Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 25
varnargarður, sem kostaði tugi þúsunda. Nú sézt hann ekki lengur -— Mölin, sem hafrótið hefir velt upp að honum, og yfir hann, hefir kæft hann gjörsamlega. Lendingin er nú ein grjóturð. Þarna var einnig lagt í dýran steinstöpul, með krana á, eins og tíðkast í Færeyjum, þar sem lendingarskilyrði eru slæm. Tilgangurinn var að lyfta bátunum upp með afla og öliu saman á gufuvindu í sambandi við kranann. En árangurinn varð lítill. Ekkert borgaði sig á Skálum, nema að kaupa grút-lifur, fiskurinn marðist í lendingunni og varð að senda hann á aðra staði, til verkunar, vegna óblíðrar veðr- áttu, þokusudda, og sandroks, þegar bjart var. Nú eru flestir farnir frá Skálum og Kriiger hefir gefist upp líka, sem einu sinni sagði þó: „Skálar gefa peninga". Talað hefir verið um að leggja veg frá Þórshöfn út að Skálum, en hvers vegna er ekki frekar rætt um að flytja fólkið til Þórshaínar? Hví er verið að peðra þessum fáu hræðum, sem búsettar eru á ís- landi, á hvern vog og vík? Það er siglt fyrir Langanes. Þar er NA- stormur og snjóél, veltingur og vanlíðan þeirra fáu farþega, sem með skipinu eru. Á nesinu er mjög ómerkilegur viti, sem endur- nýja þyrfti hið fyrsta. Straumar miklir og þok- ur eru umhverfis nesið. Þar þarf því einnig þokuhorn. Siglt er nú vestur með landinu, til Þórshafn- ar, fram hjá Svínalækjartanga, en þar vantar vita. Þar eru miklar segultruflanir eins og víð- ar við landið. Þá er siglt fyrir Grenjanes, sem ber víst nafn af grenjum þeim, er fundizt hafa á nesinu, en Grenjanes grenjar bókstaflega á vita. Þar eru útgrynni mikil og landið lágt, þokur tíðar og dimmviðri, segultruflanir mikl- ar og aðrir vágestir sjófarenda, sem þeim mega helzt verða til hnekkis. Mörg strönd hafa orðið á þessum slóðum. Litlu síðar er komið til Þórshafnar. Hún liggur við innanverðan Þistilfjörð, að austan. Mætti gera þar allgóða höfn fyrir smáskip, en allt kostar peninga. Þar eru nokkur hús, lag- leg að útliti, en óskipulega byggð. Landið um- hverfis kauptúnið er gott til ræktunar og líðan fólks víst allgóð. Það er vinalegt á Þórshöfn, i góðu veðri, þegar jörðin er græn. Frá Þórshöfn er haldið til Raufarhafnar, fyrir Melrakkanes. Þar vantar vita. Veður hefir nú farið batnandi og kom það sér vel, því að mikið þurfti að losa af vörum, þegar komið yrði til Raufarhafnar. Þar er nú verið að reisa síldarverksmiðju. Úti fyrir Raufarhöfn er slæmur haldbotn og er því ekki gott að liggja þar, nema í aflands vindi, eða ládeyðu. Að þessu sinni var farið inn að bryggju. Það er stundum gert, þegar vel stendur á sjó og kyrrt er í höfninni. Bryggjurnar eru slæmar og ekki dýpra við þær en svo, að skip, sem rista 14 fet, standa þar um fjöru. Umhverfis Raufarhöfn er mikið grjót, en á Sléttunni kváðu vera margar matarholur, silungapollar, æðarvarp, mergð refa og mik- ilí reki, svo og selveiði. Á Sléttunni er mér sagt, að margt sé gildra bænda og margar góð- ar bújarðir. Á höfðanum við Raufarhöfn er viti. Þangað fara að verða tíðar siglingar á sumrum, bæði veiðiskipa og annara, þar eru þokur tíðar og þarf því þokuhorn á höfðann. Frá Raufarhöfn er haldið fyrir Sléttu, til Kópaskers, fyrir Hraunhafnartanga, sem mun vera nyrzti tangi íslands og Rifstanga; þar er viti. Við Sléttuna er þokusamt mjög. Farið er fyrir Rauðanúp, fram hjá Trausta gamla. Á Rauðanúp er viti. Veðrið er nú aftur milt og gott, sólin skín á fannhvít fjöllin. Siglt er nú með Snartastaða- gnúp og skömmu síðar er komið til Kópa- skers. Þar vantar vita. Á Kópaskeri eru ekki stundaðir sjóróðrar, en þar eru góðir og dugandi sjómenn, reglu- legir víkingar við uppskipun, því oft er veð- ur þar vont. Höfnin er slæm, en landið gott. Frá Kópaskeri er haldið til Húsavíkur, fyr. ir Tjörnes. Þar er viti. Út af Tjörnesi eru Mán- áreyjar. Þar eru miklar segultruflanir. Haldið er inn með landinu, fram hjá Lundey, sem er falleg eyja og há upp úr sjó. Þar vantar vita. Út af eyjunni eru Lundeyjarbrekar. Á Húsavík er lagzt að langri bryggju, þar er mjög myndarlegt kauptún, flest hús máluð, 26 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.