Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 23
En þetta eru nátturlega útúrdúrar, þó að rétt þætti að lofa æfintýri þessu að fljóta með. Fyrir austan Hornafjörð er Vesturhorn, en Austurhorn nokkru austar. Við Vesturhorn er Stokksnes. Þar er viti, en vantar þokuhorn. Milli Hornanna er Papafjörður, með Papaós, og Lónsfjörður. Við Austurhorn er Hvalnes; þar vinnur Einar bóndi gabbró og annað góð- grýti úr horninu, og verður sennilega einhvern tíma milljóner. Frá Hornafirði er haldið fram hjá báðum þessum hornum. Veðrið er gott og bjart að þessu sinni og verður manni ósjálfrátt hugs- að til þess feikna munar, sem á því er, að sjá þessi fallegu og sérkennilegu fjöll í blíðu og stríðu. Farþegarnir eru við góða heilsu, borða og spila og spyrja eins og venja er, þegar allt leikur í lyndi. Haldið er innan við Papey, milli skerja og boða, til Djúpavogs. Papey er falleg á sumrin í góðu veðri, þegar hún er ekki hulin af Berufjarðarþokunni. Þegar bjart er, er þessi leið, fyrir innan Pap- ey, ágæt, en þegar vont veður er, er hún öll- um hættuleg. Vi'tarnir, sem leiðbeina inn á Djúpavog eru fjórir að tölu, en smáir eru þeir og ljósmagn- ið lítið. Samt er Djúpivogur einhver skárst upplýsti staður á landinu, utan Reykjavíkur, enda mikil þörf á því sakir skerja, strauma og dimmviðra. Má með réttu segja, að nokkurn veginn sé upplýst ströndin alla leið til Reyðar- fjarðar, þar sem vitatýra er á hverju andnesi, enda er svæðið frá Hornafirði til Reyðarfjarð- ar hættulegasti áfanginn fyrir siglingar með Austfjörðum, bæði vegna strauma, skerja og grynninga. Þó er Breiðdalsvík þar undan skil- in. Hún er ennþá í hinu eilífa myrkri, þrátt fyrir mörg sker og boða og krókótta innsigÞ ingu. Nú er bjart þar að nóttu og því vanda- laust að athafna sig, er skipið kom. Næst við Breiðdalsvík, fyrir norðan Kamba- nes, er Straumfjörður, vinalegur í góðu veðri. Þar hafa veri^ sægarpar miklir og góðir fiski- menn. Þar býr góður hafnsögumaður, gamall og glöggur sjómaður. Árla þriðja dagsins er komið til Fáskrúðs- fjarðar og lagzt þar við bryggju. Á þeirri bryggju eru tveir „briginaíar'', sém vekja at- hyggli aðkomumanna. Margt er góðra manna á Fáskrúðsfirði. — Vafasamt er, hvort fjörðurinn ber sitt rétta heiti. Að vísu er hann fáskrúðugur á blettum, en þó er þar sumarfallegt í góðu veðri og einnig á vetrum, þegar snjór liggur yfir öllu og tunglið skín; þá ríkir þar vetrarfriður og fegurð. Eins vel mætti láta sér detta í hug, að fjörðurinn bæri nafn af kletti einum mikl- um, grasi grónum, er stendur fyrir mynni hans og Skrúður er nefndur, mætti ætla, að fjörður- inn héti réttu nafni Fráskrúðsfjörður. Andey er einnig í mynni fjarðarins, þar ganga stund- um graðungar á sumrum. Að lokinni afgreiðslu á Fáskrúðsfirði, er haldið til Reyðarfjarðar. Siglt er milli Skrúðs og Andeyjar og síðar fyrir Vattarnes inn f jörð- inn. Þar er einnig lagzt að bryggju og er þá lokið erfiðasta áfanganum á siglingaleiðum við Island. Að þessu sinni var veður bjart og kyrrt fyrir Austfjörðum, en oft er þar úfinn sjór og þok- ur miklar. Á leiðinni frá Djúpavogi til Reyð- arfjarðar hafa farþegarnir sofið vært og lítið orðið varir viðkomanna á höfnunum milli þess- ara staða, en einhver hefir vakað, og þeir hafa komizt leiðar sinnar. Reyðarfjörður er ein af stóru blóðæðunum í hinum íslenzka þjóðarlíkama. Hann er í sambandi við einhverja fegurstu og frjósöm- ustu sveit landsins, Fljótsdalshérað. Eftir hér- aðinu rennur Lagarfljót til sjávar — hin ís- lenzka Rín. Reyðarf jörður var einu sinni mikill síldveiðistaður og þar var fiskisælt mjög, en nú bíða menn eftir síldinni og snúa sér að land- búnaði á meðan — þeir hafa beðið í 30 ár. Reyðarfjörður er fallegur fjörður og þar býr margt góðra manna. Frá Reyðarfirði er haldið til Eskifjarðar. Hann skerst inn úr Reyðarfirði að norðan- verðu. Þar var einu sinni fiski- og síldarsæld, en nú eru þar mörg, ómáluð hús. Annars er fjörðurinn fallegur. Þar er banki og sennilega víxlar. Frá Eskifirði er haldið út fjörðinn, fyrir Krossanes, milli Seleyjar og lands. Sama veð- urblíðan er og nóttina áður. 23 VÍKINGUB

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.