Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 26
skipstjóri hafði affermt í Melbourne á tilsett-
um tíma og fengið fullfermi til baka. Allt virtist
í himnalagi. En Atlantshafið er dutlungaíullt
eins og fimmtug piparmey. Hin ferska gola dó
allt í einu út. Hægfara, silalegar öldur ultu í átt
til lands, en „María“ gamla lá kyrr, með slap-
andi seglum, og beið eftir ofurlitlu kuli.
Aronsen skipstjóri kipraði saman annað aug-
Það var stórt, svart gufuskip.
að cg horfði íhugull út yfir hafið. Lengst í
fjarska, þar sem haf og himinn runnu í eitt,
kom í ljós skýjabakki, blýgrá rönd, er óx og
færðist nær.
„Vissi ég ekki“, tautaði hann og sneri sér að
hásetunum, sem lágu í makindum í kojum sín-
um. „Fljótt á fætur, piltar“, hrópaði hann, „nú
ríður á að rifa fljótt seglin!"
Hásetarnir hrukku við og gláptu á hann, án
þess að skilja upp né niður.
„Hurry up, boys, — senn er friðurinn úti.
Hann er að gera ofsarok á vestan!“ Það þaut
í reiðanum, — ofurlítill gustur hreyfði seglin.
1 næstu andrá skall stórviðrið yfir þá af slíkum-
ofsa, eins og flóðgátt hefði opnazt.
„Aldrei hef ég þekkt slyngari veðurspámann
en skipstjórann“, sagði bátsmaðurinn við timb-
urmanninn. „Hvernig í andskotanum gat hann
vitað að hann gerði rok núna í öllu logninu ?“
„Hann?“ sagði timburmaðurinn. „Hann finn-
ur lyktina af veðrinu minnst hálfum mánuði
áður en það kemur. Þó að það sé fimmtíu stiga
hiti um hásumarið, — segi Aronsen skipstjóri,
að hann geri hríð — well, boy, — þá geturðu
öruggur hypjað þig í loðfeld og þykk ullaríöt.
Því hafi Aronsen sagt að hann geri hríð þá
gerir hann hríð“.
Aronsen skipstjóri lét „Maríu“ aldrei liggja
af sér veður, — skútunni var alltaf haldið í
5B
horfi eins og mögulegt var, undir hæfilegum
seglum.
Þetta var hræðileg nótt. Sjóirnir gengu yfir
skútuna í sífellu, það hrykkti og gnast í öllum
samskeytum, eins og hún væri að liðast sundur.
Og í reiðanum kvað norðvestanstormurinn næt-
uróð sinn í myrkrinu, — það var eins og allar
nornir veraldarinnar hefðu mælt sér mót þar
uppi, til þess að reyna hver öskrað gæti hæzt.
„Það eru eldingar!“ æpti skipsdrengurinn og
benti í austur, þar sem smá eldrák sást þjóta
upp í loftið.
„Þú ert skarpur", sagði skipstjórinn þurr-
lega. „En aldrei hef ég nú séð eldingar koma
upp úr sjónum og fara upp í skýin. Það kvað
vera þveröfugt. Nei, — þarna er einhver í sjáv-
arháska, og þangað munum við nú fara og vita
hvort við getum ekki bjargað".
„Bjargað?" át skipsdrengurinn eftir, — hann
ríghélt sér báðum höndum í borðstokkinn, —
„mér finnst við eiga nóg með að bjarga sjálfum
okkur!“ Aronsen skipstjóri hvessti á hann aug-
un. „Láttu þér slík orð aldrei oftar um munn
fara, drengur! Meðan sjómaðurinn hefur sjálf-
ur nefið upp úr, bjargar hann félaga sínum,
sem er að sökkva. Hann sneri sér frá og hróp-
aði til mannsins við stýrið: „Þrem strikum
austar!“
„Þrem strikum austar!“ var svarað utan úr
myrkrinu, þaðan sem grillti í daufan Ijósbjarma
frá áttavitaklefanum.
„Steady, stýrimaður!"
„Steady!“
Skipstjórinn þefaði móti veðrinu.
„Og svo losum við ögn um fokkuna, piitar,
hún þolir það“.
Fimir skuggar sáust klifra upp eftir reiðan-
um. Aronsen beið stundarkorn, svo þefaði hann
aftur í veðrið, er hann fann að skútan breytti
um gang.
„Jú, hún mun þola það“, tautaði hann um
leið og önnur eldrák þaut upp í loftið í austri.
„Rakettu, bátsmaður! Við verðum að svara
þeim!“
„Rakettu!“ var svarað skammt frá. Hún
blossaði upp, — logandi rák þaut upp móti
kolsvörtum óveðurshimninum, nærri samtímis
hinni.
„Þeir eru víst hætt komnir, þarna“ sagði
skipstjórinn. Hann hlustaði. Þungar drunur bár-
ust að eyrum. Það var brimhljóðið við strönd-
ina.
Það var tekið að lýsa af degi er þeir sáu
skipsflakið. Það var stórt, svart gufuskip, er
sneri hliðinni í veðrið og rak ósjálfbjarga inn
í brimgarðinn.
„Tilbúinn með línu, stýrimaður! Við verðum
V í K I N □ U R