Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1941, Qupperneq 26
75% af verði fisksins, þegar stöðvunin hefur ver-
ið tilkynnt,
20% þrem mánuðum eftir fyrstu greiðslu og
5% við afskipun.
2. Geymsluleiga, 30 krónur á mánuði fyrir hvert
tonn (1000 kg), skal matvælaráðuneytið greiða
eigendum frystihússins frá þeim degi, er stöðvunar-
tilkynningin um framleiðsluna var gefin út.
Niðursoðinn fiskur. Skrá E.
a. Mesta magn af niðursoðnum fiski, sem taka skal
samkv. samningnum skal vera:
'1. sá forði sem til er 1. ágúst 1941, og greindur ar
í b. hór á eftir.
2. 23000 kassar 24/2 af þorsk- eða ýsuflökum og
10000 kassar af 48/i af þorsk- eða ýsuflökum (og
er þetta sá forði, sem niðursuðuverksmiðjurnar
eiga nú sem stendur).
b. Sá forði. sem til var 1. ágúst 1941, svo og samnings-
verð á þeim forða, er sem hér segir:
Yerð
á kassa
8033 kassar 24/2 af þorskflökum 33/-
937 — 48/1 - — 40/-
235 — 24/2 — steinbítsflök 33/-
1867 — 24/2 — þorskhrogn 33/-
427 — 48/1 — — 40/-
1030 — 24/2 — fiskbollur 33/-
1230 — 48/1 - — 40/-
1100 — 100/3 % af reyktum síldarflökum .. 30/-
c. Samningsverð á niðursoðnum þorskflökum, sem pakk-
að er samkvæmt a. 2. liér að framan, skal vera hið
sama sem á þeim birgðum, sem nú eru til, og samn-
ingsverð á niðursoðnum ýsuflökum skal vera sem
fyrir niðursoðin þorskflök.
d. Niðursoðinn fiskur samkv. a. 1. og a. 2, liér að fram-
an, má án samþykkis matvælaráðuneytisins selja í
Bandaríkjum Ameríku eða á hvaða öðrum markaði
sem er. Sama máli gegnir og um það, að niður-
soðnu framleiðslunni, sem fer fram úr þessu magni.
e. Verðið frítt um borð.
f. Greiðsla fer fram við sýningu hleðsluskírteina.
Fersk síld. Skrá F.
Verð.
Herpinótasíld 18 kr. 100 kg, eða 118 lítra tunna.
Reknetasíld 25 — — — — — — —
Ekkert loforð hefur verið um það gefið eða fengið
að ný síld verði keypt eða seld fyrir þetta eða annað
verð.
Skrá G.
Lítil íslenzk og færeysk fiskiskrp.
Með hvaða skilyrðum þau mega kaupa og flytja fisk.
Matvælaráðuneytið hefur fallizt á það, að með neð-
angreindum skilyrðum megi 60 smáskip starfa að því,
fyrir eigin reikning, að kaupa eða flytja nýjan fisk til
þeirrar hafnar eða þeirra hafna í Bretlandi, sem ráðu-
neytið mun tiltaka:
VÍKINGUR
1. Þrjátíu ofangreindra sextíu skipa skulu vera ís-
lenzk skip, en hin skulu vera Færeyjaskip.
2. Islenzku skipin skulu vera valin úr þeim skipum,
sem talin eru upp í skrá H, og skal viðskiptanefndin
og matvælaráðuneytið koma sér saman um nöfn
þeirra.
3. Færeysku skipin skulu valin úr þeim flokki skipa,
sem störfuðu að því. að flytja nýjan fisk frá Is-
landi til Bretlands árið 1940, og skulu fulltrúar Pær-
eyja í London og matvælaráðuneytið koma sér sam-
an um nöfn þeirra.
4. íslenzka stjórnin skal veita færeysku skipunum. sem
samkvæmt 1. hér að framan er leyft að kaupa og
flytja fisk, sömu aðstöðu um kaup, söfnun og út-
flutning fisks, sem leyfi er gefið í skrá þessari.
5. -Verð á þeim nýjum fiski, sem íslenzk og færeysk
flutningaskip kaupa. skal vera í samræmi við það, ,
sem ríkisstjórn íslands og matvælaráðuneytið hafa
komið sér saman um, og ef nokkurt skip brýtur þetta
skilyrði, skal af því leiða, að það skip verður strikað
út af flutningalistanum án nokkurs réttar til þess
að láta annað skip koma í þess stað.
6. Við söfnun nýja fisksins skulu þau íslenzk og fær-
eysk skip, sem leyft er að kaupa og flytja fisk fyrir
eigin reikning, hlíta þeim takmörkunum um stað og
tíma, sem fara hér á eftir:
Staður.
a. Hafnir austan við 18° vesturlengdar frá Green-
wich og telst Grímsey á þessu sviði-
b. Vestmannaeyjar.
Tími.
a. Allt árið.
b. Þegar matvælaráðuneytið lýsir yfir því, að heim-
ilt sé að taka þar fisk.
7. Ef íslenzk og færeysk stjórnarvöld ætla að láta eitt-
hvert jskip koma fyrir eitthvert ananað ski]3 á lista
þeirra skipa, sem heimilað liefur verið að kaupá og
flytja fisk, skulu þau tilkynna það með mánaðar
fyrirvara að minnsta kosti, nema þegar skip týnist,
því að þá er leyfilegt að láta þegar korna skip í stað
þess, sem týndist.
Skrá H.
Listi yfir þau skip, er úr má velja íslenzk skip
til flutninga.
Aldan (Þormóður), Keflvíkingur,
Alden, Kristján,
Andey, Ólafur Bjarnason.
Birkir, Rafn,
Bjarnarey, Reykjanes,
Búðaklettur, Richard,
Dóra, Normanner,
Eldborg. Capitana*)
Erna, Rifsnes,
Fiskaklettur, Rúna,
Fjölnir, Þórður Sveinsson,
Glaður, Sigríður,
Grótta, Síldin,
Gunnvör, Skaftfellingur,