Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 4
og lögðum öll okkar net, 16 að tölu í „Forina“ og væntum mikils árangurs af þessari dýru útgerð. Ég var þá á átjánda árinu en Hall- grímur formaður um fimmtugt. Næsta dag fórum við á sjó til þess að vitja netanna og gerðum okkur vonir um góðan afla. Veður var gott og skapið létt. Þegar við vorum komnir á miðin, þar sem netatross- urnar áttu að vera, var ekkert dufl sjáanlegt, og leizt okkur ekki á blikuna. Nú var hafin ieit til og frá og fundum við loksins eitt duflið með dálitlum spotta af duflfærinu og renndum við þá grun í, hvað fyrir hafði kom- ,ið. Otlendir togarar voru þarna skammt frá og því ekkert um að villast. Þeir höfðu farið í netin og þau þar með töpuð fyrir fullt og allt. Við áttum engin önnur veiðarfæri, en nú var að duga eða drepast. Strax þegar í land kom fengum við lánað efni í net, garn og teinaefni og var nú næstu daga unnið af kappi að hnýta net og fella. Eftir nokkra daga voru nýju netin komin í sjó, en afli var rýr og útgerðin rekin með tapi þessa vertíðina. Um haustið og fyrripart næsta vetr- ar komum við okkur upp talsverðu af netum og réðumst jafnframt í það, að útvega upp- sátur og viðlegu fyrir skipið og skipverja, í Vörum í Garði, og gerðum þaðan út vertíð- ina 1908 með góðum árangri. Um haustið keyptum við stærra og betra skip og gerðum það út nokkrar næstu vertíðir frá Vörum í Garði með sæmilegum árangri. Á þessum árum fóru m. a. tvö önnur skip héðan til róðra í Garðssjó, á þeim voru for- menn og jafnframt útgerðarmenn skipanna, þeir Hákon Halldórsson og Jóhann Björnsson hreppstjóri. Jóhann var brautryðjandi þess- ara Garðferða og aflakóngur. Aflabrögð hér heima voru mjög rýr þessi árin og lagðist opnu báta útgerðin að mestu leyti niður þegar mótorbátarnir komu til sögunnar, þó þeir væru ekki fullkomnir til að byrja með, en um þá útgerð ætla ég að skrifa síðar við tækifæri. fírim við Vesturflös. Mér eru minnisstæðir tveir dagar, 16. og 17. september 1907. Fyrri daginn lögðu ellefu manns (9 karlmeún og 2 konur) áleiðis hing- að frá Reykjavík á opnu sexmannafari og fórust allir. Þar fórust m. a. 5 systkini frá Kringlu og þrír bræður frá Innstavogi. Karl- mennirnir voru að koma heim af skútunum, sem þeir höfðu verið á síðan í febrúar það ár og hlóðu skipið með trosi og öðrum farangri. Veður var ekki mjög slæmt — engin aftök — en þó nokkurt brim og sunnan strekkingur. Ég sá til skipsins ásamt mörgum fleirum, er það kom siglandi fyrir utan „Þjót“. Þegar skipið var komið á móts við „Þjótinn“ gerði nokkuð snarpa rigningarskúr og fórum við, sem vorum að horfa á ferðalagið, í skjól, á meðan rigningardemdan stóð yfir, en það hefir verið á að gizka 10 mínútur. Þegar upp stytti fórum við að athuga hve langt skipið væri komið, en okkur til mikillar undrunar sáum við það hvergi. Við ákváðum þá að fara niður á Breið og sáum þaðan skipið marandi í kafi og mannlaust að sjá, á „leiðinni“ inn á Krossvík, nokkuð fyrir fi'am- an eiðið á Suðurflös. Nú var tekið til fótanna og hlaupið vestur í Lambhúsavör og mannað út bezta skipið þaðan. Jóhann Björnsson hreppstjói'i var formaður ferðalagsins. Strax og skip okkar var á flot komið, var róinn lífróður út Syðrasund og komumst við alla leið að Syðriflös að vestanverðu, en þaðan sáum við hitt skipið mannlaust rekið upp á flösina. í millitíð hafði annar flokkur fai'ið fótgang* andi út á flösina og tekið á móti skipinu, þegar það kom að landi, en í því voru lík þeirra Bjai'na sál. fvarssonar og Helga Helga- sonar. Lífgunartilraunir voru framkvæmdar lengi, en árangurslaust. Við, sem á björgunar- skipinu vorum leituðum til og frá, en fundum ekkei't, var svo haldið sömu leið til baka. Um þessar mundir var ég afgreiðslumaður VÍKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.