Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1946, Blaðsíða 4
ráðherra, skipstj. Guðm. Markússon, farið inn-
ar í Flóann og komst hann inn á Reykjavíkur-
höfn.
Ég stóð á stjórnpalli og lét lóða öðru hvoru,
dýpið ávallt um og yfir 30 faðmar.
Nú er eitt að nefna. Reynslan hefur sýnt, að
i slíkum ofveðrum getur verið stýrt óaðfinnan-
lega í veður og sjó, og því gæti virtzt að skipið
fari áfram, en svo hefur orðið sú staðreynd,
að skipið hefur farið aftur á bak.
Þar sem við vorum staddir, hagar svo dýpi,
að áll eða dýpi er, sem kallast Forir. Dýpi þetta
gengur inn fyrir Akranes, beygir til suðurs
fyrir utan Gróttu og er þar kallað Djúp. Nær
þessi áll allt suður á móts við Vatnsleysur. Utan
við og út í Flóanum er mikið grynnra, svo að
þar sem grynnst er, eru 8—9 faðmar á Vestra-
hrauni, en um 5—-6 faðmar á Syðrahrauni, eins
og kunnugt er sjófarendum. Ég vissi það, að
ekki mátti mikið grynna dýpið, því að þá væri
voðinn vís. Samt var nú farið að grynna þegar
leið á nóttina, upp í 25 faðma. Nú var spurn-
ingin: „Hefur skipið farið aftur á bak í þessu
voðaveðri, og er því að nálgast Mýraskerin,
eða hefur það tekið áfram og erum við að nálg-
ast grunnbrotin úti í Flóanum? Það var ekki
auðvelt að ákveða það með vissu, en ég þóttist
viss um, að öllu væri óhætt meðan við værum
á yfir 20 faðma dýpi. Klukkan 4 um nóttina
lægði mesta ofsann.
Það skal nefnt hér, að eftir að duflið hvarf,
var Englendingurinn ávallt kippkorn fyrir aft-
an skip okkar, og reyndi hann auðsjáanlega að
vera sem næst okkur og tapa okkur ekki úr
augsýn. Var það okkur ekki til baga.
Eins og áður er sagt, var farið að hægja kl.
um 4, og kl. tæpt 5 var stöðvað og lóðað. Reynd-
ist dýpi um 19 faðmar. Kalla ég nú á Sigurð
stýrimann, þvi að nú ætlaði ég niður að hvíla
mig, vegna þess hve veður fór batnandi. Lét ég
reka undan vindi meðan við töluðumst við. Vor-
um við báðir staddir í herbergi mínu. Um þetta
leyti var á verði á stjórnpalli vaktarformaður,
sem var Þórður Þorsteinsson, síðar skipstjóri
á botnv. Baldur. Hann fórst með mótorskipinu
Þormóði í því stóra slysi. Þeir, sem með' honum
voru á verðinum, voru Aðalsteinn Jónsson, nú
lögregluþjónn í Reykjavík, frændi minn, og Ól-
afur Jónasson, giftur systur konu minnar. Hann
dó seinna af slysi um borð í Skallagrími á síld-
veiðum (hryggbrotnaði). Klukkan 5 voru vakta-
skipti. Fór Ólafur þá fram í híbýli háseta til að
kalla út næstu vakt. Ég kalla til Þórðar og segi
honum að andæfa í vindinn, vélin var að byrja.
gang og skipið var komið skáhalt í vindinn.
Kallar þá Þórður að það sé að koma brotsjór
yfir skipið. Er ekki að sökum að spyrja. Sjór-
3L
inn kom yfir stjórnborðskinnung og aftur yfir.
Skipið kastast á bakborðshlið og á hvolf, þó
þannig að það fór ekki hringinn yfir, heidur
réttist aftur og lá síðan alveg á hliðinni með
möstrin í sjó. Streymdi nú sjór í skipið þar
sem op voru á, einnig ofan um uppgönguna
í herbergi mínu, en þar stóðum við niðri, eins
og áður er sagt, ég og stýrimaðurinn.
Loftskeytamaðurinn, Einar Benediktsson, lá
á þverbekk í hei’bergi mínu. f kastinu, sem kom
á skipið, tókst hann upp af bekknum og barst
með loftinu inn í hvílurúm mitt, en það var bak-
borðsmegin. Þar mættumst við og rákumst sam-
an, því ég hafði einnig komizt upp í loft og inn
í „kojuna“. Á meðan hafði Sigurður stýrimaður
skorðast við stigann.
Uppi í stjórnpalli hafði allt brotnað, sem
brotnað gat, svo sem timburbygging kringum
gluggana, hurðir og gólfflekar. Þórður hafði
fleygt sér á gólfið og hélt sér um fót vélsímans.
Aðalsteinn hafði verið við stýrishjólið. Krækti
hann báðum höndum í gegnum hjólið og hélt
fast, en fætur hans voru einhversstaðar utan
við stýrishúsið, því að maðurinn er allra manna
lengstur, röskir 2 metrar á hæð. Niðri hjá okkur
leit ekki vel út. Við reyndum að komast á fæt-
ur, og stóðum þá að brjósti og hálsi í sjó, eftir
hæð hvers og eins. „Þetta dugar ekki“ seg'i ég
við Sigurð, sem enn stóð í stiganum. „Við verð-
um að komast upp, annars köfnum við hér eins
og kettlingar“. Enn streymdi sjór niður, og þó
minna, svo að við komumst allir upp. Þegar
þangað kom,' urðum við að standa á þilinu, því
að gólfið var lóðrétt. Þegar ég komst upp, og
fór að virða fyrir mér ástandið, gat ég ekki
séð annað en að skipið væri að sökkva. Ég áleit
það óhjákvæmilegt sökum þess, að þegar skipið
fór á hvolf, heyrðist brak og brestir ógurlegir,
sem ég hélt að stöfuðu af því að skipið væri að
springa og rifna.
Skipið lá alveg á bakborðshlið. Formastrið
var heilt, en stöngin í toppnum af. Barðist
mastrið í bárutoppana. Skipsskrokkurinn var
að hálfu upp úr sjó, sjómálið um lúgugötin.
Einstaka bára skall upp undir hástokkana á
stjórnborða.
Mér varð það fyrst fyrir að miða við þetta
hvort skipið lækkaði í sjónum og væri því að
sökkva. Bað ég þá menn, er voru þarna með
mér, að grennslast eftir hvort nokkuð væri til
sem hugsanlegt væri að nota sem flot fyrir fólk-
ið ef til kæmi. Ég vissi það að bátarnir \ oru
horfnir. Mér var einnig ljóst, að ég yrði að
koma skipinu úr stórbrotunum, sem voru
skammt frá. Klifraði ég því upp að vé.lsímanum,
sem í þessu tilfelli mátti segja að væri uppi í
loftinu. Hringdi ég niður í vélafúmið á ferð
VIKINGUR