Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Síða 22
Frumdrög
að samningi um sölu og kaup á íslenzkum fiskafla,
og hefir þessi samningur verið samþykktur af viðskiptanefndinni,
ríkisstjórn íslands og matvælaráðuneytinu brezka.
1. Samningurinn skal gilda um eitt ár. —
Hann gengur í gildi 1. júlí 1941, og fell-
ur úr gildi 30. júní 1942.
2. Matvælaráðuneytið heitir að kaupa og
íslenzka ríkisstjórnin að selja við því
verði meðan samningurinn er í gildi, og
eftirfarandi skilyrði eiga við.
a. Allan þann fiskafla, sem íslendingar
fá meðan samningur er í gildi, og eft-
irfarandi skilyrði eiga við.
1. Fiskurinn skal afhentur nýr, þegar
þess er krafizt af matvælaráðuneyt-
inu, og við því verði og með þeim
söluskilmálum, sem greindir eru á
skrá A. Sá hluti fisksins, ,sem ekki
er krafizt að afhentur sé nýr, skal
annað hvort saltaður eða pæklað-
ur, að þeim hluta undanskildum.
sem frysta má eða sjóða niður,
samkvæmt skrám D og E.
2. Matvælaráðuneytið geymir sér rétt
til þoss að stöðva afhendingu nýs
fisks, ef ekki er hægt að flytja
hann út, og gildir einu, hver orsök
er til þess; hefir þá matvælaráðu-
neytið rétt til að krefjast þess, að
fiskurinn sé saltaður eða pæklaður,
meðan á slíkri stöðvun stendur.
b. Allar saltfisksbirgðir, sem til eru á ís-
landi, þegar samningurinn öðlast gildi,
þó með þeim fyrirvara, sem getur í
undirgrein 1 c. greinar, þar sem ræt;
er um söluskilmála á skrá B.
c. Þann saltfiskforða, sem kann að safn-
ast fyrir á íslandi fram til 30. júní
1942, en þó er þetta háð þeim fyrir-
vara, sem sýndur er í undirgrein 2 c.
greinar, þar sem rætt er um söluskil-
mála í skrá B.
d. Allar birgðir af frosnum fiski, sem til
eru á Islandi, þegar samningurinn
gengur í gildi, eins og sýnt er á skrá
C, en þó háð þeim fyrirvara, sem get-
ur í d grein þessarar skrár.
VÍKINOrR
e. Það af frosnum fiski, sem aflast kann
á íslandi til 30. júní 1942, en þó með
þeim skilyrðum, sem getur í greinun-
um b og d í skrá D.
f. Allar birgðir af niðursoðnum fiski, er
til er á íslandi, þegar samningurinn
gengur í gildi, eins og sýnt er í b grein
í skrá E, og þær frekari birgðir af nið-
ursoðnum þorskflökum og/eða ýsu-
flökum, sem greindar eru í þeirri skrá
og er þó hvorttveggja háð skilyrðum,
sem getur í d grein þeirrar skrár, —
þó því aðeins að sá hluti íslenzku veið-
innar, sem til neyzlu þarf á íslandi,
hvort sem hann er nýr, saltaður eða
niðursoðinn, sé undanskilinn ákvæð-
um samningsins.
3. Allur nýr fiskur, saltfiskur, frosinn fisk-
ur og niðursoðinn fiskur skal afhentur til
flutnings samkvæmt fyrirmælum mat-
vælaráðuneytisins, og það er tilskilið í
samningnum, að afhendingin fari fram
á venjulegum fermingarhöfnum.
4. Engin skip mega flytja fisk frá íslandi
til brezka ríkisins önnur en þau, sem nú
skal greina:
a. Hvert það íslenzkt fiskiskip, sem
landar veiði sína af ferskum fiski, er
það hefir sjálft veitt eingöngu, en
þó er sú sérstaka tilslökun veitt, að
hvaða togara, sem talinn er á skrá I,
skal leyfilegt að taka í sig fisk úr
hvaða öðrum togara. sem talinn ér á
skrá I, svo framarlega sem þessi fisk-
ur hefir ekki verið látinn á land á
ííslandi.
b. Þau skip, sem stríðsflutningaráðuneyt-
ið hefir heimilað að flytja fisk frá
Islandi.
c. Þau skip, sem um ræðir í skrá G.
5. Matvælaráðuneytið tekur ábyrgð á verð-
hækkun á salt og hráolíu, sem notað er
til að afla fisksins til sölu samkvæmt
ákvæðum þessa samnings, ef verðið á
22