Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Síða 18
islenzk skip hafa nú verið tekin undir’yerndarvæng
Bandarikjaflolans. Það þykir þvi iilhlýðilegi að kynna
mönnum sögu hans og hvað vænta megi af honllm
Bandaríkjaflotinn
Meðal amerískra sjóliða er mjög í hávegum
höfð sagan af heimsókn Joe Fife til Hong Kong
á ríkisárum Victoríu drottningar.
Ölvuðum sjóliða í flotadeild Ameríkumanna
varð það á að skjóta 22 kveðjuskotum í stað
tuttugu og eins.
f staðinn fyrir að svara kveðjunni, spurði
brezki flotaforinginn drembilega hvað þetta
ætti að þýða. Ameríkumönnum varð fyrst
svara fátt, en áttuðu sig brátt og svöruðu á
merkjamáli: „Tuttugu og eitt skot handa Vic-
toríu drottningu, og eitt fyrir Joe Fife flota-
foringja og hana nú“.
Þetta er í stuttu máli saga Bandaríkjaflot-
ans upp til þess tíma, er Bandaríkjamenn
komu sér í upphafi upp flota í þeim tilgangi
að brjóta hafnbann Breta í frelsisstríðinu, og
þeim tókst það. Síðar vann flotinn sér álits í
viðureign við sjóræningja frá Tripoli, og gegn
Suðurríkjunum í þrælastríðinu.
Með tímanum vonuðust Bandaríkjamenn
að geta keppt við brezka flotann um yfirráð-
in á heimshöfunum. En í staðinn fyrir að til
árekstra kæmi milli þessara aðila, sneru þeir
bökum saman 1917 gegn sameiginlegum óvini
og nú er farið að spá að þetta sama muni aftur
endurtaka sig, eftir því, sem almenningsálitið
í Bandaríkjunum hallast meir og meir að því,
að Bandaríkjaflotann beri að nota til að vernda
flutninga til Bretlands.
Þessari skoðun er bezt lýst með tilsvari
öldungadeildar þingmannsins, Carter Glass,
er hann hreytti út úr sér: ,,Ef Þjóðverjar
sökkva vörum vorum, eigum við að skjóta úr
þeim óknyttina“. Slíkar aðfarir mundu senni-
lega leiða til ófriðar við möndulveldin og Jap-
ani, ef iJapanar reynast þríveldasáttmálanum
trúir.
Spurningin er, hvort Roosevelt forseti ræð-
ur yfir flota, sem fær er að leggja í slík stór-
ræði, og hvernig hann muni reynast. í augum
almennings í Bretlandi og Ameríku er floti
þessi mikill og útgjaldafrekur leyndardómur,
sem enn á eftir að sýna hvers hann er megn-
ugur í nýtízku styrjöld.
VÍKINGUR
Síðasta stórviðureignin, sem hann tók þátt
í, var gegn spánska flotaforingjanum Cer-
vera, sem sendur var með flotadeild yfir At-
lantshafið í spánsk-amerísku styrjöldinni
1898 og skaut amerísku fólki skelk í bringu á
allri strandlengjunni frá Florida til New York.
En 4. júlí, frelsisdag Bandaríkjanna,. réðist
hinn sundurleiti floti þeirra gegn hinum álit-
lega flota Spánverja við Santiago á Cuba og
þröngvuðu honum til fullkominnar uppgjafar.
Þessi flotasigur, leiddi þó í ljós tvenns kon-
ar áberandi vangalla. Til þess að geta tekið
þátt í þessari orustu varð herskipið ,,Oregon“
að fara frá Kaliforníu og alla leið suður fyrir
Cape Horn, vegna þess að enginn Panama-
skurður var til. í öðru lagi lýsti William Sims,
sem tók þátt í orustunni, yfir því, að skotfimi
Bandaríkjamanna hefði verið herfileg. — En
Theodore Roosevelt forseti gerði þá boð eftir
,,drengjunum“, og með aðstoð Sims og „Bar-
áttu Bobs“ Evans komu þeir á laggirnar fyrsta
flokks flota, sem síðar varð þekktur undir
nafninu: „Stóri stafurinn hans Roosevelts“.
í desember 1907 var „Stóri stafurinn“ send-
ur í ferðalag kringum hnöttinn og stóð það
yfir þangað til í febrúar 1909. Hin 16 hvít-
máluðu orustuskip með gulu reykháfunum,
sigldu á þessu tímabili 42,227 sjómílur og
„sýndu flaggið“ í 20 erlendum löndum. Til-
gangurinn með ferð,alaginu var að sýna heim-
inum að Bandaríkin væru sjóveldi fremri öll-
um öðrum en Stóra-Bretlandi einu undan-
teknu.
„Teddy“ Roosevelt bætti einnig úr hinum
ágallanum með byggingu Panamaskurðarins
eins og vara-aðmíráll Alfred Theyer Mahan
hafði ráðlagt fyrir löngu.
Þegar Bandaríkin hófu þátttöku sína í
heimsstyrjöldinni 1917, var floti keisarans
innikróaður, og aðstoðar Bandaríkjaherskip-
anna var ekki þörf. En þau unnu dyggilega
og hlutu ágæta reynslu í því að vernda 2 milj.
Bandaríkjahermenn á ferð þeirra yfir til
Frakklands, án þess að nokkuð kæmi fyrir. ■—
Eftir síðustu styrjöld afhenti stjórnin í Wash-
18