,Arc-
tic“ væri ekki vandara um að gjöra það held-
ur en gufuskipinu ,,Anana“, sem lá úti á
,,Store-Helleflyndrebank“ og flutti sig stöð-
ugt norðar og norðar, eftir því, sem veiði báta
þeirra, er í skipið veiddu, hagaði sér. En skip-
stjórinn á ,,Arctic“ kvaðst gjöra það, sem sér
sýndist í þessu efni og hvergi fara úr Færey-
ingahöfn. — Við þetta sat, og undum við hið
versta við málalokin. Niðurl.
HENRY HÁLFDÁNARSON:
Sjómenn og þegnskylduvinnan
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um vinnu-
skóla. Upp úr harðfenni sérhyggjunnar, skýt-
ur frjóöngum ósérplægni og fyrirhyggju, og
ilmur gróðursins berst að vitum sjómannanna
úti á hafinu.
Ef litið er á störf íslenzkra sjómanna, þá
likjast þau einna mest þegnskylduvinnu. —
Unglingarnir, sem fara til sjós, strax eftir
fermingu, og byrja sem vikadrengir eða
kokkar á smábátum — og vinna síðan eins og
sjómanna er siður baki brotnu, helga daga
sem rúmhelga, um og yfir 18 stundir á dag,
og oft við vond vinnuskilyrði, — hafa í raun
og veru innt af höndum sína þegnskyldu-
vinnu. Svo mun og einnig vera um fleiri
stéttir í þjóðfélaginu. Ekki leggja þó allir
jafnþunga hönd á plóginn, og jafnvel í stárfs-
lífi hinna ósérhlífnustu munu finnast ein-
hverjar eyður, og í æsku flestra eru tóm-
stundir, sem unglingum er ósárt um og sem
flestir munu fúsir að fórna, til uppbyggingar
fyrir sjálfa sig, og til gagns fyrir landið.
Þetta vinnuskóla-frumvarp, sem flutt var á
síðasta þingi, er líftóran úr einu hinu þjóðholl-
asta máli, sem borið hefir verið fram á Al-
þingi, þegnskyldufrumvarpi Hermanns Jón-
assonar, er landsmenn voru svo óhamingju-
samir að hafna 1903.
Nú hefir annar maður, Lúðvíg Guðmunds-
son skólastjóri, þrifið merki draumamannsins
frá Þingeyrum, og endurvakið hugmyndina
um þegnskylduvinnu. Þessi maður, sem með
svo miklum dugnaði og áræðni hefir þorað
að bjóða værðinni byrginn, og sem skóla-
81
VÍKINGUR