Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 20
Austur me S landi
Sagari, sem endurtekur sig. —
Efiir Ásgeir 5igurðsson skipsfjóra
Skipið er að leggja upp í strandferð. Það er
kvölcl og komið að burtfarartíma, en þó ekki
framorðnara en svo, að sólin nær enn þá að
gylla fjallatoppana á hinum víðfeðma fjalla-
hring, er takmarkar útsýn frá Reykjavík.
Fjöllin loga í geisladýrð kvöldsólarinnar, er
stafar geislum sínum á sjóinn; hann er spegil-
sléttur.
Síðustu vörusendingarnar og pósturinn eru
tekin um borð. Farþegarnir, glaðir og reifir,
safnast hópum saman á skipsfjöl, með hálfu
fleiri samfylgdarmenn, sem komnir eru til þess
að kveðja þá og árna þeim fararheilla.
Flestir hugsa víst gott til ferðarinnar, því
veðrið er unaðslegt og skipið nýtt, búið flest-
um þeim þægindum, er menn fá bezt á kosið.
Það er óneitanlega fagurt að sigla út frá
Reykjavík í slíku veðri, sem þessu. Það er glatt
á hjalla hjá farþegunum, þeir hugsa lítt um
hvað fram undan er, en fela sig stjórnendum
skipsins öruggir á vald og treysta lukkunni.
En þótt allt virðist leika í lyndi, þegar lagt
er af stað, er betra að vera við ýmsu búinn, því
að ekki er lengi áð skipast veður í lofti. Veðrin
við Island eru oft hörð á veturna og fljót að
koma. Þá reynir á, að allt sé eins og það á að
vera og að hver, sem hefir starfs að gæta, sé
starfi sínu vaxinn. Oft hefir heyrzt getið um
stórslys, sem orðið hafa á sjó, einungis fyrir
þær sakir, að skip hafa verið vanbúin í sjóferð,
eða gáleysislega, ýmist of hlaðin, eða hlaðin
þannig, að ekki hefir verið fært að mæta á
þeim slæmu veðri. Slíkt ber að varast og ekki
hvað sízt á skipum, er flytja margt farþega.
Þetta, og margt annað, þarf að vera efst í
huga hvers manns, er skipi á að stjórna og
ábyrgð ber á mörgum mannslífum, dýrum
farmi og skipi. Þykir ekki úr vegi, að minnast
á þetta, er segja skal brot úr sögu einnar slíkr-
ar ferðar, vegna þess að siglingar við strendur
íslands eru að vetrarlagi taldar einhverjar þær
hættulegustu, sem til þekkist og þá sérstaklega
fyrir þau skip, er koma eiga við á flestum
höfnum landsins. Mætti vel vera, að menn
skildu betur, við íhugun á þessum efnum, hvað
í húfi er, ef út af er brugðið um varkárni og
festu, að því er þetta snertir. Megin-nauðsyn
strandferðanna er að hafa hlaðið skip, en ekki
of hlaðið og margt góðra farþega, svo að út-
gerðin geti borið sig.
Þá er nú skipið lagt úr höfn. Við höldum að
þessu sinni suður fyrir land, austur um, eins
og það er kallað.
Og hverjir eru svo viðburðirnir, sem bíða
okkar úti í óvissunni, þegar líða fer á kvöldið?
Alltaf skeður eitthvað.
Veðrið fer að breytast, sjór tekur að ýfast og
loftið gerist þungbúið. Farþegarnir fara að
smátínast í klefa sína og loks er enginn ofan
þilja, nema þeir sem halda vörð og öðrum
skyldum hafa að gegna, allir aðrir eru lagstir
til hvíldar, misjafnlega rólegir.
Haldið er út flóann og fyrir Reykjanes.
Reykjanesröst, sem stundum er spegilslétt, svo
að engir verða þess varir, að þarna klofni og
mætist miklir hafstraumar, er að þessu sinm
úfin svo mjög, að skipið klifar þunglega upp
á ölduhryggina og fellur svo niður í öldudal-
VÍKINGUR
20