Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 21
Ríkisstjórnin heið rar skipshöfnina á „Esju
Ríkisstjóri íslands heiðraði 2. sept. skips-
höfnina á „Esju“ í viðurkenningarskyni fyrir
skyldurækni í störfum og góða framkomu í
ferð „Esju“ til Petsamo og heim aftur haustið
1940.
Skipshöfninni var veitt móttaka hjá ríkis-
stjóra og frú hans í móttökuherbergjum rík-
isstjóra, og var Stefán Jóhann Stefánsson, fé-
lagsmálaráðherra viðstaddur f. h. ríkisstjórn-
arinnar.
Ríkisstjóri ávarpaði skipshöfnina með
nokkrum orðum og minntist þess, að hann
hefði átt þess kost, e. t. v. betur en flestir aðrir,
að fylgjast með því, hve vel Petsamo förin
hefði tekist. Afhenti hann síðan hverjum ein-
stökum skipverja heiðurspening og fylgdi
hverjum pening svohljóðandi skjal:
„Skjali þessu fylgir heiðurspeningur úr
silfri með gröfnu nafni yðar. Afhendir ríkis-
stjórnin yður hann til eignar í viðurkenning-
arskyni fyrir skyldurækni í störfum yðar og
góða framkomu í ferð „Esju“ til Petsamo og
þaðan til Reykjavíkur í september og október
1940, er hún flutti heim til Islands 258 ís-
lenska ríkisborgara, sem teppst höfðu á Norð-
urlöndum vegna ófriðarins.
Lætur ríkisstjórnin í ljós þá ósk, að þér
varðveitið peninginn til minningar um þessa
einstæðu ferð.
Reykjavík, 20. maí 1941.
Rikisstjórn Islands.“
Fyrsti heiðurspeningurinn var afhentur
skipstjóranum. Ávarpaði ríkisstjóri hann sér-
staklega nokkrum orðum og þakkaði honum
hið ábyrgðarmikla starf, er hann hefði leyst
af hendi með mikilli prýði, er hann sigldi skipi
sínu heilu og höldnu til Petsamo og heim aft-
ur.
Að lokum ávarpaði framkvæmdastjóri Rík-
isskip, Pálmi Loftsson, ríkisstjóra nokkrum
orðum, þakkaði þá viðurkenningu, er skips-
höfninni hefir verið sýnd. Hann sagði, að
þótt íslenzk sjómannastétt væri hert við frost-
vinda og sjávarseltu, þá kynni hún e. t. v.
einkum af þeirri ástæðu, vel að meta skiln-
ing, sem henni væri sýndur.
Islenzkur togaraskipsijóri sæmdur
heiðursmerki fyrir björgun
Páll Aðalsteinsson, skipstjóri, sonur Aðal-
steins Pálssonar, skipstjóra á Belgaum, hefur
verið sæmdur heiðursmerkinu M. B. E. (Mem-
ber of the British Empire) fyrir að bjarga
mönnum úr sjávarháska.
Honum tókst, þrátt fyrir það að skip hans
hafði orðið fyrir "skemmdum af flugvélaárás,
að bjarga 28 mönnum af öðru skipi.
Atvik að því voru þessi:
Togarinn „The Ness“ frá Grimsby, sem Páll
er skipstjóri á, var í skipalest, er þýzkar flug-
vélar bar þar að. Réðust þær á skipaflotann
og hæfði sprengja skip Páls, svo að það lask-
aðist allmikið.
Annar togari varð líka fyrir sprengju og tók
að sökkva. Flutningaskip frá London, sem var
næst, setti þá út bát með sjö mönnum, til þess
að reyna að bjarga skipshöfn togarans. En
veður var svo mikið og sjógangur, að bát-
urinn fékk ekki við neitt ráðið, og urðu bát-
verjar seinast að flýja upp í hið sökkvandi
skip.
Þá var það, að Pál bar þarna að. Hann af-
réð þegar að reyna að bjarga mönnunum, því
að hinn togarinn maraði þá hálfur í kafi. En
menn Páls sögðu, að það væri óðs manns æði;
hann mundi aðeins brjóta sitt eigið skip, ef
hann legðist að hinu skipinu í þessu foraðs
veðri og stórsjó. En Páll svaraði aðeins:
„Ég ætla að bjarga þessum mönnum“,
Svo lagði hann skipi sínu síbyrt við hinn
sökkvandi togara og gat fest vírkaðli í fram-
stafn hans og haldið honum að sínu skipi á
meðan mennirnir forðuðu sér. Þegar seinasti
maðuiúnn var kominn upp á skip Páls, lét hann
höggva á strenginn og samstundis sökk tog-
arinn. En Páll komst með sitt bilaða skip til
hafnar.
Páll er kornungur maður, rúmlega tvítugur.
VÍKINGUR