Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 35
ar. Þó voni þeir margir, er hlökkuðu til verferSanna, og
alltítt að menn vistréðu sig, með því skilyrði, að þeir
fengju að fara „í ver“.
Það lætur því að líkum, jafn ljóðrænir og Islendingar
hafa ætíð verið, að mikið hafi verið kveðið um hafið,
sjóferðir og siglingar, enda er það svo, að sá kveðskapur
er ótæmandi að vöxtum, f jölþættur að efni, og misjafn að
gildi, sem að líkum lætur. Fjöldi flokka hefir verið ort-
ur um sjóhrakninga, sumir af þeim, er í þeim hafa lent,
aðrir eftir frásögn; er skaði hve margir af þeim munu nú
glataðir og aðrir úr lagi færðir. Þá eru það formanna-
vísumar, sem á liðnum öldum, allt fram á vora daga,
hafa verið ortar í veiðistöð liverri. Einnig siglingavísur,
margar listavel kveðnar, er sýna hrifningu höfundarins
er gnoðin brunaði í hraðbyri yfir úfinn hafflötinn og
sýna að fleiri en Þráinn Sigfússon hafa haft nautn af að
láta „Gamminn geisa".
Þá eru víða í rímum, siglingavísur ortar með ágætum,
er sýna að höfundum hefir verið það nærstætt að kveða
þar um, t. d. þessar 3 úr 9. rímu í Bernódusarrímum eft-
ir Magnús í Magnúsarskógum.
„Bylgjan spýtti boðunum,
byrjar títt í hroðunum,
veðrið strítt í voðunum
var, sem flýtti gnoðunum.
Súða lýsti af sólimum,
síla víst á bólunum,
einatt tísti í ólunum
að sem þrýsti hjólunum.
Lét á seyða-löndunum
lægis skeiða bröndunum,
áls á heiða öndunum
í hvein reiðaböndunum“.
Og aðrar 3 úr 3. rímu í Flórusarrímum eftir Hákon
Hákonarson í Brokey:
„Herða reiða. vinda upp voð
vatna-meiðar-bála.
Ferðir greiðir, storma stoð
studdi á leiðum ála.
Strauk á sunda storðunum,
stafna hunda skari.
Boðar dundu á borðunum
— bylja undan — fari.
Byr af létti um blóðið Raums,
báru slétti móinn,
logn að setti á storðu straums,
stafaði rétt á sjóinn“.
Eða munu þeir ekki margir á skipaflotanum íslenzka
er kærustur eiga í landi og gætu kveðið eins og Yíglund-
ur, er þeir liafa landsýn nrerri þar, er ástvinirnir búa.
(11. ríma í rímum af Víglundi og Ketilríði, eftir.Sig.
Breiðfjörð):
„Fjall ég kenni eit-t sem und
afbragð kvenna situr,
mig til hennar hýr um stund,
hugui' enn þá flytur.
Bjarga — kennum — brekku vér,
bænum hennar nærri,
brúði kvenna engin er
álma-spennir kærri“.
Annárs vil ég ráðleggja sjómönnum á hinum stærri
skipum það, að hafa með sér til sjós rímur og kveða eða
lesa þær á „frívaktinni", því ekki getur lijá því farið,
að frásögnin af söguhetjunum, kjarki þeim og karlmensku
er þær sýndu í hættum og mannraunum, drenglyndi
þeirra, sem í mörgum rímum er vel lýst, og maklegt lof
sungið., hafi þroskandi áhrif á þá er heyra, að ógleymd-
uin þeim fjölda ágætra orða íslenzkra, sem þar er að
finna, en nú eru að týnast úr tungu þjóðarinnar, en í
staðinn er að koma inn í málið, fjöldi orðskrípa, sem
engum Islending er sæmandi að láta heyrast sér af vör-
um.
Gnúðu borðin breið og stói',
bárur sporða-kaldar.
Það v-ar orðinn ófær sjór,
allar storðir faldar.
J. M.
★
Nýtt rækjutroll-garn. Firma eitt í Ameríku — R. J.
Ederer & Co. — sem býr til garn í rækjutroll, hefir ný-
lega sent á markaðinn nýja garntegund sem talin er vera
miklu betri en það garn, sem áður hefir verið notað. —
Aðal yfirburðir þessarar garn-tegundar eru þeir, að enda
þótt garnið sé jafn þungt í vigtina og venjulegt rækju-
trollsgarn, þá er það nærfellt einum fimmta sterkara, þ.
e. hefii' þetta meira þensluafl en liitt. Yegna þessa kosts
á gaminu, má hafa trollið stærra, án þess að það verði
þyngra í drætti, og rækjuveiðimenn, sem hafa notað troll
úr þessu garni, tel.ja það gefa mun betri veiði. — (Ur
The Fishing Gazette).
★
Þýsknland vinnur mikið af bensíni og smurningsolíu úr
kolum. I sambandi við þessa vinnzlu fást einnig ýms önn-
ur nytsamleg efni úr kolunum. T. d. er talið, að landið fái
nú fitufeni úr kolum, sem nregi hér um bil sápuframleiðslu
landsins, sem á „noiTnal“-tímum þarf 225 þúsund smá-
lestir af fituefni yffr árið.
★
Íbúarnir á hinni afskektu Kyrrahafseyju. Pitcairn, eru
nú á ný álíka einangraðir frá umheiminum eins og for-
feður þeirra voru, er þeir námu þar land, eftir unpreist-
ina á „Bounty" 1790. (Sagan af uppreistinni á „Bounty“
er sjálfsagt vel kunn mörgum hér á landi, þar sem hún
birtist neðanmáls í Alþýðublaðinu ekki alls fyrir löngu og
einnig hefir verið sýnd hér kvikmynd af henni). Nú er
það stríðið, sem á sök á einangrun evjarinnar. Skipin,
sem áður — á leið sinni frá Nýja-Sjálandi til Englands
— komu við á eynni og fluttu þangað póst og fleira,
þora nú ekki aQ hafa þar viðkomu af ótta við óvinakaf-
VÍKINGUR
35