Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 18
8 R VÉLARÚMIIMIJ Um „Pólar“ dieselvélina Elcki mun líða á löngu, þar til hinir marg- nefndu Svíþjóðarbátar koma hingað til lands og verða teknir í notkun. Bátar þessir veröa búnir „Polar“ Dieselvélum frá A/B Atlas-Diesel í Stokkhólmi. Það er því vel við eigandi að Vík- ingur flytji dálítinn fróðleik um vélar þessar og meginatriðin í gerð þeirra. Eftarfarandi grein er útdráttur úr fyrirlestri sem hr. Herman Lysk, forstjóri A/B Atlas-Diesel, hefur haldið. Bendir forstjórinn á það markmið, sem vél- smiðir setja sér og erfiðleikana, sem þeir verða að yfirstíga, þangað til þeir geta haft á boð- stólum góða og gangvissa vél,. Síðan árið 1931 hefur sænska hlutafélagið Atlas-Diesel eingöngu smíðað einvirkar tvígeng- is Dieselvélar, hinar svokölluðu „Polar“ Diesel- vélar. Uppgötvun dæluýringar á eldsnevtinu (áður þrýstiloftsýring), sem félagið tók í notkun árið 1924, var mikill ávinningur fyrir tvígengis Dieselmótorinn með til baka slcolun (Vende- skylning). Kamhásinn varð þá t. d. óþarfur. Er það sérstaklega mikilsvert á skipavélum, þar sem einfaldleiki og gangöryggi er fyrir öllu. Eitt veigamesta atriðið við tvígengisvé’ina er skolun strokksins. Er þá um að ræða jafn- streymisskolun, eins og t. d. B. & W. notar, með afrásar-skyttu eða loku í strokktoppnum, en það útheimtir hreyfitæki, eða til baka slcolun, en þá þarf ekki á hreyfitækium að halda. Atlas-Diesel hefur haldið fast við hina síðarnefndu gerð, þrátt fyrir það, að margir telji hana úrelta. Það er rétt að til baka skolun er örðug við- fangs að því er snertir hreinskolun strokksins, en hún hefur líka sína kosti auk þeirra sem áður eru taldir. Við notkun til baka skolunar hefur maður frjálsar hendur um beztu lögun brunarúmsins og þarf ekki að taka tillit til út- streymisloku eða skyttu í strokktoppnum. En þeirri gerð fylgir nokkur hætta á misþenslu og fleiri agnúar. Til baka skolun er fundið það til foráttu að skolloftið verði að fara lengri leið en með jafn- streymisslcolun, og á það að torvelda mikinn snúningshraða. Þessi staðhæfing er þó ekki rétt, og er bersýnilega byggð á þeim misskilningi, sem augljós er á mynd 1, en hún sýnir hvernig menn hugsa sér leið skolloftsins um strokkinn. Hið hæga straumhlaup skolloftsins, sem menn hafa gert sér far um að ná, er ekki eftirsóknar- vert við til balca skolun, með því að ekki verður þá komizt hjá skaðlegri hvirfilmyndun í strokknum. Skolloftið verður að kastast upp í strokklokið á þann hátt, að það saman þjappist og strjúki með sér brunagasið. Reglan fyrir því er sýnd á mynd 2. Vinstri myndin sýnir út- streymi brunagassins áður en skolloftsopin opn- ast, en hægri myndin sýnir hvernig sjálf skol- unin fer fram. Punktalínurnar sýna skollofts- x í y w\ \ K K\ i'.v 1. mynd 2. mynd. 1. Mynd. Tilbakaskolun vanhugsuð. 2. mynd. Atlas-Diesel’s Tilbakaskolun. Vinstri myndin: Utstreymi br. gassins. Hægri myndin: Hvernig skolun- in verður. bylgjuna á mismunandi stigum, en örvarnar sýna hvernig hún stefnir. Hér kemur í ljós, að efst í strokknum verður samanþjöppun á skol- loftinu. 3. mynd. Ljósmund af því hvernig skolunin fer fram sbr. 2. mynd hægra megin. Mynd 3 er ljósmynd af skoluninni sbr. mynd 2 hægra megin. Tilraunin er gerð í gler-strokk með hreyfanlegri bullu. Er skolloftið gert sýni- legt með málmögnum. Atlas-Diesel skollofts- kerfi, sem gjört er eftir ofannefndri reglu, er sýnt á mynd 4. Hugmyndinni um skolloftsrásir af þessari gerð var slegið fram árið 1908 af P. A. Kind í Turin, en af einhverjum ástæðum var hún ekki notuð. Án þess að vita um tillögu hr. P. A. Kind, tók Atlas-Diesel þessa hugmynd upp árið 1927 og mótaði hana eftir fenginni reynslu. Út- lend fyrirtæki fóru og sömu leið, en viku nokk- uð frá um gerð hlutanna. Hér skal því engan veginn haldið fram, að önnur skolloftskerfi gefi V í K I N □ U R 5D

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.