Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 5
Slippurinn við Lambhúsasund flóabátsins og annara póstskipa, sem hingað komu, en daginn eftir að slys þetta vildi til kom ,,Reykjavíkin“ hingað með marga farþega frá Reykjavík. Veður var þá mikið verra en daginn áður, suðvestan stormur og meira brim. Ég fór um borð eins og venjulega, úr Steinsvör og vorum við sjö á stóru sexmanna- fari. „Reykjavíkin“ lagðist ekki fyrir akkeri að þessu sinni, af því spilið var í ólagi, en lét reka á meðan við tókum á móti farþegum niður í skii'ið og gekk það allt slysalaust og höfðum við þá innanborðs 20—30 sjóveikar og sjóhræddar konur. Við vorum á hléborða við „Reykjavíkina“ og urðum að hafa góða að- gæzlu á þ vi; að skipið brotnaði ekki, þegar hún valt á okkur. Svo þegar við vorum ferð- búnir og ætluðum að ýta frá, tókst svo áheppi- lega til, að annar frammí-maðurinn hafði hiunninn á árinni niðri í barka skipsins, en blaðið festist í „Reykjavíkinni“ og svo þegar hún valt á okkur, fór hlunnurinn á árinni niður úr skipinu og fossaði þá inn sjórinn. Við þetta kom mikið fát og hræðsla á skip- verja mína og kvenfólkið og urðu hinir fyrr. töldu fljótari til að bjarga sér um borð í Reykjavíkina og var síðan tekið til óspilltra mála að hjálpa kvenfólkinu upp. Einar 01- geirsson togaraeigandi og skipstjóri, nú til heimilis í Grimby, var þá háseti á Reykjavík- inni og gekk vel fram í því, að bjarga kven- þjóðinni um borð. En sjöl og önnur föt urðu eftir í skipinu og tróð ég einu þeirra í gatið og stöðvaðist þá lekinn að miklu leyti. Einar á Bakka, sægarpur og formaður, var einn af farþegunum úr Reykjavík. Hann kom niður í skipið til mín, sem þá var orðið hálffullt af sjó og hvatti háseta mína til að koma í land með okkur og urðu fimm til þess, en þrír fóru sem farþegar til Reykjavíkur. Ferðalagið í land gekk að óskum og lentum við í Teigavör. Var svo ekki meira af afgreiðslu í þetta sinn. Akranesi, 25. marz 1940. Haraldur Böðvarsson. 30 ára skipstjóraafmæli Hinn 1. marz s.l. voru 30 ár liðin síðan Júlíus Júliníusson réðizt sem skipstjóri á „Austra“, er Thorefélagið þá átti. Árið 1919 réðizt hann til Eimskipafélags íslands sem skipstjóri á „Goðafossi“ og var með hann ásamt fleiri skipum félagsins til 1927, er hann tók við „Brúarfossi“ og hefir hann verið skipstjóri á honum síðan. Júlíus Júliníusson er nú, bæði að árum og skipstjóraldri, elztur þeirra manna, sem nú hafa skipstjorn með höndum á verzlunar- skipaflota okkar Islendinga. „Víkingur“ árnar þessum aldursforseta skipstjóranna á íslenzku verzlunarskipunum allra heilla í framtíðinni. 5 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.