Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Blaðsíða 9
aftur yfir Norðursjóinn frá Bergen í hverri viku, og var því þá hagað þannig, að herskip þau, er fylgdu flota frá Englandi til Bergen, fylgdu aftur flotanum frá Bergen til Englands, og því varð flotinn í Bergen ætíð að vera til- búinn þegar þau komu frá Englandi. 1 fyrsta skiptið, sem ég kom t.il Bergen á „Borg“, varð ég að bíða í 3—4 daga eftir flotanum, en loks kom þó að því, að lagt væri af stað. Hafnsögumaður kom þá um borð og hafði meðferðis innsiglað bréf til mín frá enska ræðismanninum, sem ekki mátti opna fyrr en komið væri út úr höfninni. í þessu bréfi var svo fyrirskipun um það hvernig ég ætti að haga mér, og ennfremur nöfn allra skipanna í flotanum og markaður staður þeirra í hópnum. Höfnin í Bergen var full af skipum sem eins var ástatt um og ,,Borg“. Þau lögðu svo öll af stað samtímis og héldu öll á ákveðinn stað yzt í skerja- garðinum fyrir norðan Bergen, og biðu þar eftir flotanum, sem var að koma frá Eng- landi. Skyggni var fremur slæmt í þetta skipti, svo við sáum ekki hinn flotann fyrr en hann átti svo sem tvær sjómílur eftir að okkur, en ég gleymi því aldrei hvað mér þótti það til- komumikið þegar ég sá þennan stóra hóp — 40—50 skip — koma brunandi fram úr dumbungnum. Hafnsögumennirnir biðu eftir þessum skipum, sem voru að koma, og sigldu ýmist norður eða suðureftir innanskers í Noregi, en hinn flotinn hélt af stað í áttina til herskipanna, sem biðu fyrir utan norsku landhelgina. í flotanum voru milli 40 og 50 skip, og fóru þau nú hvert á sinn stað, eins og fyrir hafði verið skipað. Svo fór forystuskipið (convoy leader) á undan; það var stórt brezkt skip, 10—20 þús. smál., hraðskreitt og vel vopnað. Þetta forystuskip gaf allar fyrir- skipanir til flotans bæði um stefnu, hraða og annað, sem þurfti með. Kaupskipin fóru í raðir, 6 hvert á eftir öðru og svo voru þetta sjö eða átta raðir, sem sigldu samhliða. Til varnar voru, auk forystuskipsins, 10 vopnaðir togarar og tveir stórir og mjög hraðskreiðir tundurspillar. Þrír togarar voru á undan Petur Bjórnsson skipstjóri flotanum, þrír á eftir og- tveir til hvorrar hlið- ar, en tundurspillarnir voru oftast „á ferð- inni“ í kringum flotann. Mér fannst þeir ein- att minna á fjárhund í kringum fjárhóp. Ef t. d. eitthvert skip í flotanum sá ekki eða skildi ekki merki frá forystuskipinu, var tundurspillirinn strax kominn upp að hliðinni á því með merkið. Auk þessara vopnuðu togara og tundur- spilla var einatt brezk herskipa-flotadeild í námunda við flotann. Það kom einu sinni fyrir á þessum árum, í námunda við Orkn- eyjar eða þar í kring, að þýzk beitiskip kom- ust að kaupskipaflota, og skutu hvert ein. asta skip í kaf, sem í flotanum var, og fylgd- arskipin líka, og var það ógurlegt tjón bæði á skipum og mönnum. Eftir það létu Eng- lendingar einatt stærri herskip vera í nám- unda við kaupskipaflotana, en við sáum þau sjaldan; helzt þegar mjög bjart var yfir. Þegar flotinn fór af stað frá Bretlandi, þá var það undir eftirliti manna úr enska sjó- hernum, og því allt formfastara, og ætla ég því að lýsa því. Flotunum, sem fóru frá Bretlandi til Berg- en, var safnað saman í Methill, það er kola- bær, sem liggur við Leith-fjörðinn norðan. verðan, á að gizka 10 sjómílum austar en 9 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.