Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 17
Franldin D Roosvelt er á siglingu
á snekkju sinni „Potomac" á NorS-
ur-Atlantshafi.
*
7. /8. ÞjóSverjar segja, aS þriSja
sóknin sé liafin á austurvígstöSvun-
um og næsti þáttur styrjaldarinnar
muni hafa úrslitaþýSingu.
*
Fórst yngri sonur Mussolinis.
Brunó Mussolini, í flugslysi.
¥
8. /8. ASal-bardagarnir geisa í
Ukrainu og virSist sem ÞjóSverjar
ætli aS einangra hafnarborgina Od-
essa viS Svartahaf.
¥
Brezkar flugvélar gera loftárásir á
31 ergagnaverksmiöj ur Krupps í Ess-
en.
*
9. /8. BlóSugar og trylltar orustur
standa yfir í Ukrainu.
*
11. /8. Bússar játa, að þeir láti und-
an síga á Ukrainu-vígstöðvunum, en
undanhaldið sé skipulegt og kaupi
Þjóðverjar framsókn sína um hverja
rnílu dýru veröi.
*
12. /8. Franska stjórnin felur Dar-
lan forsætisráðherra yfirstjórn alls
flughers, landhers og flota Frakka
heima og í nýlendum sínum, svo að
hann geti betur fylgzt með og gert
þær ráðstafanir, sem nauSsynlegar
eru fyrir heill Frakklands. Darlan
hefur veriS gerður að flotaforingja
franska flotans með 7 stjörnum, en
það eru æðstu metorð flotans.
¥
Hófu brezkar sprengju- og orustu-
flugvélar árásir á þýzkar borgir í
dagsbirtu. Aðalórásin var á Köln.
¥
14. /8. Winston Churchill forsætis-
ráðherra Breta og Franklin D.
Roosevelt forsætisráðherra Banda-
ríkjanna áttu fund saman „einhvers
staðar“ á Atlantshafi
*
Þjóðverjar segja, að Odessa sé um-
kringd af rúmenskum hersveitum.
*
15. /8. Rússar hörfa í nýja varnar-
Jínu viö Dniepr.
V
16. /8. Iíarðir bardagar geisa frá
Svartahafi til Norður-íshafs. TaliS
er, að Budenny hafi bjargað her sín-
um í Ukrainu.
*
19. /8. Bretar segja, að skipatjón
öxulríkjanna sé orðið rúmar 4 millj.
smólestir.
*
Rússar tilkynna, að manntjón
ÞjóSverja síðustu 5 vikumar hafi
veriS IV2 millj.
#
Pólverjar hafa nú 4—6 lierfylki í
Rússlandi.
*
20. /8. Þjóðverjar sækja úr þrem
áttum aS Leningrad.
*
Flaug Mac Kenzie King forsætis-
ráðherra Kanada til Bretlands. Er
þetta í fyrsta skiptið, sem forsætis-
ráðherra Kanada flýgur yfir At-
lantshafiS.
*
21. /8. Ilarðar orustur á öllum
ausurvígstöðvunum, en heiftarleg-
astar á Leningrad-vígstöðvunum,
við Novgorod og viS Odessa. ÞjóS-
verjar segjast hafa hertekið borg-
irnar Narva og Kingisepp viS Finn-
landsflóa. — Rússar viSurkenna fall
Gomel.
Lögðu Japanir undir sig eyja-
klasa einn, sem er um 100 km. frá
Fillippseyjum. — Bandaríkjastjóm
lítur alvarlegum augum á þetta
*
22. /8. Leningradbúar búast til að
verja borgina. Byggja þeir götuvígi
í borginni og tugir þúsunda taka sér
vopn í hönd til þess að verja hvert
stræti og hverja byggingu, ef Þjóð-
verjar skyldu komast til borgarinn-
ar
*
23. /8. Tóku Rússar 9 þorp í gagn-
árásum á miðvígstöðvunum
25./8. Ilófu brezkar og rússneskar
hersveitir innrás í Iran (Persíu). —
Var innrásin gerð á landi, af sjó
og úr lofti 150 þúsund manna her
Riza Khan, einvalda keisarans í Ir-
an, veitir hersveitum Wavells við-
nám.
*
Rússar yfirgáfu Novgorod.
*
27. /8. Var Pierre Laval fyrrver-
andi forsætisráðherra Frakka gert
banatilræði í Versölum
*
GerSi Riza Khan, keisari Iran,
Bretum það tilboð, að vísa öllum
þýzkum mönnum úr landinu öðrum
en þeim, sem væru alveg ómissandi.
Bretar höfnuðu boðinu.
*
28. /8. Gafst Iran upp fyrir Bret-
um og Rússum. Ný stjóm mynduð í
landinu og mótspyrnu hætt. Iíung-
ursneyð var yfirvofandi í landinu.
*
Eyðilögðu Rússar Dniepr-aflstöö-
ina miklu.
*
Sagði Menzies forsætisráðherra
Ástralíumanna af sér.
¥
29. /8. Hitler og Mussolini eru
búnir að vera frá 25.—29. ágúst á
norður- og suðurvígstöðvunum. —
Ræddu þeir um' gang stríðsins og
„nýskipun" eftir að friður er kom-
inn á.
*
Tóku Finnar Viborg, en Rússar
höfSu lagt hana í rústir áður.
VÍKINGUE
17