Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 10
Leith, sem þó liggur sunnan við Leith-fjörð-
inn.
Þegar svo stundin rann upp, sem leggja
átti af stað, þá voru sendir út bátar eftir öll-
um skipstjórunum, og við mættum hjá að-
mírálnum í landi. Hann hélt svo yfir okkur
ræðu, skýrði okkur frá hvernig við ættum að
haga okkur, og gat þess einnig, okkur til
viðvörunar, hvað aðfinnsluvert hefði verið
við undanfarna flota, og það var einlægt sama
yfirsjónin, sem mest var fundið að, og það
var að ljós hefði sézt á skipunum að nóttu
til, því ljós að nóttu til var algjört ,,Tabu“
í þessum flotasiglingum á þeim tímum.
Þegar aðmírállinn hafði lokið sinni fræðslu,
þá var hverjum skipstjóra afhent innsiglað
bréf með fyrirkomulaginu á flotanum í, og
svo var hver okkar fluttur út í sitt skip. Þeg-
ar við komum þangað, var strax létt akkeri
og haldið af stað í þeirri röð, sem fyrirskip-
uð hafði verið.
Þegar skipin fóru af stað voru þau öll í
einni halarófu hvert á eftir öðru, en eftir
stutta stund, þegar merki er gefið á for-
ystuskipinu, hægir fyrri helmingurinn á sér,
svo seinni helmingurinn skríður fram með
þar til hann er kominn samhliða hinum. —
Svona er haldið áfram um stund, þar til
merki er gefið aftur, þá hægir fyrri helm-
ingur þessara tveggja raða á sér og seinni
helmingurinn skríður fram með, og þá eru
raðirnar orðnar fjórar. Á sama hátt er farið
að, þegar raðirnar eru gjörðar átta (seagoing
formation). Hér fer svo á eftir niðurröðunin
á síðasta flotanum, sem ég sigldi í á ,,Borg“.
Þegar skipin voru komin í „seagoing
formation“, þá var gjört ráð fyrir að skipin
í röðinni væru hérumbil 120 faðma hvert frá
öðru eða hvert á efíir öðru, og fjarlægðin á
hlið til á milli skipanna álíka mikil, en það
vildi nú skakka nokkru með það.
Þessi floti, sem ,,Borg“ sigldi í, átti að
sigla með átta sjómílna hraða á klukku-
stund; það var hægfara flotinn, því hægfara
og hraðskreið skip voru vanalega höfð i flota
hver út af fyrir sig. Eins og áður er getið,
gaf forystuskipið allar fyrirskipanir um
V ÍKINGUR
stefnu og annað viðkomandi siglingunni; á
daginn með flöggum, en að nóttunni með
ljósmerkjum.
Þegar gott veður var og bjart, gekk þessi
sigling vel, hvert skip gat haldið sér á sínum
rétta stað, og einu erfiðleikarnir hjá okkur
á ,,Borg“ og öðrum þeim hægskreiðustu, var
að hanga í hinum með ferðina, því kolin á
þeim tímum voru heldur ekki ætið upp á
það bezta.
En þegar þoka skall á og stormur með
dimmviðri, þá varð siglingin erfiðari. Eftir
dimma stormnótt var flotinn vanalega meira
og minna tvístraður, og þá varð að hægja
á eða stoppa meðan skipin voru að ná sér
saman og komast á sinn stað.
Þegar ég kom fyrst til Leith á ,,Borg“, þá
var mér færður um borð 120 faðma langur
vír með tunnu á endanum. Þetta átti að nota
í flotasiglingunni þegar þoka skall á. Þá
létum við tunnuna út og vírinn á enda, og
drógum þetta á eftir okkur. Næsta skip á
eftir okkur átti svo að halda þessari tunnu
okkar við hliðina á sér, og fylgja henni, en
við áttum aftur á móti að fylgja tunnunni
frá skipinu, sem var á undan okkur. Að þessu
var mikil hjálp í þoku.
Fyrstu ferðina, sem ,,Borg“ fór í flota,
var haldið beina leið frá Peter Head til Berg-
en. En rétt á eftir var lagt tundurduflabeltið
milli Orkneyja og Utsire í Noregi, og eftir
það varð að fara norður með Skotlandi, í
gegnum Orkneyjar og svo austur Fair Isle-
sundið. Þá var komið norður fyrir tundur-
duflabeltið og hægt að stefna beint á Bergen.
Þessi sama leið var auðvitað farin á vestur-
leið líka.
Ég hefi nú reynt að skýra frá því, hvernig
siglingunni í flotanum var hagað. Aðal at-
riðið var að halda sér á sínum afmarkaða
stað, og varast árekstur á hin skipin, en við
vörpuðum að öðru leyti öllum okkar áhyggj-
um upp á Bretann eða fylgdarskipin.
Ég ætla svo að endingu að segja frá þrem-
ur atvikum frá þessum ferðum, sem eru mér
sérstaklega minnisstæð.
í fyrstu ferðinni frá Bergen lögðum við
af stað með flotanum, að því er mig minnir
10