Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Síða 12
Víkingslundin og farmannseðlið er Islend- ingum í blóð borið. Það kemur fram í svo margvíslegum myndum og er tvinnað inn í rás viðburðanna allt frá landnámstíð. Það var fyrir um 65 árum, er ísar lágu hér við land mikið af árinu, hamfarir eldfjall- anna birtust í sínu volduga eðli, samfara hor- fellir búpenings og vöntun fólksins á brýn- ustu lífsnauðsynjum, að hugur manna beindist í vesturveg og víkingseðlið fékk útrás. Margar sögur fara af þessum vesturferð- um og að gefa þær til kynna hvílíkar þrekraun- ir og kjark þessir vasturfarar hafa sýnt. Nú er gert ráð fyrir að í Bandaríkjunum og Kanada sé um 40 þúsund manns, sem sé af íslenzku bergi brotinn. Það munu margir álíta þetta ýkjur og fjarstæðu, einmitt vegna þess, að hið líf- ræna samband hefir ekki verið til á milli Is- lendinganna vestan hafs og hér heima, og ekkert gert til þess af hálfu heimamanna að bæta úr því, fyrr en núna tvö síðustu árin með Heimssýningunni í New York, stofnun Þjóð- ræknisfélags Islands og endurvarpi útvai’ps- ins — og er það vel. Við verðum að skilja, að frændur vorir vestan hafs berjast margir hverjir sinni þjóð- ernisbaráttu og okkur er skylt að styrkja þá og styðja í þeirri baráttu. Sú sorglega staðreynd er fyrir hendi hér hjá okkur, að íslenzka æskan og Islendingar yfirleitt vita sáralítið um háttu landa okkar vestan hafs. Það þarf að semja sérstakt fræðirit, sem fjallar um þessi mál, og kenna verið var að rannsaka þetta tundurdufla- svæði og hreinsa þar til. Ég var staddur á ,,Borg“ á Kópaskeri 11. nóvember 1918, þegar fréttir bárust um það, að vopnahlé væri komið á, og hafi mig nokk- urn tíma langað til að dansa af kæti, þá var það þá, og svo mun hafa verið um fleiri sjó- menn þann dag. Og ég man svo vel eftir því, að við, sem á ,,Borg“ vorum, fórum að tala um það okkar í milli, að við, sem þá vorum komnir yfir þrítugt, myndum ekki upplifa það, að þurfa að sigla í flota aftur vegna kaíbátahættu. En svona er nú komið; kafbátahernaðurinn er nú orðinn voðalegri en nokkurntíma 1917—18, og miklu fleiri sjómenn hlutlausra þjóða týna nú lífi daglega en þá, og því mun sú spurning vera efst í huga þeirra sjómanna, sem um hættusvæðin sigla: Hve lengi getur þessi vitfirring haldið áfram? VÍKINGUR 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.