Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 10
því að þar vörpuðu þýzkar flugvélar mestu af tundurduflum í sjóinn. f tilkynningu frá brezka flotamálaráðuneyt- inu dags. 27. sept. 1945, er sagt að rekdufl, sem sæjust á Ermasundi, írska hafinu, Austur-At- lantshafi og Skagerak, væru brezk dufl og þannig gerð, að ætlast sé til að þau verði óskað- leg ef þau slitna upp og siglingahætta af þeim væri þess vegna mjög lítil. Þýzkir bátar, sem notaðir voru til að leggja tundur- duflum. Myndin er telcin í enskri höfn í október- mánuði 19f5. Einhver þýðingarmesta og kostnaðarsamasta tundurduflaslæðingin átti sér stað í Clyde-firð- inum s. 1. vor og náði yfir 1000 fermílna svæði. Þýzki kafbáturinn U—218 hafði þ. 18. apríl s.l. lagt fyrir föstu 15 segulduflum á þessu svæði. í enduðum júlí voru ennþá 8 af þessum duflum ófundin, þrátt fyrir öfluga leit 26 slæðara og leiðsögn yfirmanns kafbátsins. Eftir uppgjöf Þýzkalands létu þýzkir sjó- hernaðarfræðingar brezka flotamálaráðuneyt- inu í té fyllstu upplýsingar um öll tundurdufla- svæði, sem þeir höfðu lagt meðan á stríðinu stóð. Þjóðverjarnir héldu því fram, að nokkur af nýjustu duflunum væru þannig gerð, að engin leið væri að ná þeim upp án þess að þau spryngju. En Bretum tókst með sinni alkunnu seiglu að vinna bug á þessum geigvænlegu vítis- vélum. Það voru kafarar úr flotanum, sem kom- ust upp á lag með það þegar þeir voru að rann- saka botninn í höfninni í Bremen í svarta myrkri. Eitt þéttasta tundurduflasvæði heimsins er Kattegat. Þar eru nú brezkir og þýzkir slæð- arar að verki í sameiningu að hreinsa þessa þýðingarmiklu siglingaleið, sem aðskilur Sví- þjóð og Danmörku. Þarna hafa orðið ýmiskon- ar örðugleikar, þar sem þýzkir slæðarar eru að- eins útbúnir til að fást við brezk dufl, en þarna úir og grúir af öllum gerðum frá báðum aðil- um. Ráðin hefir verið bót á því með breyttum útbúnaði. Til að byrja með hefir verið slætt þarna 1300 mílna langt sund og smátt og smátt breikkað í 3 mílur. Þegar leiðir eru slæddar þannig, er farið 10—20 sinnum yfir sama svæð- ið þar til það er talið nægjanlegt. Með brezka flotanum eru nú við þetta 160 þýzkir slæðarar með yfir 5000 mönnum. Þeir sigla ekki undir neinum fána og er stjórnað af brezku flotaráði í Kaupmannahöfn. Þó að umræður fari nú fram um að gera tundurduflaslæðingar alþjóðlegar með þátttöku allra siglingaþjóða, féll það aígerlega í hlut Breta að hreinsa hafnir N.V.-Evrópu. Þeir byrjuðu í Cherbourg rétt eftir innrásina. Þar var látið rigna niður öllum tegundum þýzkra tundurdufla. 1 september 1944 var að mestu búið að hreinsa leiðirnar til Seine-árinnar, Le Havre, Calais, Dieppe og Bologne, undir skothríð frá öflugum strandvarnarstöðvum. Með töku Antwerpen hinn 4. september hófst mikið átak, sem slæðararnir höfðu þó þegar byrjað á, að hreinsa siglingaleið yfir sunnan- verðan Norðursjóinn, frá South Falls til Scheldeósa. f Schelde var byrjað hinn 2. og 3. nóvember frammi fyrir fallbyssum óvinanna. Hinn 26. nóv. var búið að opna mjótt sund fyr- ir siglingar. 9 dögum seinna kom fyrsta veru- lega skipalestin (19 skip) inn í skipakvíar Ant- werpen. Að hreinsa höfnina í Antwerpen var mikið verk og illt og stóð yfir frá 16. okt. til 4. des. undir stöðvgum árásum þýzkra flug- skeyta (V.l og V.2). (Lausl. þýtt). Ragnar Jóhannsson. 42 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.