Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Side 24
d. Netafiskur.
Verð á hverjum flokki skal vera 2 sterligspundum
lægra hvert tonn (1000 kg.). heldur en það, sem nefnt
er í a., b., og c. hér að ofan. Hundraðstalan af ann-
ars flokks fiski sé sú sama sem í a. hér að ofan.
Söluskilmálar.
a. Verðið er reiknað frítt um borð (f. o. b.).
b. Verð það, sem greint er hér a'ð framan, skal ná til
þeirra birgða, sem eru til í landinu 1. ágúst 1941, sem
og til þeirra birgða. sem aflast frá þeim degi. unz
samningurinn gengur úr gildi.
c. Eftirtalið magn er ekki innifalið í samningnum:
1. Þær birgðir, sem til voru 1. ágúst 1941:
4000 (þúsund kílógramma) tonn af fullverkuð-
um fiski.
plús 1000 tonn (1000 kg.) af harðfiski.
plús þeim fiski, sem hinir stjórnskipuðu fiskimats-
menn samþykkja ekki, að sendur sé á brezka
markaðinn, sakir þess að ábótavant er um gæðin.
2. Af framleiðslunni 1942:
3000 (þúsund kílógramma) tonn af fullverkuð-
um fiski.
plús 1000 (þúsund kílógramma) tonn af harðfiski.
d. Allur saltfiskur skal seldur samkvæmt vottorðum ís-
lenzkra fiskimatsmanna, a'S því er tekur til gæða,
verkunar og þunga.
e. Allar sendingar skulu pakkaðar í hessianstriga, en
fáist ekki sá strigi, skal stafla fiskinum í lestina, og
skal þá verðið á hverju tonni (1000 kg.) lækka um 20
s. 0 d. frá því verði, sem greint er hér að framan.
f. Afskipanir skulu fara fram eftir því sem matvæla-
ráðuneytið ákveður.
g. Greiðslur skulu fara fram eins og hér segir:
75% þegar stjórnskipaðir fiskimatsmenn hafa dæmt
fiskinn fullsaltaðan og veginn, og matsmanns-
vottorð er sýnt, er sanni þetta tvennt.
20% skulu greidd tveim mánuðum eftir fyrstu
greiðslu, hafi fiskurinn ekki verið tekinn á því
tímabili.
5% grei'ðast þegar fiskurinn er tekinn.
h. Eignaréttur á fiskinum skal flytjast í hendur kaup-
anda, jafnskjótt sem fyrsta grei'Ssla hefur farið fram,
enda ber honum þaðan í frá að greiða allan kostnað
við umsöltun og umstöflun hans. En ekki ber honum
að greiða kostnað við pökkun, afhendingu frítt í skip
e'ða almennt eftirlit og umsjón með fiskinum.
i. Matvælnráðuneytið getur, ef því sýnist svo, krafizt
þess. að saltfiskurinn sé veginn aftur, áður en hann
er látinn í skip. Það getur og krafizt fiskimats-
mannsvottorðs um það, að hafi fiskurinn létzt, sé
það af eðlilegum ástæðum, en ekki vegna hnupls eða
sviksamlegs athæfis. Matvælaráðuneytið greiðir þann
kostnað, sem af þessu leiðir, ef nokkur er.
Frosinn fískur.
Birgðir sem kaupa skal samkvæmt þessum samningi:
Skrá C. Magn (Kassar á 112 lbs nettó) Verð (pence hvert lb)
Skarkolaflök 1193 18% (2%—6 únzur)
Skarkoli, þverskorinn 275 ( (undir 2x/2 únzu ( og yfir 6 únzur) 13
— haus-, sporð- og uggalaus 205 6
Flök af þykkvalúru 1720 18% (2%—6 únzur)
Þykkvalúra, þverskorin 350 ( (undir 2% únzu ( og yfir 6 únzur) 13
— haus , sporð- og uggalaus 150 6
Lúðuflök 494 14
Langlúruflök 197 8
Langlúra, þverskorin 57 6%
— haus-, spoi? og uggalaus 28 5
Skötubörð 471 6%
Sandkolaflök 16 6
Sandkoli, þverskorinn 29 5
— haus-, sporð- og uggalaus 16 5
Karfaflök 104 6
Steinbítsflök 4026 6
Þorskflök 12891 6
Ýsuflök 4181 6
Lönguflök 229 6
Keiluflök 957 5
Lýsuflök 45 6
Upsaflök 355 5
Háfur 251 6
Stórkjafta 26 8
VÍKINGUR
24