Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 27
GUNNABt BOASSON LTGERÐARIVIAÐIJR Fæddur 10. maí 1884. Dáinn 28. júní 1945. m innin^arort Á fögrum hásumardegi, 13. júní í sumar mátti sjá mikinn mannsöfnuð saman kominn að Bakkagerði hér í þorpi. Voru þar saman komnir til mannfagnaðar næstum allir úpp- komnir og hálfvaxnir íbúar þessa þorps og sveitarinnar hér í kring. Tilefni mannfagn- aðarins var að myndarhjónin frú Anna Síef- ánsdóttir og Sigurjón Gíslason, Bakkagerði, áttu gullbrúðkaup þann dag. Þar mátti sjá hve mikillar virðingar og vináttu hin öldruðu heið- urshjón nutu meðal sveitunga sinna. Meðal þeirra, sem þarna voru mættir og beindi hlýjum og vinsamlegum orðum til gull- brúðkaupshjónanna var Gunnar Bóasson út- gerðarmaður í Bakkagerði. En seinnipart þessa sama dags og nokkrum tímum áður en mannfagnaður allur var úti, var Gunnar farinn með flugvjel til Reykja- víkur að leita sér lækningar, og hann átti ekki afturkvæmt iifandi í sitt kæra byggðarlag. Mjög fljótlega eftir að Gunnar kom suður var hann skorinn upp, uppskurðurinn tókst ágætlega, en, því miður, líkamsþrótturinn var orðinn svo lítill, að dauðinn varð iífinu sterk- ari. Og svo, fyrripart júlímánaðar rnátti aftur sjá mikinn mannfjölda að Bakkagerði. En þá vorum við ekki saman komin til fagnaðar. Þá voru allir hljóðir og alvarlegir, því verið var að fylgja vinsælum, ágætum og höfðinglunduð- um manni til grafar. Við fundum það, Reyð- firðingar, að við höfðum rnisst mann, sem lét sig varða öll menningar- og framfaramál byggð- arlagsins, studdi að þeim með þeim dugnaði, atorku og ósérplægni, sem einkenndi Gunnar hvar sem hann fór eða kom nálægt málefnum. En við vissum líka að Gunnar hafði verið framúrskarandi heimilisfaðir. Því fundum við sárt til með ekkju hans, sem nú hafði misst svo mikið, og börnum, sem höfðu misst svo góðan og ástríkan föður. Oddviti okkar, Þorsteinn Jónsson kaupfé- lagsstjóri, flutti eftirfarandi kveðjuorð til Gunnars heitins í kirkjunni, jafnframt því sem hann lagði fagran silfurskjöld á kistuna: að koma dráttartaug til þeirra“. Allir viðbúnir! Við vendum rétt hjá!“ Maðurinn við stýrið horfði’ nú ekki lengur á áttavitann, en mældi athugulum augum hraðminnkandi bilið milli skipanna. Allt valt á því að venda á réttu augna- bliki. Stýrimaðurinn beið með taugina í hendi, jafn árvakur og maðurinn við stjórnvölinn. Nú reið á að hann kastaði tauginni þannig að þeir þyrftu ekki að endurtaka tilraunina. Tíminn var naumur, því að brimgarðurinn var ægilega nærri. „Lad ga!“ Skipstjórinn stóð í lyftingu í allri sinni reisn, og feykti stormurinn fannhvítu iiári hans öllu til einnar hliðar. Stýrishjólinu var snúið skyndilega, — línan smaug gegnum loftið með miklum hvin, og var gripin um borð í rekaldinu. Aronsen fór að tyggja skroið sitt og spýtti langar leiðir. Þá var þetta búið. Tveim dögum seinna bar einkennilega sýn fyrir fólk á Azoreyjum; því fannst þetta svo fráleitt: Skínandi hvítur þrímöstrungur líom siglandi með stóran, skítugan og stýrislausan flutningsdall í togi. Á siglutoppi skútunnar blakti norski fáninn í morgunkælunni. í skutnum stóð þrekvaxinn maður með geysi- mikið, hvítt hár og skegg. Það var Aronsen skip- stjóri. Hann og ,,María“ hans höfðu nú sýnt og sannað að seglskúta er ekki einhver aflóga hlutur, sem aðeins á heima í rómantískum skáld- sögum. V I K I N □ U R 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.