Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 10
Ur endurminningum
Guðmundar á Bakka
Flestir sjómenn, sem komið hafa til Siglu-
fjarðar, munu kannast við Guðmund Bjarna-
son á Bakka, eða hafa heyrt hans getið. Guð-
mundur er meðal elztu borgara í Siglufirði
og hefir átt heima á Bakka í rúm 70 ár sam-
fleytt. Hann er fæddur að Brennigerði í
Skagafirði 6. sept. 1864, en fluttist 5 ára gam-
all til Siglufjaðrar. Á árunum 1882—’92
stundaði Guðmundur sjó á hákarlaskipum, en
eftir það hætti hann sjómennsku og gerðist
lifrarbræðslumaður hjá verzlun Gránufélags-
ins á Siglufirði og var við það starf í 30 ár.
Fylgdist hann því vel með hákarlaveiðun-
um um fjölda ára, enda munu fáir honum fróð-
ari um allt, er að þeim veiðum laut.
VIÐ KOLBEINSEY.
Kolbeinsey heitir lítil Klettáey norður í ís-
hafi. Er hún 107 km. eða tæpar 58 sjómílur í
hánorður af Siglunesi. Eftir hnattstöðu reikn-
ast Kolbeinsey 67° 10' n. br. og 18° 44' v. 1.
Frá Grímsey er stefna hennar í norð-norð-
vestur, en vegalengdin milli eyjanna sem næst
79 km. eða tæpar 43 sjómílur.
Fremur mun hafa verið fáferðugt til Kol-
beinseyjar, en þó voru hákarlaskip oft á þeim
slóðum og kom þá stundum fyrir, að menn
brugðu sér í eyjuna til eggjatöku.
Sumarið 1932 var Kolbeinsey rækilega at-
huguð af nokkrum Húsvíkingum, sem fóru
þangað á vélbát. Mældu þeir eyjuna og reynd-
ist hún vera 60 faðmar á lengd, en 40 faðmar
á breidd, þá tóku þeir af henni nokkrar góðar
myndir. Birtist fróðleg ritgerð um ferðina og
sögu Kolbeinseyjar í Eimreiðinni 1933 eftir
Jochum Eggertsson.
1 eftirfarandi þáttum segir Guðmundur frá
ævintýrum, sem hann og félagar hans lentu í
við Kolbeinsey.
BJARNDÝRIÐ.
Veturinn 1886 var ég háseti á hákarlaskip-
inu ,,Njáii“ frá Akureyri, skipstjóri var Albert
VÍKINGUR
Finnbogason frá Garði í Dalsmynni við Eyja-
fjörð. Eitt sinn lágum við um 2 sjómílur suð-
austur af Kolbeinsey. Veður var ágætt, logn
og sólskin og dauður sjór. Ég sat undir vað og
var að draga hákarl. Heyri ég þá, að einhver
kallar, að bjarndýr sé á sundi aftan við skip-
ið undir skútanum. Þustu nú margir af skip-
verjum aftur, en ég hljóp strax niður í káetu
og sótti byssu mína og skotfæri. Þegar ég kom
upp aftur, var bjarndýrið komið nokkuð frá
skipinu. Dró ég nú í skyndi pramman að skip-
inu, en svo var skipsbáturinn jafnan kallaður,
og vildi ég þegar elta bjarndýrið, en í fyrstu
vildu engir af skipverjum koma með mér í
þessa ævintýraför, enda fyrirbauð skipstjóri
okkur að fara frá skipinu, en sagði þó, að ef
við færum, gerðum við það á eigin ábyrgð.
Mælti ég nokkur orð í styttingi, því mér þótti
leitt, að láta svo góðan feng ganga okkur úr
greipum.
Varð nú úr, að þrír af skipverjum buðust til
þess að fara með mér á prammanum. Lögðum
við þegar frá skipinu og tókum að elta bjarn-
dýrið og hlóð ég þegar byssuna og hafði hana
til taks. ísspöng allstór lá ekki alllangt frá
okkur og stefndi bjarndýrið þangað. Hófst nú
sannkallaður lífróður og dró enginn af sér og
tókst okkur brátt að komast fram fyrir dýrið,
milli þess og íssins. Skaut ég þá 6 skotum að
bangsa á nokkru færi, en hann lét sig hvergi,
heldur lagði kollhúfurnar og hristi hausinn.
Vorum við nú komnir svo nálægt honum, að
%við hugðumst leggja hann með hákarlsdrep,
er við höfðum í bátnum.
Allt í einu hóf bangsi sig upp í sjónum og
kom öskrandi á móti okkur og var þá allt ann-
að en árennilegur. Beið ég nú þess, að hann
kæmi í gott skotfæri og hafði byssuna tilbúna
og skaut hann síðan sem væri hann stórgripur,
og var það banaskot.
Við náðum honum þegar, komum kaðli um
hálsinn á honum og drógum hann á eftir
prammanum til skipsins og var það þungur
10