Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Qupperneq 16
31./8. Komst samfcomulag á milli
viðskiptanefndarinnar o g sendi-
nefndar brezku stjórnarinnar um
sölu á eftirfarandi fiskafurðum: —
Nýjum fiski, saltfiski, frosnum fiski,
nýrri síld og niðursoðnum fiski. —
Einnig var samið um fiskflutninga-
skip og verðlag á salti og olíu.
¥
Hófst kolaskömmtun í Reykjavík.
500 kg. er hámarkið, sem einstak-
ling fœr í senn.
¥
2. /8. Ríkisverksmiðjumar hafa nó
fengið 190 þúsund mál, en um sama
leyti í fyrra 476 þúsund mál.
¥
3. /8. Haraldur Böðvarsson útgerð-
armaður á Akranesi og frú hans,
Ingunn Sveinsdóttir hafa nýlega
gefið 100 þúsund krónur til elli-
heimilis á Akranesi.
¥
Andaðist Marteinn Meulemberg
biskup í Landakoti. Banamein hans
var hjartabilun.
¥
6./8. Sjómannaskólanum valinn
staður á Rauðarárholti. Atvinnu-
málaráðherra mælist til, að Reykja-
víkurbær gefi lóð undir skólann.
¥
Strandaði erlendur togari á skeri
hjá Bakka viS Bakkafjörð eystra.
Skipshöfnin komst í land.
¥
9./8. Bæjarráð mælir með, aS lóð-
in undir Sjómannaskólann verði gef-
in.
¥
11./8. í síöustu ferð sinni að vest-
an bjargaði „Selfoss" tveim frönsk-
um sjómönnum, sem vom á litlum
báti (doríu).
¥
14./8. Komu útgerðarmenn báta
hér við Faxaflóa og sjómenn saman
á fund til þess að ræða hin nýju viS-
horf, er hafa skapazt með brezk-
íslenzka viðskiptasamningnum nýja.
Kaus fundurinn nefnd til þess að
ræða mál þessi við ríkisstjómina og
afla frekari upplýsinga.
¥
16./8. Kom Winston Churchill for-
sætisráSherra Breta til Reykjavíkur.
í fylgd með honum var m. a. yngri
sonur Roosevelts, Eranklin D. Roose-
velt yngri, ásamt æðstu mönnum
hinna ýmsu deilda breska hersins. —
Grengu þeir á fund Sveins Björns-
sonar ríkisstjóra, fóra á hersýningu,
komu að Reykjum í Mosfellssveit.
W. Churchill flutti ræSu af svölum
Alþingishússins.
¥
Fiskeigendur era nú í óða önn aS
afhenda saltfisk sinn. Tveir farmar
eru farnir og er verið að ferma tvö
skip.
¥
20. /8. Eimskipafélagið hefur fyrir
nokkra tekið 3 skip í Ameríku á
leigu til flutninga á vörum til lands-
ins.
¥
Sást þýzk tveggja hreyfla flug-
vél, sennilega „Heinkel 111,“ yfir
Reykjavík.
¥
21. /8. Fórst færeyska skútan
„Solaris" á tundurdufli fyrir Aust-
fjörðum. Fjórir menn af áhöfninni
fórast, en þrír björguSust. „Solar-
is“ var á leið til Seyðisfjarðar og
átti aS taka þar fisk.
¥
22. /8. Fyrir nokkru keypti hluta-
félagiS „Sæfell“ í Vestmannaeyjum
skipið „Sildebæreren“ fyrir 440 þús.
krónur. Skipið er komið til Vest-
mannaeyja frá Færeyjum og hefur
hlotið nafnið „Sæfell“. „Sæfell“
hefur gufuvél, er 380 brúttó smál.
og gengur um 8 mílur.
¥
23-/8. Kvað sakadómari upp dóm
í máli því, er réttvísin liöfSaði gegn
þeim Valdimar Jóhannssyni ritstj.
„Þjóðólfs" og Gunnari Benedikts-
syni ritstjóra „Nýs dagblaðs". Máls-
höfSun þessi var höfSuð vegna skrifa
þessara blaða um brezk-íslenzka
viðskiptasamninginn nýja. Valdi-
mar var dæmdur í 60 daga varðhald,
óskilorðsbundið, en Gunnar í 200
króna sekt, en til vara 15 daga varð-
hald, ef sektin yrSi ekki greidd.
¥
25./8. Voru um 100 marsvín rekin
á land í Hellisvík á Skjálfanda.
¥
27, /8. Skip hætta almennt síld-
veiðum.
¥
Samkvæmt Arbók Slysavamafé-
lagsins fórast 58 íslendingar af sjó-
slysum árið 1940, en 11 árið áSur,
6 vélbátar yfir 12 smálestir aS stærð,
3 undir 12 smálestum, 4 opnir vél-
bátar og 1 togari. — Alls björguðu
íslendingar 1113 sjófarendum úr
sjávarháska árið 1940, þar af 503
Bretum, 400 Frökkum, 62 Þjóðverj-
um, 40 Belgíumönnum, 30 Norð-
mönnum, 38 Svíum, 41 Islending.
¥
28. /8. Kom Elliot Roosevelt, næst
yngsti sonur Roosevelts forseta, til
Reykjavíkur.
1. /8. Tilkynnti brezka stjómin. að
hún muni kalla heim sendiherra sinn
frá Helsingfors.
¥
2. /8. Árásir og gagnárásir skipt-
ast á á austurvígstöövunum, án þess
að nokkrar veralegar tilfærslur veröi.
¥
Japanir draga saman mikið lið við
landamæri Síberíu
¥
5./8. ÞjóSverjar hefja sóknina að
Kiev og Leningrad
¥