Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1940, Page 18
Sjómannaljóð
Um útgáfu sjómannaljóðanna er Sjómannadagurinn gefur út.
Sjómannadagurinn er nú orðinn einn af
hátíðisdögum ársins. Fyrir hann var á sínum
tíma ort sjómannakvæði Arnar Arnarsonar,
sem nú er alþekkt og oft sungið. í sambandi
við Sjómannadaginn hafa einnig verið orkt
mörg önnur kvæði og eitt sinn fór fram sam-’
keppni um þessi sjómannakvæði. Þá bárust
mörg kvæði, miklu fleiri en flestir bjuggust
við og ástæða var til þess að vænta að ó-
reyndu. Þau voru reyndar misjöfn, enda gerð
út frá ýmsum ólíkum sjónarmiðum og um
mismunandi þætti í lífi og starfi sjómannsins.
Mörg þessara kvæða voru góð og snjöll, bæði
frá sjómönnum og landmönnum. Þau sýndu
það hvorutveggja, hvaða ítök sjómenn og sjó-
sókn eiga í íslendingum og hvað þeir eru
margir, sem geta brugðið ljóðagerðinni fyrir
sig.
Sjómannadagsnefndin hefir nú ákveðið að
safna þessum sjómannakvæðum í dálitla bók,
en margir sjómenn höfðu látið í Ijós þá ósk,
aö gaman væri að eiga öll þessi kvæði í einni
heild. Hefir nefndin beðið Vilhjálm Þ. Gísla-
son að sjá um útgáfuna.
Nokkur sýnishorn af þeim kvæðum, sem
nefndin hefir undir höndum gefa hugmynd
um það, að hér er um all-fjölbreytt safn að
ræða. Sumt eru hvatningakvæði, eða þá lof-
söngvar um sjóinn, eða kvæði um hættur
sjávarins og hverfulleik, eða gaman og al-
VÍKINGUR
vara um lífið á sjónum. Jón Magnússon byrj-
ar sitt kvæði svo:
Sjómenn íslands, hetjur hafsins
halda vörð um land og þjóð.
Djörfum sonum fjalls og fjarðar
flytur Ægir töfraljóð.
Gnýr og hljómar hafsins átt.
Hugi unga
aldan þunga
dregur út á djúpið blátt.
Eitt kvæðið er eftir Jóhannes úr Kötlum og
hefst á þessari vísu:
Ot á íslandsmið með sólu sigldum við,
hið salti drifna lið.
Og farið jók sinn skrið, — við stóðum hlið
og heyrðum þungan nið. [við hlið,
Og þegar kom á Svið við gáfum engin grið,
sá guli hafði ei lengur nokkurn frið.
Aðrir yrkja um fögnuð siglingarinnar og
langferðanna:
Látum skipið skríða
skjótt um hafið víða.
Látum stefnið úfna öldu sníða.
Langt er milli landa,
langt til allra stranda,
ekkert, nema haf, til beggja handa.
Þetta er eftir Ármann Dalmannsson.
18