Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 14
— Hann er á sínum stað, er í brúnni. — Bölvar hann ennþá? — Já, aldrei meira en nú. — Æ, guði almáttugum sé lof! andvarpaði guðsmaðurinn. Og sannleikurinn er sá, að það sem gildir á sjónum, er einmitt að halda kjarkinum og kraft- inum óbiluðum og láta sér lítt bregða við voveiflega hluti. Það er enginn vafi á því, að skipstjórarnir, sem eftirfarandi sögur eru sagð- ar af, hafa ekki haft til að bera minni ábyrgð- artilfinningu eða verra hjarta en þeir, sem hrópa á miskunn og náð. ★ Það var einu sinni, að seglskúta lá til drifs í ofsaveðri og haugasjó. Þetta var allstór skúta, og var eldhúsið uppi á þilfari. öllu hafði verið hagað svo sem vera bar, og skinstjóri hafði gengið til rekkju. Þá var það allt í einu, að stýrimaðurinn kom ofan í káetuna með miklu írafári, ýtti í skipstjóra og sagði honnm, að það hefði komið siór á skinið og rifið eldhúsið af þilfarinu með kokk og kabvsu og öllu sam- an og þeytt því fvrir borð. Skiostióri leit við honum frekar seinlega og mælti með hægð: — Hu, og kabýsan, sem var sama sem ný! ★ Þá var það eitt sinn. að skinstióri nokkur var vakinn með ^eirri fárlegu fregn, að brot- siór hefði gengið yfir skip hans og sko^að út tveimur af hásetunnm. Hann bagði við og breif- aði niður með rekkjustokknum. Svo sagði hann og var hálfargur: — Nú, hvar í skrattanum skyldi ég nú hafa borað pontunni minni? kr En það eru fleiri kaldir og rólegir en skip- stiórar: Skip var að sig^a úr höfn og var kom- ið út í fiarðarmvnni. Þá skall skvndilega á hvassviðri, og varð begar að taka niður forsegl og rifa stórsegl og skutsegl. Stýrimaður sté upp á öldustokkinn miðskios og var að banka við baldinn enda, sem nauðsynlegt var að tamma til, ef rifa skyldi stórseglið. Stýrimaður hafði verið nýkominn úr landi, þegar siglt var úr höfn, og hafði hann ennþá ekki búizt sjófötum, enda veður mjög gott, þangað til allt í einu stór- hvessti. Nú vildi svo til, að honum skruppu fætur og handfesti hafði hann ekki betri en það, að hann lenti útbvrðis. En ekki tókst eins slysalega til um allt. Honum skaut upp rétt hjá skipinu, og varð honum þegar bjargað. Þá er hann var kominn inn á þilfarið, greip hann í boðunginn á jakkanum sínum og sagði ergi- legur: — Það var svei mér lánlegt eða hitt þó heldur, að ég skyldi einmitt þurfa að vera í eina al- mennilega jakkanum, sem ég hef með mér! 'k Heyrt hef ég um skipstjóra, sem yfirleitt var glaður og reifur á sjó, en ef lengi var hægviðri, þá tók að sækja á hann þunglyndi. Hann varð mjög dapur í bragði og eirðarlaus, og svefn- leysi þjáði hann mikið. Hann kom svo máski allt í einu upp á þilfar, skimaði og jafnvel nusaði, og ef honum loks virtust nokkrar horfur á því, að veður mundi versna, þá Jbirti heldur yfir honum og jafnskjótt og komið var vonzkuveð- ur, lék hann við hvem sinn fingur. Það var einu sinni, að verið hafði lengi ein- munatíð. Skipstjóra hafði ekki sézt bros á vör dögum saman, og ekki hafði hann sagt auka- tekið orð í nokkra sólarhringa. Þá var það, að hann kom upp úr káetunni með miklu gleði- bragði og mælti mjög hressilega: — Jæja, piltar mínir! Nú skal hún þó fá að gutla það í dag! Svo tók hann að ganga fram og aftur um þilfarið, og eftir stutta stund kvað hann við raust. Alla setti hljóða, og skimuðu menn mjög til lofts, en sáu þess hvergi nokkurn minnsta vott, að von gæti verið á hvassviðri. En það brást samt ekki, sem skipstjóri hafði gefið í skyn. Eftir rúman klukkutíma var komið versta veð- ur. og sigldi skipsti óri skútunni óvenju mikið, stóð að vanda sjálfur við stiórn og sté fram á fótinn. Svo var bað. þegar þó öllum þótti nóg um, að hann mælti hátt og leit til lofts: — Nú segi ég eins og Vellygni-Bjarni: Herð- ið bið á skúrinni, ég skal herða á merinni! Það sagði mér einn hásetinn, að í þetta sinn hefði sér þótt meira en nóg um siglinguna áð- ur en í höfn var komið, og hefði hann þó haft mesta yndi af því á yngri árum, að mikið væri siglt. — En vel var haldið um sveifina hjá þeim gamla! sagði hann. Þegar lagzt hafði verið fyrir akkerum, gaf skipstjóri allri skipshöfninni vel út í kaffið, gekk síðan til hvílu og svaf vært og lengi, og ekki setti oftar að honum þunglyndi þessa ver- tíð, enda voru aldrei langvinn góðviðri eftir þetta. Frh. 46 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.