Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 29
Alyktanir
9. þinp '7.7X í
Eins og frá var skýrt í desemberblaðinu var níunda
þing Farmanna og fiskimannasambands Islands háð í
Reykjavík dagana 9.—20. okt. 1945. Fjöldi málavartek-
inn til meðferðar á þinginu og samþykktar ýmsar at-
hyglisverðar tillögur.
Hér á eftir koma tillögur þær, sem samþykktar voru
á þinginu, ásamt greinargerðum þeim er fylgdu:
1. mál: Breytingar á lögum um atvinnu við siglingar.
9. þing F.F.S.Í. óskar þess eindregið, að b lið 8. gr.
laganna um atvinnu við siglingar nr. 68, hinn 12. apríl
1945, verði breytt.
Liðurinn b hljóði svo: „hefir verið 36 mánuði háseti
á skipi, eftir 16 ára aldur, 30 rúmlesta eða stærra“.
Greinargerð: Því miður slæddist sú villa inn í lögin,
við setningu þeirra, að kveðið var svo að orði: „að
minnsta kosti 18 mán. af siglingatíma manna til þess
að fá inngöngu í skólann, skyldi vera á skipi yfir 60
rúmlestir". Það, að kveða svo að orði og halda fast við
það ákvæði, getur orðið til þess að auka mjög á erfið-
leika manna á hinum smærri stöðum, og jafnvel standa
algjörlega í vegi fyrir því að áhugasamir menn úr hin-
um ýmsu fiskibæjum og þorpum geti fengið inngöngu
í Stýrimannaskólann. Nægir að benda á, að á mörgum
stöðum úti á landi eru engin skip, sem ná 60 rúm-
lestum, enda eigi svo mikill munur á vinnubrögðum á
skipum undir eða yfir 60 rúmlestir að það skipti máli
um hæfni manna. En menntunin er fyrir miklu, og
æskir F.F.S.I. þess eindregið að þessi missmíði lag-
anna verði leiðrétt. Réttmæti þessarar lagfæringar höf-
um vér borið undir skólastióra Stýrimannaskólans og
tjáir hann sig fylgjandi ieiðréttingunni.
2. mál: Þingsályktun um breytinyu á lögum um skrú-
setningu skipa.
9. þing F.F.S.I. skorar á hið háa Alþingi er nú situr,
að breyta lögum um skrásetningu skipa á þann veg að
skip, sem byggð eru sem flutningaskip, og stunda
mestmegnis flutninga á milli landa, verði skráð sem
verzlunarskip.
Greinargerð:
Þingið lítur svo á, að nauðsyn beri til að fá með
lögum skýrt ákveðið, hvort skuli skoðast sem verzlun-
arskip eða fiskiskip. Bréf Fjármálaráðuneytisins, dags.
10. júlí 1945 tii F.F.S.Í. ber það með sér, að svo er
litið á, að samkvæmt núgildandi lögum beri að skoða
hvert það skip, sem notað er tii flutninga, flutninga-
skip, og hvert það skip, sem notað er til fiskveiða,
skoðist sem fiskiskip. Þetta teljum vér ekki fulinægj-
andi og leggjum því til að lögunum verði breytt eftir
því sem að framan greinir.
Þar eð vitað er, að skráð er á mörg skip sem fiski-
skip, enda þótt þau séu notuð til flutninga eingöngu,
leiðir það til þess að sjómenn geta ekki unnið sér rétt-
indi til inngöngu í farmannadeild á þeim skipum með-
an slíkt ástand helzt.
S. mál: Samræming kaups og kjara.
9. þing F.F.S.I. ályktar að fela stjórn sambandsins
að gjöra alla kaup- og kjarasamninga fyrir hönd fé-
laganna, að fengnum tillögum þeirra, enda óski félög-
in þess og hafi áður gert sér grein fyrir, hvert hlut-
fall skuli vera í launagreiðslum til meðlima sinna inn-
byrðis. Félögin skulu í samráði við stjórn sambands-
ins ákveða hve marga fuitrúa þau hafa henni til að-
stoðar við samningagerðir við kaup og kjör. Þó mega
þeir eigi vera fleiri en 3 og eigi færri en 1 frá hverju
félagi. Ennfremur samþykkir þingið að fela stjórninni
að vinna að því, að uppsagnarfrestur kaups og kjara-
samninga allar sambandsfélaga sé útrunninn á sama
degi. 9. þing F.F.S.Í. samþykkir að fela stjórninni að
semja tillögur um hlutföll í kjörum og launagreiðslum
milli hinna einstöku starfsgreina innan sambandsins,
og leggja þær fyrir 10 sambandsþing. Við samningu
þessara tillagna skal hafa til hliðsjónar þá samninga,
sem gerðir hafa verið milli 9. og 10. þings. Þær venjur
sem tíðkast hafa hérlendis og- það sem tii þekkist eiv
lendis.
Greinargerð:
Sú skoðun hefir verið ríkjandi á undanförnum þing-
um F.F.S.Í. að nauðsynlegt sé, að samræmd verði
launakjör sambandsfélaga frá hinum ýmsu landshlut-
um F.F.S.I. að nauðsynlegt sé að samræmd vei'ði
hvar sem er á landinu. Þá hefur komið fram ótvíræður
vilji fyrir því að fundin yrðu hlutföll á launagreiðslum
milli hinna einstöku starfsgreina innan sambandsins,
svo og á milli þeirra innbyrðis í félögunum. Nefnd sú
er haft hefir þetta mál til athugunar, telur að fyrsta
skilyrði til þess a ðná þessu takmarki sé að fela ein-
hverjum einum aðila að fara með kjarasamninga fyrir
hönd félaganna. Því telur nefndin rétt, að stjórn sam-
bandsins sé falið að gera það.
í. mál: Eftirlit með skipum og öryggi þeirra.
Samgöngu- og öryggismálanefnd 9. þings F.F.S.Í.
fékk til álita frv. milliþinganefndar um eftirlit með
skipum, sem nú liggur fyrir Alþingi ásamt bréfi frá
Skipstjórafél. íslands, þar sem gerðar voru nokkrar
athugasemdir við frumvarpið. Nefndin lítur svo á að
henni sé ókleift á þeim tíma sem hún hefur tii umráða
að hefja endurskoðun á frumvarpinu og leyf-
ir sér því að leggja til, að eftirtaldir 3 menn verði
fengnir til þess að fara yfir frumv. fyrir hönd F.F.S.!.
og leggi þeir álit sitt fyrir stjórn sambandsins, Þorv.
Björnsson, Þorgrímur Sigurðsson og Oddur Oddsson,
Voru þeir kosnir samhljóða.
V I K I N □ U R
S1