Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 3
Togarinn Skallagrímur. ist vel meðan verið var að, en undir dimmumótin versnaði svo að ekki þótti mér fýsilegt fram- haldið. Tók ég upp duflið og hugsaði mér að reyna á Bollasviði og Leirukletti, en þau mið eru í suðurflóanum, eins og kunnugt er. Hafði vindur gengið um daginn í vestrið, og þá þyngt undirsjóinn svo að minnstu munaði að hryggjaði á hraununum. Ég hélt nú suður í fló- ann og var vont að ferðast suðureftir. Kom ég þar undir kvöldið, leist ekki á að kasta vegna dimmviðris og drungaútlits. Varð það úr að ég fór inn undir Keflavík og lagðist þar. Einnig fannst mér réttast að hvíla skipverja, sem höfðu haft undanfarið langa vinnustund og eríiða. Það er skemmst frá að segja, að við lágum þarna í tvo daga og eina nótt. Illviðri var á, mestan tímann. Undir birtuna annars dags hægði h'tið eitt. Fór ég því út að athuga hvernig umhorfs væri. Var slarkfært togveður fyrst og fór batn- andi. Þó var útlit afar il!t. Þegar bjart var orðið, varð ég var við tvö skip fyrir norðan hraun. Vegna þess að lítið var að hafa þar sem ég var, kippti ég norður að þessum skipum sem ég sá þar. Voru það Hannes ráðherra og út- lendingurinn, sem hafði verið með mér áður. Þarna varð vel vart um daginn og héldum við okkur norðarlega í Akurnesingaforum. Stórt og öflugt dufl var þarna, sem Englendingur átti, og á því gott gasljós. Vindur var hægur þennan dag, en biksvartur sorti í suðvestrinu og allt upp í norðvestrið. Undan þessum sorta ýfðist undiraldan ótrúlega, svo að öðru hvoru braut úr toppnum á stærstu öldunum, sem sýndi það að þær kenndu grunns. Þegar svona stendur á, og veðurútlit þannig, að augljóst er hvað er í vændum, er öruggast að hafa tímann fyrir sér og forða sér meðan má og komast í var, sér- staklega þar sem staðurinn er stórhættulegur, eins og hér var um að ræða. En það fer svo fyrir flestum fiskimönnum, að ef vel er vart fiskjar, er þeim um og ó að hætta veiðum meðan stætt er, og því fer stundum sem fer, að slysin verða. Eins fór fyrir mér í þetta sinn. Eítir að dimma tók skellti hann á stórviðri af suð- vestri og kl. um 10 e. h. er komið ofsarok. Við höfðum tekið inn vörpuna undir eins og byrjaði að hvessa, bundum hana vel og gengum frá öll- um lúkugötum eins og bezt varð. Við héldum okkur við duflið, sem stóð á 30 faðma dýpi. Vonaði ég að duflið stæði af sér veðrið og sjó- inn, en svo varð ekki, því að um lágnættið hverf- ur ljósið, og var nú ekki að treysta á annað en lóðið, sem var handlóð, og því ekki vel nákvæmt. Um kvöldið, áður en fullhvessti, hafði Hannes V I K I N □ U R 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.