Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Qupperneq 1
SlÓmflHH Fi BLF) DIÖ UIKIH6UR ÚTGEFAND I: FARMANNA- OG FIS KIM AN N AS A M B A N D ÍSLANDS III. árg., 9. tbl.________________________________________________________________ReyKjavik, sept. 1941 HALLD. JONSSON: Höggur sá, er hlífa skyldi Þegar tími sumarsins líður hjá og dagsbirt- an dvín, fækkar góðviðrisdögunum. Fólkið í landi klæðist hlýrri fötum, kyndir upp húsin af kappi og heldur sig sem mest innan dyra, jjegar veðráttan stígur yfir það sæmilega. — Húsin eru prýðilega jarðföst, enginn vellting- ur, engar hvítfyssandi öldur, sem brotna á þeim eða kasta þeim til, engin ágjöf. En úti á hafinu gengur lífið annan gang. í haustmyrkrinu ýfast bárurnar, verða illharð- ari. vindmagnið meira og kuldinn hráslaga- legri. Sjómennirnir fara í fleiri peysur, í bezta stakkinn og binda vel á sig sjóhattinn. Það er haldið áfram að vinna.. Strandferðaskipin og milliferðaskipin halda áfram ferðum sínum þó stormurinn hvíni, og fiskiskipin okkar halda sig á miðunum svo lengi sem mögulegt er að halda veiðarfærunum í sjó og oft lengur unnið en nokkurt vit er í. En maðurinn skapast að miklu leyti af vana. Sjómennirnir, sem alast upp við harðneskju íslenzkrar íshafsveðráttu, fárast ekki um þó að móti blási, bölva þegar harðast lætur, í vindi og sjó. „Þetta er þeirra iðja og æfi, óum- breytanlegt lögmálið“. Þó eru þetta engir undramenn, fram yfir aðra, ekki stálverur, tilfinningalausar, ,,en seigluna gátu og vaskleik vakið, vetrarins armlög nótt og dag.“ Dvölin er oft köld og þurleg úti á hafinu, dögum og vikum saman í burtu frá ástvinum sínum. Þegar vel gengur hjá sjómanninum um vinnu, má óefað telja að hann sé að samanlögðu varla meira en tvo mánuði af tólf heima hjá sér. Um sjómennina verður enn með sanni sagt, „skipverjar allir áttu þar, einhvern skyldleikasvip í framan, útigangsjálkar allir saman“. Það eru þessir „útigangsjálkar“ sem svo knálega sækja og flytja gnægðiimar sem und- anfarin ár hafa verið um 90% af öllum út- flutningi þjóðarinnar. Það væru öfgar að segja, að allt byggist á sjómönnunum og hefir of lengi verið alið á því einhliða hjá hverri stétt, að hún sé ein allt þjóðfélagsins. Verzlun og siglingar, starf verzlunarmannsins, kaupmannsins, útgerðar- mannsins og sjómannsins er samtvinnað, og getur ekki án hvers annars verið, en enginn neitar því af sannfæringu, að sjómaðurinn, heyir hörðustu baráttuna, og síðan styrjöldin hófst. lífshættulegustu baráttuna fyrir vel- gengni þjóðarinnar. Það kemur því úr hörðustu átt, og höggur sá er hlífa skyldi, er æðstu stjórnmálamenn þjóðar okkar og blöð þeirra, eftir fyrst að hafa vegsamað fisl.sölusamninginn, en þegar hann náði engri hylli, snúa við blaðinu og bera íram þá röksemd fyrir, að samningurinn varð svo herfilegur fyrir íslendinga, „að sjómenn- irnir vildu ekki sigla“ eftir að slysin urðu. Það er ekki verið að gera sér neina rellu útaf því, þó sannleikurinn sé fótum troðinn, elckert ver ið að hixta á því, að ákæra íslenzka sjómanna- stétt frammi fyrir öllum heiminum um heigul- skap. Það er gamla sagan um strákana, sem sitt í hvoru lagi sáu lúðuna í fjörunni, annar sá hvítu hliðina uppi, og sá síðari svörtu hliðina VÍIINGUE 1

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.