Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 1
SJÓMANN ABLAÐIÐ UIKIH6UR ÚTGEFANDl: FARMANNA- OG FIS K1M AN N AS A M B AN D ÍSLANDS VIII. árg. 2. tbl. Reykjavik, febrúar 1946 MANNFALL A hverju ári hafa þau tíðindi gerzt við slrendur lands vors, að fleiri eða fcerri vaskir sjómenn hafa látið lífið við störf sín. Hver vetrarvertíð hefur skilið eftir djúp og ógrceðanleg sár. Annáll sjó- slysanna við Island er cegileg harmsaga. Sú harmsaga lýsir því glögglega, að íslenzkir sjómenn hafa oft goldið hlutfallslega meira afhroð en herlið í mannskœðum styrjöldum. Enn er vegið í hinn sama knérunn. Aðfaranótt þriðjudagsins 9. febrúar s. I., bjuggust hundruð sjómanna í róður og héldu til miða. Á skammri stund gerðist hið cegilegasta heiftarveður. Margir tugir vélbáta háðu tvísýna bar- áttu við storm og stórsjó. Sumir urðu fyrir áföllum og komust við illan leik aÖ landi. Aðrir hlutu ennþá þyngri sköp og hurfu í djúpið. Farizt hafa í einum fiskiróðri fjórir vélbátar með allri áhöfn. Tutiugu hraustir fiskimenn, sem héldu starfsglaðir á sjóinn, eru ekki lengur í lifenda tölu. Á einum og sama degi hlutu þeir allir vota gröf. Islenzka þjóðin er harmi lostin. Hún kennir sárt til með vandamönnum hinna látnu og vottar þeim samúð og hluttekningu. Hún minnist fallinna stríðsmanna, sem létu lífið á verðinum. Minning þeirra mun ekki gleymast. Er ekkert hœgt að gera til aukins öryggis og bœttrar aðstöðu sjómanna? Jú, vissulega. VEÐURFREGNIR eru því miður ákaflega ótraustar. Hvað eftir annað gefur Veðurstofan út veðurspár án þess að hafa fengið veðurfregnir frá Grœnlandi eða hafinu milli Islands og Grcenlands. Vitað er, að Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir halda nú uppi föstum flugferðum um Island og hljóta því að hafa fullkomið kerfi veðurathugana. Skortir veðurstofuna hér samvinnu við þessa aðila? Hvað veldur því að ekki fást veðurathugunir frá ýmsum hinum þýðingarmestu stöðvum? — Hér er á ferð- inni alvarlegt mál, sem þarfnast tafarlausra umbóta. BJÖRGUNARMÁLIN eru í ólestri. Samtök áhugamanna, Slysavarnafélag Islands, hefur unn- ið mikið starf og gott í þeim efnum, þótt mistök hafi að vísu komið fyrir. En hlutur ríkisins hefur mjög eftir legið og er þó verst hin síðasta gangan. Meðan fárviðrið geysaði laugardaginn 9. febrúar, og hjálparvana vélbátar hrökktust fyrir sjó og vindi um Faxaflóa, lágu þrjár mahognyfleytur við hafnargarðinn í Reykjavík. Voru það hin svonefndu björgunar- og strandgcezluskip ríkisins. Vafa- laust voru þau bezt komin þar sem þau lágu. Hitt hefði aðeins orðið til að auka manntjónið, að senda þau til hafs í slíku veðri. En það verða forráðamenn björgunarmálanna að skilja, að okkur vantar ekki mahognyleikföng, heldur góð skip og fullkomin, sem fcer eru um að annast björgun og strandgcezlu á viðeigandi hátt. TRYGGINGARMÁLIN þurfa endurskoðunar við. Islenzkir fiskimenn hafa alla stund mátt horfa til þess með ugg og kvíða, að konur þeirra, börn og aðrir nákomnustu vandamenn, scetu uppi með tvcer hendur tómar ef þeirra missti skyndilega við. Ef til vill hefur sá uggur orðið hvað áleitn- astur og valdið mestum geig, er barizt var við ceðandi storm og úfinn sce. íslendingar! Látum hina síðustu harmafregn verða tilefni þessarar heitstrengingar: Allt skal gert, sem í mannlegu valdi stendur, til að afstýra sjóslysum. Aldrei framar skulu ekkjur og börn drukknaðra sjómanna þurfa að líða skort eða komast á vonarvöl. Slík heitstrenging og hiklaus framkvœmd hennar, er scemandi stórhuga og framscekinni þjóð. V I K I N c u n 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.